Þetta var annar deildarleikurinn í röð þar sem Hákon Arnar var í byrjunarliði Lille en hann gekk til liðs við franska liðið í sumar frá FCK í Danmörku.
Þetta var hins vegar ekki dagur Lille í dag. Liðið fékk á sig tvö mörk með mínútu millibili í upphafi leiks og var þá strax komið í brekku.
Þjálfari Lille ákvað að gera tvöfalda breytingu fimm mínútum fyrir hálfleik og var Hákon Arnar tekinn af velli. Ekki kemur fram hvort um meiðsli hafi verið að ræða.
Lille tókst að minnka muninn í upphafi síðari hálfleiks en Lorient bætti tveimur mörkum við strax í kjölfarið og vann að lokum 4-1 sigur.
Þetta var fyrsta tap Lille í deildinni á tímabilinu en liðið er með fjögur stig í 10. sæti Ligue 1.