Saga fyrrverandi hvalskurðarmanns Kolbeinn Arnbjörnsson skrifar 27. ágúst 2023 14:00 Ég átti margar ógleymanlegar stundir í Hvalfirði að skera hval. Kynntist góðum vinum, var með frábærann yfirmann og fékk ágætis laun og hafði meira að segja gaman að vinnunni. Svona að mestu leyti. Réttlætingarkerfið vann samt alltaf yfirvinnu. Maður þurfti á því að halda þegar maður sá þessa fallegu risa dregna á land. Þegar maður sá bleik fóstrin við fætur vísindamannanna. En þið borðið kjúkling er það ekki? Er ekki skárra að drepa dýr sem fá allavega að lifa í sínum náttúrulega heimkynnum þar til þau eru skotin en að ala dýr í búrum? Var réttlætingin sem ég greip oftast til. Enda fínustu rök. En það er ekki alltaf hægt að réttlæta vont með verra. Það verður allavega erfitt til lengdar. Öll eigum við okkur kjarnagildi. Þau eru yfirleitt byggð á upplýsingum sem við teljum vera réttar í bland við samkennd og réttsýni. Kjarnagildi geta haft rætur sem liggja djúpt í barnæsku okkar, samfélagi, hefðum og trú. Kjarnagildi eru falleg og samtímis stórhættuleg. Hugtakið „Backfire effect“ kom fram á sjónarsviðið árið 2010 og hefur síðan verið rannsakað í þaula, nýverið af taugasérfræðingum. Í stuttu máli er hægt að útskýra það á þennan hátt: Manneskja A hefur mjög sterka skoðun á ákveðnum málstað, köllum það „kjarnagildi" og byggir þau á rannsóknum (eða jafnvel sögum) sem hafa mögulega ekki verið uppfærð í einhvern tíma. Manneskja B hefur andstæð „kjarnagildi" og eru hennar gildi byggð á rökum sem styðjast við nýjustu upplýsingar. Í samtali milli þessara manneskja sýnir manneskja B sín sönnunargögn sem kollvarpa því sem manneskja A telur rétt. Manneskja A biður um kvittanir. Manneskja B framreiðir þær og á þeim stendur skýrum stöfum með áfestum ljósmyndum og undirskriftum að trú eða kjarnagildi manneskju A séu röng. Það óvænta er að það sem gerist hjá manneskju A er að hún upplifir sömu tilfinningu og ef hún væri að rökræða við hungraðan skógarbjörn. Heilinn undirbýr sig fyrir árás. Hann ræsir sömu stöðvar og þegar þú þarft að berjast fyrir lífi þínu. Það sem gerist samtímis er að það lokast að miklu leyti fyrir rökhugsun. Það eina sem þú vilt gera er að berjast eða flýja. Velji manneskja A að berjast mun hún mögulega afneita öllum þeim rökum og kvittunum sem hafa verið borin á borð fyrir hana. Hún skiptir ekki um skoðun heldur tvíeflist í sinni trú og stendur enn þéttar vörð um kjarnagildin sín. Backfire Effect. Ég man eftir slíkri hegðun hjá mér. Oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Ég man eftir réttlætingarkerfinu sem ég hannaði. Ég man eftir reiðinni í garð þeirra sem veifuðu kvittununum. Eflaust stend ég í þeim sporum enn þegar kemur að ákveðnum skoðunum en það er gott að hafa þetta í huga þegar maður fer að lesa kvittanirnar. Gæti vantrú mín á því sem verið er að segja verið Backfire effect?Og mikilvægast er að muna: Það má skipta um skoðun. Það má skipta um skoðun. Höfundur er leikari og myndlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Hvalfjarðarsveit Mest lesið Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Sjá meira
Ég átti margar ógleymanlegar stundir í Hvalfirði að skera hval. Kynntist góðum vinum, var með frábærann yfirmann og fékk ágætis laun og hafði meira að segja gaman að vinnunni. Svona að mestu leyti. Réttlætingarkerfið vann samt alltaf yfirvinnu. Maður þurfti á því að halda þegar maður sá þessa fallegu risa dregna á land. Þegar maður sá bleik fóstrin við fætur vísindamannanna. En þið borðið kjúkling er það ekki? Er ekki skárra að drepa dýr sem fá allavega að lifa í sínum náttúrulega heimkynnum þar til þau eru skotin en að ala dýr í búrum? Var réttlætingin sem ég greip oftast til. Enda fínustu rök. En það er ekki alltaf hægt að réttlæta vont með verra. Það verður allavega erfitt til lengdar. Öll eigum við okkur kjarnagildi. Þau eru yfirleitt byggð á upplýsingum sem við teljum vera réttar í bland við samkennd og réttsýni. Kjarnagildi geta haft rætur sem liggja djúpt í barnæsku okkar, samfélagi, hefðum og trú. Kjarnagildi eru falleg og samtímis stórhættuleg. Hugtakið „Backfire effect“ kom fram á sjónarsviðið árið 2010 og hefur síðan verið rannsakað í þaula, nýverið af taugasérfræðingum. Í stuttu máli er hægt að útskýra það á þennan hátt: Manneskja A hefur mjög sterka skoðun á ákveðnum málstað, köllum það „kjarnagildi" og byggir þau á rannsóknum (eða jafnvel sögum) sem hafa mögulega ekki verið uppfærð í einhvern tíma. Manneskja B hefur andstæð „kjarnagildi" og eru hennar gildi byggð á rökum sem styðjast við nýjustu upplýsingar. Í samtali milli þessara manneskja sýnir manneskja B sín sönnunargögn sem kollvarpa því sem manneskja A telur rétt. Manneskja A biður um kvittanir. Manneskja B framreiðir þær og á þeim stendur skýrum stöfum með áfestum ljósmyndum og undirskriftum að trú eða kjarnagildi manneskju A séu röng. Það óvænta er að það sem gerist hjá manneskju A er að hún upplifir sömu tilfinningu og ef hún væri að rökræða við hungraðan skógarbjörn. Heilinn undirbýr sig fyrir árás. Hann ræsir sömu stöðvar og þegar þú þarft að berjast fyrir lífi þínu. Það sem gerist samtímis er að það lokast að miklu leyti fyrir rökhugsun. Það eina sem þú vilt gera er að berjast eða flýja. Velji manneskja A að berjast mun hún mögulega afneita öllum þeim rökum og kvittunum sem hafa verið borin á borð fyrir hana. Hún skiptir ekki um skoðun heldur tvíeflist í sinni trú og stendur enn þéttar vörð um kjarnagildin sín. Backfire Effect. Ég man eftir slíkri hegðun hjá mér. Oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Ég man eftir réttlætingarkerfinu sem ég hannaði. Ég man eftir reiðinni í garð þeirra sem veifuðu kvittununum. Eflaust stend ég í þeim sporum enn þegar kemur að ákveðnum skoðunum en það er gott að hafa þetta í huga þegar maður fer að lesa kvittanirnar. Gæti vantrú mín á því sem verið er að segja verið Backfire effect?Og mikilvægast er að muna: Það má skipta um skoðun. Það má skipta um skoðun. Höfundur er leikari og myndlistarmaður.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun