Ljóðrænn Óskar Hrafn eftir afrek Breiðabliks: „Þessi árangur er óður til hugrekkisins“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. ágúst 2023 19:20 Óskar Hrafn. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari ríkjandi Íslandsmeistara Breiðabliks, fór yfir víðan völl þegar hann ræddi við Stöð 2 Sport eftir að lið hans tryggði sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeild Evrópu í knattspyrnu. Með sigrinum skráði Breiðablik sig á spjöld sögunnar en ekkert íslenskt karlalið hefur áður komist á þetta stig Evrópukeppni. „Hún er bara mjög öflug, ég verð að segja það. Erfitt að færa það í orð hvernig manni líður núna. Ég sagði að þegar við urðum Íslandsmeistarar í fyrra að það væri öflug tilfinning, öflugri en ég hefði kynnst áður í íþróttum. Þetta er samt enn öflugra, kannski af því við gerðum þetta í sófanum undir stúkunni í fyrra en núna vorum við á vellinum með fólkinu okkar, var aðeins raunverulegra,“ sagði Óskar Hrafn í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leik. „Tilfinningin að gera eitthvað sem enginn annar hefur gert í íslenskum fótbolta er gríðarlega öflug. Stoltið sem býr í brjósti manns, að fá að þjálfa þetta lið og þessa leikmenn. Allt fólkið í kringum liðið, að við séum að upplifa þetta – að fara inn í sex leiki sem taka enda í fyrsta lagi 14. desember. Bara að hafa stigið þetta skref, töluðum um það fyrir leikinn að við værum fyrir utan þröskuldinn og það væri undir okkur komið hvort við myndum stíga inn fyrir dyrnar. Við gerðum það svo sannarlega.“ Mikið af leikmönnum Breiðabliks hafa verið með liðinu síðan Óskar Hrafn tók við árið 2020. Hann var spurður út í vegferðina. „Spiluðum við Norrköping í byrjun febrúar 2020, fyrir Covid-19. Töpuðum 4-2, gerðum fjögur klaufamistök. Fylgdum því svo eftir í Þrándheimi þar sem var pínulítið gert grín að okkur fyrir að reyna spila fótbolta, vorum 4-0 undir í hálfleik og allt í skrúfunni. Leit ekkert sérstaklega vel út en einhvern veginn töldum við að þetta væri fyrsta skrefið á einhverri ferð, þessi ferð er allavega komin hingað.“ Óskar Hrafn í leik kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét „Margir af þessum leikmönnum búnir að leggja gríðarlega mikið á sig og líka bara að vera klárir í að umvefja og þora að stíga út fyrir þægindarammann, þora að gera mistök, þora að líta illa út. Kannski má segja, ef ég má vera ljóðrænn, að þessi árangur er óður til hugrekkisins. Óður til þess að þegar þú gerir mistök þá skipta þau þannig séð engu máli. Það skiptir máli hvernig þú stígur upp eftir þau og að þú þorir að fara út fyrir þægindarammann. Ef þú stígur ekki út fyrir hann eru engar líkur á að þú takir neinum framförum,“ sagði Óskar Hrafn að endingu. Fótbolti Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
„Hún er bara mjög öflug, ég verð að segja það. Erfitt að færa það í orð hvernig manni líður núna. Ég sagði að þegar við urðum Íslandsmeistarar í fyrra að það væri öflug tilfinning, öflugri en ég hefði kynnst áður í íþróttum. Þetta er samt enn öflugra, kannski af því við gerðum þetta í sófanum undir stúkunni í fyrra en núna vorum við á vellinum með fólkinu okkar, var aðeins raunverulegra,“ sagði Óskar Hrafn í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leik. „Tilfinningin að gera eitthvað sem enginn annar hefur gert í íslenskum fótbolta er gríðarlega öflug. Stoltið sem býr í brjósti manns, að fá að þjálfa þetta lið og þessa leikmenn. Allt fólkið í kringum liðið, að við séum að upplifa þetta – að fara inn í sex leiki sem taka enda í fyrsta lagi 14. desember. Bara að hafa stigið þetta skref, töluðum um það fyrir leikinn að við værum fyrir utan þröskuldinn og það væri undir okkur komið hvort við myndum stíga inn fyrir dyrnar. Við gerðum það svo sannarlega.“ Mikið af leikmönnum Breiðabliks hafa verið með liðinu síðan Óskar Hrafn tók við árið 2020. Hann var spurður út í vegferðina. „Spiluðum við Norrköping í byrjun febrúar 2020, fyrir Covid-19. Töpuðum 4-2, gerðum fjögur klaufamistök. Fylgdum því svo eftir í Þrándheimi þar sem var pínulítið gert grín að okkur fyrir að reyna spila fótbolta, vorum 4-0 undir í hálfleik og allt í skrúfunni. Leit ekkert sérstaklega vel út en einhvern veginn töldum við að þetta væri fyrsta skrefið á einhverri ferð, þessi ferð er allavega komin hingað.“ Óskar Hrafn í leik kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét „Margir af þessum leikmönnum búnir að leggja gríðarlega mikið á sig og líka bara að vera klárir í að umvefja og þora að stíga út fyrir þægindarammann, þora að gera mistök, þora að líta illa út. Kannski má segja, ef ég má vera ljóðrænn, að þessi árangur er óður til hugrekkisins. Óður til þess að þegar þú gerir mistök þá skipta þau þannig séð engu máli. Það skiptir máli hvernig þú stígur upp eftir þau og að þú þorir að fara út fyrir þægindarammann. Ef þú stígur ekki út fyrir hann eru engar líkur á að þú takir neinum framförum,“ sagði Óskar Hrafn að endingu.
Fótbolti Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira