Sagðir hafa frelsissvipt mann og þrýst klaufhamri í endaþarm hans Árni Sæberg skrifar 29. ágúst 2023 23:41 Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Tveir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir grófa frelsissviptingu og rán í mars í fyrra. Annar þeirra er einnig ákærður fyrir nauðgun með því að hafa þrýst klaufhamri í endaþarmsop fórnarlambsins. Mennirnir tveir eru sakaðir um að hafa svipt mann frelsi í um fimm klukkustundir að heimili hans og beitt hann ofbeldi og hótunum í því skyni að ná frá honum verðmætum. Annar þeirra hafi slegið hann í höfuðið og í kjölfarið hafi þeir í sameiningu bundið hann á höndum og fótum í rúmi hans. Hinn hafi þá lagt hníf að hálsi og enni mannsins og hótað honum lífláti, jafnframt sem hann hafi otað sporjárni að honum og hótað að reka það inn í endaþarm hans og neytt hann þannig til að gefa upp lykilorð að farsíma sínum og heimabanka. Hótuðu öllu illu Á meðan hafi félaginn farið ránshendi um heimili fórnarlambsins og safnað saman sjónvarpstæki, leikjatölvu, trommusetti, fartölvu, hátalara, húslyklum og farsíma. Þá hafi þeir borið munina í sameiningu út í bíl fórnarlambsins, ekið honum á brott og skilið fórnarlamb sitt eftir bundið og með límt fyrir munn með flutningalímbandi. Við atlöguna hlaut maðurinn um fjögurra sentimetra stórt stjörnulaga sár á hnakka og rispu á enni og í hársverði. Handtekinn í miðjum rúnti Annar mannanna var handtekinn síðar sama dag þegar lögregla stöðvaði för hans á Snorrabraut þegar hann rúntaði um á bíl fórnarlambsins. Í bílnum fannst ofangreindur ránsfengur. Hinn maðurinn var sömuleiðis handtekinn samdægurs. Sá var með farsíma fórnarlambsins í fórum sínum og þá hafði verið búinn að ráðstafa rétt tæplega sjö hundruð þúsund krónum af bankareikningi fórnarlambsins með símanum. Beitti klaufhamri á endaþarm og typpi Maðurinn sem er sakaður um að hafa slegið fórnarlambið í höfuðið með flösku sætir ákæru fyrir stórfellda líkamsárás auk ákæru fyrir frelsissvipringu og rán, sem hinn sætir einnig. Sá sætir auk þess ákæru fyrir nauðgun og kynferðisbrot, með því að hafa í ofangreint sinn, þar sem maðurinn lá bundinn í rúmi sínu á höndum og fótum, haft við hann önnur kynferðismök en samræði gegn vilja hans, með því að draga buxur og nærbuxur hans niður og þrýsta klaufhamri í endaþarmsop hans og þannig skakað hamrinum fram og til baka og slegið hann tvívegis með hamrinum í getnaðarlim hans og á sama tíma tekið athæfið upp á farsíma hans og hótað honum að setja myndskeiðið í dreifingu á netinu ef hann leitaði til lögreglu. Dómsmál Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Mennirnir tveir eru sakaðir um að hafa svipt mann frelsi í um fimm klukkustundir að heimili hans og beitt hann ofbeldi og hótunum í því skyni að ná frá honum verðmætum. Annar þeirra hafi slegið hann í höfuðið og í kjölfarið hafi þeir í sameiningu bundið hann á höndum og fótum í rúmi hans. Hinn hafi þá lagt hníf að hálsi og enni mannsins og hótað honum lífláti, jafnframt sem hann hafi otað sporjárni að honum og hótað að reka það inn í endaþarm hans og neytt hann þannig til að gefa upp lykilorð að farsíma sínum og heimabanka. Hótuðu öllu illu Á meðan hafi félaginn farið ránshendi um heimili fórnarlambsins og safnað saman sjónvarpstæki, leikjatölvu, trommusetti, fartölvu, hátalara, húslyklum og farsíma. Þá hafi þeir borið munina í sameiningu út í bíl fórnarlambsins, ekið honum á brott og skilið fórnarlamb sitt eftir bundið og með límt fyrir munn með flutningalímbandi. Við atlöguna hlaut maðurinn um fjögurra sentimetra stórt stjörnulaga sár á hnakka og rispu á enni og í hársverði. Handtekinn í miðjum rúnti Annar mannanna var handtekinn síðar sama dag þegar lögregla stöðvaði för hans á Snorrabraut þegar hann rúntaði um á bíl fórnarlambsins. Í bílnum fannst ofangreindur ránsfengur. Hinn maðurinn var sömuleiðis handtekinn samdægurs. Sá var með farsíma fórnarlambsins í fórum sínum og þá hafði verið búinn að ráðstafa rétt tæplega sjö hundruð þúsund krónum af bankareikningi fórnarlambsins með símanum. Beitti klaufhamri á endaþarm og typpi Maðurinn sem er sakaður um að hafa slegið fórnarlambið í höfuðið með flösku sætir ákæru fyrir stórfellda líkamsárás auk ákæru fyrir frelsissvipringu og rán, sem hinn sætir einnig. Sá sætir auk þess ákæru fyrir nauðgun og kynferðisbrot, með því að hafa í ofangreint sinn, þar sem maðurinn lá bundinn í rúmi sínu á höndum og fótum, haft við hann önnur kynferðismök en samræði gegn vilja hans, með því að draga buxur og nærbuxur hans niður og þrýsta klaufhamri í endaþarmsop hans og þannig skakað hamrinum fram og til baka og slegið hann tvívegis með hamrinum í getnaðarlim hans og á sama tíma tekið athæfið upp á farsíma hans og hótað honum að setja myndskeiðið í dreifingu á netinu ef hann leitaði til lögreglu.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira