Dagforeldrum heldur áfram að fækka þrátt fyrir átak borgarinnar Helena Rós Sturludóttir skrifar 6. september 2023 15:24 Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, segir átakið tilraunarinnar virði. Aðeins einn hefur sótt um rekstrarleyfi sem dagforeldri í Reykjavík þrátt fyrir átak borgarinnar og heldur dagforeldrum áfram að fækka. Oddviti Framsóknar segir átakið tilraunarinnar virði. Borgarráð samþykkti um miðjan júní síðastliðinn nýjar tillögur að úrræðum vegna dagforeldramála í von um að fjölga þeim. Meðal þess sem var samþykkt var einnar milljón króna stofnstyrkur fyrir nýja dagforeldra í Reykjvík og árlegur aðstöðustyrkur fyrir starfandi dagforeldra. Reyna höfða til fleiri Í tillögunum kom jafnframt fram að gert væri ráð fyrir fjörutíu nýjum dagforeldrum með 200 börn í vistun. Frá því að ráðist var í átakið hefur aðeins ein umsókn borist til Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála sem veitir rekstrarleyfi til dagforeldra samkvæmt svörum borgarinnar við fyrirspurn fréttastofu. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar í borginni segir átakinu ekki lokið. Aðspurður hvað honum finnst um árangur átaksins segir Einar nauðsynlegt að skoða málið í samhengi við að dagforeldrum á höfuðborgarsvæðinu hafi farið fækkandi. „Við vildum setja af stað átak til þess að reyna höfða til fleiri um að fara inn í þessa stétt og það gerðum við með tilboði um bætt starfskjör og líka auglýsingu eftir húsnæði fyrir dagforeldra og þetta er svona tilraunaverkefni sem er ekki lokið,“ segir hann. Tilraunarinnar virði Borgin vonist til að geta lagt fram húsnæði í samstarfi við einkaaðila fyrir dagforeldra til að leigja nú á haustmánuðum. „En það hafa ekki enn komið tillögur um slíkt húsnæði þannig það er kannski skiljanlegt að margir hafi ekki sótt um en mér finnst bara aðalatriðið að sína borgarbúum það að við séum að reyna allt sem við getum til að fjölga úrræðum og tilraunir eru bara tilraunarinnar virði og svo sjáum við bara hvernig það þróast,“ segir Einar jafnframt. Í skriflegu svari borgarinnar kemur fram að nokkur húsnæði séu til skoðunar. Þá sé jafnframt til skoðunar að setja niður færanleg hús þar sem tveir dagforeldrar gætu deilt aðstöðu. Leikskólar Börn og uppeldi Reykjavík Framsóknarflokkurinn Skóla - og menntamál Borgarstjórn Tengdar fréttir „Staðan er að sjálfsögðu ekki jafn góð og við hefðum viljað vona“ Barnafjölskyldur í borginni eru farnar að finna fyrir uppsafnaðri viðhaldsþörf leikskólahúsnæðis í borginni en ekki er hægt að nýta hátt í fjögur hundruð pláss vegna framkvæmda. Oddviti framsóknar í borginni segir stöðuna ekki jafn góða og vonir stóðu til. 6. september 2023 10:39 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Borgarráð samþykkti um miðjan júní síðastliðinn nýjar tillögur að úrræðum vegna dagforeldramála í von um að fjölga þeim. Meðal þess sem var samþykkt var einnar milljón króna stofnstyrkur fyrir nýja dagforeldra í Reykjvík og árlegur aðstöðustyrkur fyrir starfandi dagforeldra. Reyna höfða til fleiri Í tillögunum kom jafnframt fram að gert væri ráð fyrir fjörutíu nýjum dagforeldrum með 200 börn í vistun. Frá því að ráðist var í átakið hefur aðeins ein umsókn borist til Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála sem veitir rekstrarleyfi til dagforeldra samkvæmt svörum borgarinnar við fyrirspurn fréttastofu. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar í borginni segir átakinu ekki lokið. Aðspurður hvað honum finnst um árangur átaksins segir Einar nauðsynlegt að skoða málið í samhengi við að dagforeldrum á höfuðborgarsvæðinu hafi farið fækkandi. „Við vildum setja af stað átak til þess að reyna höfða til fleiri um að fara inn í þessa stétt og það gerðum við með tilboði um bætt starfskjör og líka auglýsingu eftir húsnæði fyrir dagforeldra og þetta er svona tilraunaverkefni sem er ekki lokið,“ segir hann. Tilraunarinnar virði Borgin vonist til að geta lagt fram húsnæði í samstarfi við einkaaðila fyrir dagforeldra til að leigja nú á haustmánuðum. „En það hafa ekki enn komið tillögur um slíkt húsnæði þannig það er kannski skiljanlegt að margir hafi ekki sótt um en mér finnst bara aðalatriðið að sína borgarbúum það að við séum að reyna allt sem við getum til að fjölga úrræðum og tilraunir eru bara tilraunarinnar virði og svo sjáum við bara hvernig það þróast,“ segir Einar jafnframt. Í skriflegu svari borgarinnar kemur fram að nokkur húsnæði séu til skoðunar. Þá sé jafnframt til skoðunar að setja niður færanleg hús þar sem tveir dagforeldrar gætu deilt aðstöðu.
Leikskólar Börn og uppeldi Reykjavík Framsóknarflokkurinn Skóla - og menntamál Borgarstjórn Tengdar fréttir „Staðan er að sjálfsögðu ekki jafn góð og við hefðum viljað vona“ Barnafjölskyldur í borginni eru farnar að finna fyrir uppsafnaðri viðhaldsþörf leikskólahúsnæðis í borginni en ekki er hægt að nýta hátt í fjögur hundruð pláss vegna framkvæmda. Oddviti framsóknar í borginni segir stöðuna ekki jafn góða og vonir stóðu til. 6. september 2023 10:39 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
„Staðan er að sjálfsögðu ekki jafn góð og við hefðum viljað vona“ Barnafjölskyldur í borginni eru farnar að finna fyrir uppsafnaðri viðhaldsþörf leikskólahúsnæðis í borginni en ekki er hægt að nýta hátt í fjögur hundruð pláss vegna framkvæmda. Oddviti framsóknar í borginni segir stöðuna ekki jafn góða og vonir stóðu til. 6. september 2023 10:39