Öryggi og vellíðan í upphafi skólaárs Ágúst Mogensen skrifar 5. september 2023 11:31 Nú að loknum sumarleyfum eru skólarnir byrjaðir og umferðin tekin að þyngjast. Velferð og vellíðan yngstu vegfarendanna sem nú eru að hefja skólagöngu er forgangsmál. Tryggjum að börnin komist örugg í skólann en setjum líka í forgang að auka vellíðan þeirra á skólatíma og fræðum um skaðsemi eineltis. Með endurskinsmerki séstu margfalt betur Í byrjun október tekur daginn að stytta þannig að myrkur er á morgnana þegar börn eru á leið í skólann og helst þannig fram í miðjan mars. Endurskinsmerki auka sýnileika margfalt og hafa rannsóknir sýnt að ökumenn sjái manneskju með endurskinsmerki 5 sinnum fyrr samanborið við þá sem ekki nota endurskinsmerki. Víða er hægt að nálgast ókeypis endurskinsmerki og við skulum miða við að vera búin að útvega okkur þau fyrir 1. október. Örugga leiðin í skólann Það er góð regla að finna og æfa bestu leiðina að heiman og í skóla með börnunum. Hvaða leið er öruggust? Hvar eru gangbrautir og undirgöng? Forðist leið meðfram eða yfir götur þar sem umferð er þung, hraði mikill og götulýsing er léleg. Rafmagnsbílar eru hljóðlátari en aðrir bílar og því þarf að horfa og hlusta eftir umferð. Ef verið er að fara í skóla á rafmagnshlaupahjóli eða hjóli þurfa foreldrar að fylgjast vel með veðri þar sem fljótlega getur orðið hált. Að sjálfsögðu þarf ljósabúnaður að vera í lagi og hjálmur notaður. 30 km hverfin og vistgötur Ökumenn verða að hafa sérstakar gætur á börnum í umferðinni. Yngstu börnin geta átt erfitt með að meta fjarlægð, hraða og stærð bíla og úr hvaða átt hljóð berst. Þau fá oft skyndihugdettu og rjúka til, jafnvel út á götu. Þrjátíu kílómetra hámarkshraði í íbúðagötum og vistgötum er öryggisatriði fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, þ.m.t. börn á leið í skóla. Lægri hraði eykur líkur á að ökumaður geti stýrt frá hættu eða hemlað, sem dregur úr meiðslum ef árekstur verður. Rannsóknir hafa sýnt að gangandi vegfarendur eiga ágætis möguleika að sleppa við alvarleg meiðsli ef hraði í árekstri er undir 30 km/klst. Sé hraðinn hærri aukast líkindi á alvarlegu slysi. Börnum á að líða vel í skólanum Mikilvægt er að gætt sé að jafnréttissjónarmiðum og að nemendum stafi ekki ógn af ofbeldi, áreitni eða einelti. Rannsóknir og nýlegar umfjallanir sýna að einelti er viðvarandi vandamál í skólum hér á landi og eru dæmi um skóla þar sem 15-20% barna hafa orðið fyrir einelti. Af því leiðir að of mörgum börnum líður illa í skóla vegna þess að þeim er strítt reglulega, athugasemdir gerðar vegna útlits þeirra, klæðaburðar, þau beitt andlegu eða líkamlegu ofbeldi. Til þess að ná markmiðum um vellíðan í skóla geta foreldrar haft mikil áhrif til að breyta með umræðu og fræðslu fyrir börnin sín. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Mogensen Slysavarnir Skóla - og menntamál Umferðaröryggi Grunnskólar Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Nú að loknum sumarleyfum eru skólarnir byrjaðir og umferðin tekin að þyngjast. Velferð og vellíðan yngstu vegfarendanna sem nú eru að hefja skólagöngu er forgangsmál. Tryggjum að börnin komist örugg í skólann en setjum líka í forgang að auka vellíðan þeirra á skólatíma og fræðum um skaðsemi eineltis. Með endurskinsmerki séstu margfalt betur Í byrjun október tekur daginn að stytta þannig að myrkur er á morgnana þegar börn eru á leið í skólann og helst þannig fram í miðjan mars. Endurskinsmerki auka sýnileika margfalt og hafa rannsóknir sýnt að ökumenn sjái manneskju með endurskinsmerki 5 sinnum fyrr samanborið við þá sem ekki nota endurskinsmerki. Víða er hægt að nálgast ókeypis endurskinsmerki og við skulum miða við að vera búin að útvega okkur þau fyrir 1. október. Örugga leiðin í skólann Það er góð regla að finna og æfa bestu leiðina að heiman og í skóla með börnunum. Hvaða leið er öruggust? Hvar eru gangbrautir og undirgöng? Forðist leið meðfram eða yfir götur þar sem umferð er þung, hraði mikill og götulýsing er léleg. Rafmagnsbílar eru hljóðlátari en aðrir bílar og því þarf að horfa og hlusta eftir umferð. Ef verið er að fara í skóla á rafmagnshlaupahjóli eða hjóli þurfa foreldrar að fylgjast vel með veðri þar sem fljótlega getur orðið hált. Að sjálfsögðu þarf ljósabúnaður að vera í lagi og hjálmur notaður. 30 km hverfin og vistgötur Ökumenn verða að hafa sérstakar gætur á börnum í umferðinni. Yngstu börnin geta átt erfitt með að meta fjarlægð, hraða og stærð bíla og úr hvaða átt hljóð berst. Þau fá oft skyndihugdettu og rjúka til, jafnvel út á götu. Þrjátíu kílómetra hámarkshraði í íbúðagötum og vistgötum er öryggisatriði fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, þ.m.t. börn á leið í skóla. Lægri hraði eykur líkur á að ökumaður geti stýrt frá hættu eða hemlað, sem dregur úr meiðslum ef árekstur verður. Rannsóknir hafa sýnt að gangandi vegfarendur eiga ágætis möguleika að sleppa við alvarleg meiðsli ef hraði í árekstri er undir 30 km/klst. Sé hraðinn hærri aukast líkindi á alvarlegu slysi. Börnum á að líða vel í skólanum Mikilvægt er að gætt sé að jafnréttissjónarmiðum og að nemendum stafi ekki ógn af ofbeldi, áreitni eða einelti. Rannsóknir og nýlegar umfjallanir sýna að einelti er viðvarandi vandamál í skólum hér á landi og eru dæmi um skóla þar sem 15-20% barna hafa orðið fyrir einelti. Af því leiðir að of mörgum börnum líður illa í skóla vegna þess að þeim er strítt reglulega, athugasemdir gerðar vegna útlits þeirra, klæðaburðar, þau beitt andlegu eða líkamlegu ofbeldi. Til þess að ná markmiðum um vellíðan í skóla geta foreldrar haft mikil áhrif til að breyta með umræðu og fræðslu fyrir börnin sín. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun