Óskar fyrir stórleik dagsins: „Forréttindi að það sé pressa á þér í vinnunni“ Aron Guðmundsson skrifar 31. ágúst 2023 10:31 Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks Vísir/Hulda Margrét Stærsti leikur í sögu karlaliðs Breiðabliks í fótbolta, að margra mati, fer fram á Kópavogsvelli síðar í dag þegar að liðið tekur á móti FC Struga í seinni leik liðanna í umspili um laust sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Breiðablik vann fyrri leikinn úti í Norður-Makedóníu með einu marki gegn engu og getur, með annað hvort jafntefli eða sigri í dag tryggt sér sæti í riðlakeppni í Evrópu fyrst allra karlaliða á Íslandi. „Við þurfum að gleðjast yfir því að vera í þeirri stöðu að geta spilað svona leik sem skiptir svo miklu máli. Það eru forréttindi að það sé pressa á þér í vinnunni.“ „Þetta er bara blanda af mikilli eftirvæntingu og auðvitað finnur maður fyrir stærð leiksins. Það er alveg ljóst,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, um tilfinningarnar sem bærast um innra með honum fyrir leiknum. „Maður finnur fyrir stressi, það er smá ótti en mest eftirvænting.“ En hvernig nálgast Óskar leikmenn sína í aðdraganda þessa stórleiks? „Maður reynir að hafa þetta eins venjulegt og þetta getur orðið, þetta er auðvitað bara fótboltaleikur sem við þurfum að vinna en í grunninn þurfum við að umvefja þá staðreynd að við erum komnir á þennan stað, í þessa stöðu og menn eru búnir að vinna fyrir því. Við þurfum að gleðjast yfir því að vera í þeirri stöðu að geta spilað svona leik sem skiptir svo miklu máli. Það eru forréttindi að það sé pressa á þér í vinnunni, það eru ekki allir sem fá að upplifa það og við þurfum að vera þakklátir fyrir það. Passa upp á að orkan sem við komum með inn í þennan leik sé jákvæð, að allar neikvæðu tilfinningarnar á borð við stress, ótti og allt þetta þar sem að hlutir sem þú óttast mest í heiminum að tapa eða falla á sverð. Að það dragi þig ekki niður heldur, af því að við erum meðvitaðir um það og þorum að tala um það, geti óttinn verið öflugur drifkraftur.“ Segir Óskar sem telur að innst inni séu menn að hugsa hvað gerist ef þeir klikki. „Að falla á þessari síðustu hindrun, sem er bara eðlilegasti hlutur í heimi. Við höfum áhyggjur af öllu, alltaf, alls staðar en þegar að hópurinn er saman, hópurinn er meðvitaður um það og allir í sömu stöðu, þá er auðveldara að takast á við það og nýta það sem jákvæða orku, öflugan drifkraft.“ Viðtalið við Óskar í heild sinni fyrir stórleik dagsins gegn Struga FC má sjá hér fyrir neðan: Klippa: Óskar fyrir stórleikinn: Forréttindi að það sé pressa á þér í vinnunni Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Sjá meira
Breiðablik vann fyrri leikinn úti í Norður-Makedóníu með einu marki gegn engu og getur, með annað hvort jafntefli eða sigri í dag tryggt sér sæti í riðlakeppni í Evrópu fyrst allra karlaliða á Íslandi. „Við þurfum að gleðjast yfir því að vera í þeirri stöðu að geta spilað svona leik sem skiptir svo miklu máli. Það eru forréttindi að það sé pressa á þér í vinnunni.“ „Þetta er bara blanda af mikilli eftirvæntingu og auðvitað finnur maður fyrir stærð leiksins. Það er alveg ljóst,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, um tilfinningarnar sem bærast um innra með honum fyrir leiknum. „Maður finnur fyrir stressi, það er smá ótti en mest eftirvænting.“ En hvernig nálgast Óskar leikmenn sína í aðdraganda þessa stórleiks? „Maður reynir að hafa þetta eins venjulegt og þetta getur orðið, þetta er auðvitað bara fótboltaleikur sem við þurfum að vinna en í grunninn þurfum við að umvefja þá staðreynd að við erum komnir á þennan stað, í þessa stöðu og menn eru búnir að vinna fyrir því. Við þurfum að gleðjast yfir því að vera í þeirri stöðu að geta spilað svona leik sem skiptir svo miklu máli. Það eru forréttindi að það sé pressa á þér í vinnunni, það eru ekki allir sem fá að upplifa það og við þurfum að vera þakklátir fyrir það. Passa upp á að orkan sem við komum með inn í þennan leik sé jákvæð, að allar neikvæðu tilfinningarnar á borð við stress, ótti og allt þetta þar sem að hlutir sem þú óttast mest í heiminum að tapa eða falla á sverð. Að það dragi þig ekki niður heldur, af því að við erum meðvitaðir um það og þorum að tala um það, geti óttinn verið öflugur drifkraftur.“ Segir Óskar sem telur að innst inni séu menn að hugsa hvað gerist ef þeir klikki. „Að falla á þessari síðustu hindrun, sem er bara eðlilegasti hlutur í heimi. Við höfum áhyggjur af öllu, alltaf, alls staðar en þegar að hópurinn er saman, hópurinn er meðvitaður um það og allir í sömu stöðu, þá er auðveldara að takast á við það og nýta það sem jákvæða orku, öflugan drifkraft.“ Viðtalið við Óskar í heild sinni fyrir stórleik dagsins gegn Struga FC má sjá hér fyrir neðan: Klippa: Óskar fyrir stórleikinn: Forréttindi að það sé pressa á þér í vinnunni
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Sjá meira