Vill svör frá Lilju: „Auðkýfingur með sértæka drápsýki“ fái að leggja skapandi iðnað í rúst Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 31. ágúst 2023 21:04 Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Katrín Oddsdóttir, lögmaður True North tókust á í Pallborði Vísis. Vísir Katrín Oddsdóttir, lögmaður framleiðslufyrirtækisins True North, segist vongóð um að Alþingi muni geta komið sér saman um breytingar á lögum um hvalveiðar. Hún segist spyrja sig hvort „auðkýfingur með sértæka drápsýki“ eigi að fá að leggja skapandi iðnað á Íslandi í rúst. Katrín var gestur í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi fyrr í kvöld ásamt Vilhjálmi Birgissyni, verkalýðsforingja og Andrési Jónssyni, almannatengli. Horfa má á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan. Katrín segist vilja heyra álit Lilju Alfreðsdóttur, viðskipta-og menningarmálaráðherra á því sem muni gerast fyrir kvikmyndaiðnaðinn hér á landi. „Ef einhver myndi leggja fram frumvarp um afnám ofboðslegra úreltra laga, sem eru lög um hvalveiðar, sem eru það úrelt að það er talað um að ef þú brýtur þau, þá skulirðu sektaður í silfurkrónum, þá held ég að það gæti nú verið ótrúlegt hvað gæti komið upp úr kössunum.“ Skaut Andrés því inn í gríni að hann væri viss um að Kristján Loftsson, eigandi Hvals ehf, eigi silfurkrónur. „Kristján Loftsson á nefnilega mikið af krónum og svo við ræðum það, ástæða þess að hann getur borgað verkafólki þessi himinháu laun, er einmitt sú að hann er auðkýfingur, en hann er auðkýfingur með mjög sértæka drápsýki og á hann í alvöru að fá að leggja þann mest ört vaxandi skapandi iðnað sem við eigum í landinu í rúst með því að fá áfram að drepa þessi dýr? Ég segi nei.“ Búnaðurinn klár í maí Svaraði Vilhjálmur því þá að sér þætti það ekki málefnanlegt hjá Katrínu að tala um drápsýki Kristjáns. Íslendingar væru fiskveiðiþjóð en svaraði Katrín þá að hvalir væru spendýr en ekki fiskar „Katrín, það myndi ekki skipta þig neinu máli þó að þetta fyrirtæki væri að skila hundrað milljörðum í hagnað. Það myndi ekki skipta þig neinu máli, þú ert bara á móti þessu og öll rök sem lúta að efnahagslegum þáttum skipta þig ekki neinu máli.“ Vilhjálmur sagði að hann væri að gæta hagsmuni þeirra sem standi höllustum fæti á Íslandi. Ófaglært fólk hafi möguleika á að sækja sér miklar tekjur með hvalveiðum. „Grundvallaratriðið er að í 75. grein stjórnarskrárinnar er skýrt kveðið á um atvinnufrelsi,“ sagði Vilhjálmur. Hann segir búnað sem Svandís hafi borið fyrir sig í dag hafa verið tilbúin í maí. Hvalveiðar að verða pólitískara mál Andrés Jónsson, almannatengill, segir hvalveiðar sögulega séð ekki hafa verið pólitískt mál. Ástæða sé fyrir því að það hafi ekki verið tekið upp á Alþingi. Málið snúist um tvo andstæða póla en meirihlutinn sé á milli, sammála Katrínu en líka Vilhjálmi. Á sama tíma sýni kannanir að þjóðin sé aðeins að færast, yngri kynslóðir séu meðvitaðri um dýravernd og neyslu. Málið sé að verða pólitískara. „Þó það sé rétt hjá Vilhjálmi að hræðsluáróðurinn að hvalveiðar muni skemma fyrir okkur hafi ekki ræst, þá er það líka rétt hjá Katrínu, að það virkar ekki þannig þegar orðspor skemmist, það tærist nefnilega. Þegar málsmetandi fólk gagnrýnir okkur, þá gerist þetta hægt og bítandi og þetta kemur ekki strax til baka.“ Andrés kveðst ekki telja að ríkisstjórnin hafi verið í hættu vegna málsins. Andstæðingar Svandísar hafi þegið málið fegins hendi til að marka sér sérstöðu eftir sex ára samstarf með fólki sem hafi mjög ólíkar skoðanir. Hvalveiðar Pallborðið Kvikmyndagerð á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Katrín var gestur í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi fyrr í kvöld ásamt Vilhjálmi Birgissyni, verkalýðsforingja og Andrési Jónssyni, almannatengli. Horfa má á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan. Katrín segist vilja heyra álit Lilju Alfreðsdóttur, viðskipta-og menningarmálaráðherra á því sem muni gerast fyrir kvikmyndaiðnaðinn hér á landi. „Ef einhver myndi leggja fram frumvarp um afnám ofboðslegra úreltra laga, sem eru lög um hvalveiðar, sem eru það úrelt að það er talað um að ef þú brýtur þau, þá skulirðu sektaður í silfurkrónum, þá held ég að það gæti nú verið ótrúlegt hvað gæti komið upp úr kössunum.“ Skaut Andrés því inn í gríni að hann væri viss um að Kristján Loftsson, eigandi Hvals ehf, eigi silfurkrónur. „Kristján Loftsson á nefnilega mikið af krónum og svo við ræðum það, ástæða þess að hann getur borgað verkafólki þessi himinháu laun, er einmitt sú að hann er auðkýfingur, en hann er auðkýfingur með mjög sértæka drápsýki og á hann í alvöru að fá að leggja þann mest ört vaxandi skapandi iðnað sem við eigum í landinu í rúst með því að fá áfram að drepa þessi dýr? Ég segi nei.“ Búnaðurinn klár í maí Svaraði Vilhjálmur því þá að sér þætti það ekki málefnanlegt hjá Katrínu að tala um drápsýki Kristjáns. Íslendingar væru fiskveiðiþjóð en svaraði Katrín þá að hvalir væru spendýr en ekki fiskar „Katrín, það myndi ekki skipta þig neinu máli þó að þetta fyrirtæki væri að skila hundrað milljörðum í hagnað. Það myndi ekki skipta þig neinu máli, þú ert bara á móti þessu og öll rök sem lúta að efnahagslegum þáttum skipta þig ekki neinu máli.“ Vilhjálmur sagði að hann væri að gæta hagsmuni þeirra sem standi höllustum fæti á Íslandi. Ófaglært fólk hafi möguleika á að sækja sér miklar tekjur með hvalveiðum. „Grundvallaratriðið er að í 75. grein stjórnarskrárinnar er skýrt kveðið á um atvinnufrelsi,“ sagði Vilhjálmur. Hann segir búnað sem Svandís hafi borið fyrir sig í dag hafa verið tilbúin í maí. Hvalveiðar að verða pólitískara mál Andrés Jónsson, almannatengill, segir hvalveiðar sögulega séð ekki hafa verið pólitískt mál. Ástæða sé fyrir því að það hafi ekki verið tekið upp á Alþingi. Málið snúist um tvo andstæða póla en meirihlutinn sé á milli, sammála Katrínu en líka Vilhjálmi. Á sama tíma sýni kannanir að þjóðin sé aðeins að færast, yngri kynslóðir séu meðvitaðri um dýravernd og neyslu. Málið sé að verða pólitískara. „Þó það sé rétt hjá Vilhjálmi að hræðsluáróðurinn að hvalveiðar muni skemma fyrir okkur hafi ekki ræst, þá er það líka rétt hjá Katrínu, að það virkar ekki þannig þegar orðspor skemmist, það tærist nefnilega. Þegar málsmetandi fólk gagnrýnir okkur, þá gerist þetta hægt og bítandi og þetta kemur ekki strax til baka.“ Andrés kveðst ekki telja að ríkisstjórnin hafi verið í hættu vegna málsins. Andstæðingar Svandísar hafi þegið málið fegins hendi til að marka sér sérstöðu eftir sex ára samstarf með fólki sem hafi mjög ólíkar skoðanir.
Hvalveiðar Pallborðið Kvikmyndagerð á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira