Fundu vel varðveitt rómversk sverð í helli Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2023 11:21 Sverðin þykja merkilega vel varðveitt eftir um 1.900 ár í helli. AP/Ohad Zwigenberg Fornleifafræðinar í Ísrael tilkynntu í gær að fjögur 1.900 ára gömul rómversk sverð hefðu fundist í helli nærri Dauðahafinu. Sverðin þykja merkilega vel varðveitt eftir veruna í hellinum en auk þeirra fannst spjótsoddur, sem Rómverjar kölluðu pilum. Munirnir fundust fyrir tveimur mánuðum síðan en fornleifafræðingar telja að vopnunum hafi verið komið fyrir í hellinum af uppreisnarmönnum gegn Rómarveldi á fjórða tug annarrar aldar. Þá gerðu gyðingar í Ísrael uppreisn gegn Rómarveldi. Þetta byggir á hvernig sverðin líta út en hin rómversku sverð, sem kallast Gladius, tóku miklum breytingum í gegnum árin. Sverðin hafa ekki verið send í aldursgreiningu enn. Fornleifafræðingar hafa lengi fundið mikið magn vel varðveittra fornminja í hellum nærri Dauðahafinu, þar sem kuldinn, þurrkur og stöðugt andrúmsloft hefur varðveitt lífræn efni vel í gegnum aldirnar. Í frétt AP fréttaveitunnar er vísað til að Dauðahafshandritanna sem fundust á síðustu öld en eru frá fyrstu öld fyrir Krist. Sverðin fjögur og spjótsoddurinn sem fundust í helli nærri Dauðahafi.AP/Ohad Zwigenberg Að þessu sinni fór hópur fornleifafræðinga í helli til að rannsaka veggjaskrif sem höfðu fundist þar fyrir nokkrum áratugum. Þá fundu þeir vopnin fyrir tilviljun í dýpstu kimum hellisins. Sérfræðingur í rómverskum fornminjum og hernaðarsögu sagði í samtali við AP að einstaklega sjaldgæft væri að finna rómversk vopn í svo góðu ásigkomulagi. Talið er að þau hafi verið smíðuð í Evrópu og flutt til austurjaðars keisaraveldisins af rómverskum hermönnum. Hann segir að næstu skref verði að aldursgreina þau betur og greina málminn í þeim til að finna nákvæmlega hvar þau voru framleidd og varpa frekara ljósi á sögu þeirra og mannanna sem báru sverðin. Ísrael Fornminjar Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Munirnir fundust fyrir tveimur mánuðum síðan en fornleifafræðingar telja að vopnunum hafi verið komið fyrir í hellinum af uppreisnarmönnum gegn Rómarveldi á fjórða tug annarrar aldar. Þá gerðu gyðingar í Ísrael uppreisn gegn Rómarveldi. Þetta byggir á hvernig sverðin líta út en hin rómversku sverð, sem kallast Gladius, tóku miklum breytingum í gegnum árin. Sverðin hafa ekki verið send í aldursgreiningu enn. Fornleifafræðingar hafa lengi fundið mikið magn vel varðveittra fornminja í hellum nærri Dauðahafinu, þar sem kuldinn, þurrkur og stöðugt andrúmsloft hefur varðveitt lífræn efni vel í gegnum aldirnar. Í frétt AP fréttaveitunnar er vísað til að Dauðahafshandritanna sem fundust á síðustu öld en eru frá fyrstu öld fyrir Krist. Sverðin fjögur og spjótsoddurinn sem fundust í helli nærri Dauðahafi.AP/Ohad Zwigenberg Að þessu sinni fór hópur fornleifafræðinga í helli til að rannsaka veggjaskrif sem höfðu fundist þar fyrir nokkrum áratugum. Þá fundu þeir vopnin fyrir tilviljun í dýpstu kimum hellisins. Sérfræðingur í rómverskum fornminjum og hernaðarsögu sagði í samtali við AP að einstaklega sjaldgæft væri að finna rómversk vopn í svo góðu ásigkomulagi. Talið er að þau hafi verið smíðuð í Evrópu og flutt til austurjaðars keisaraveldisins af rómverskum hermönnum. Hann segir að næstu skref verði að aldursgreina þau betur og greina málminn í þeim til að finna nákvæmlega hvar þau voru framleidd og varpa frekara ljósi á sögu þeirra og mannanna sem báru sverðin.
Ísrael Fornminjar Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira