Vanhugsuð sameiningaráform Bragi Guðmundsson skrifar 7. september 2023 13:30 Umræðan um mögulega sameiningu MA og VMA fer hátt þessa dagana sem von er. Sitt sýnist hverjum og sem betur fer halda flest sig við málefnaleg rök en ekki ómerkileg skot á milli skólanna tveggja eða samanburð sem á sér fáar röksemdir. Það er þó alls ekki einhlítt (því miður) og ég legg áherslu á að mér finnast skólarnir tveir merkilegar og mikilvægar stofnanir. Þeir hafa um margt ólík hlutverk og nemendur sem þá sækja eru eins mismunandi og þeir eru margir og nýta sér þá fjölbreytni sem innan veggja þeirra er. Ef það er ætlunin að spara 400 milljónir með sameiningu spyr ég hvar þær eigi að taka. Á að fækka starfsfólki um e.t.v. þrjátíu? Eru það kennarar eða annað starfsfólk? Eitt er víst að stjórnendum mun nær ekkert fækka. Á að spara með því að flytja kennslu í sameiginlegum (bóklegum) grunnáföngum í annan framhaldsskólann (væntanlega MA) en halda sértækum áföngum áfram þar sem þeir eru nú? Á að spara í húsnæði? Á að loka öðru skólabókasafninu, á að fækka kennslustofum, á að fækka námsráðgjöfum og sálfræðingum, á að loka kennslustofum, á að hætta við fyrirhugaðar nýbyggingar við VMA? Svör skortir algerlega og þau liggja sannarlega ekki í augum uppi. Það er öllum ljóst sem til þekkja. Á að sameina vegna þess að aðsókn sé dræm? Tæplega. Ef litið er á opinberar tölur Menntamálastofnunar um aðsókn að skólunum tveimur fyrir haustmisseri 2022 var Menntaskólinn áttundi vinsælasti skólinn á landsvísu og Verkmenntaskólinn sá þrettándi af þrjátíu skólum alls. Ef aðeins er litið til þeirra sem fengu inni í skólunum sem fyrsta val var MA í fjórða sæti og VMA í því áttunda, sjá hér. Þetta eru einfaldlega vinsælir og góðir skólar eins og þeir eru. Ég er ósammála þeim sem vilja gera þetta að samanburði á milli landshluta. Mér er samt óskiljanlegt hvers vegna horft er til þess að sameina svo ólíka skóla á landsbyggðinni en litið framhjá afar samleitum stofnunum á fárra hektara svæði í miðbæ Reykjavíkur. Þar eru mjög góðir skólar og vonandi fá þeir að vera í friði fyrir aðför af því tagi sem nú virðist gerð að tveimur ólíkum grunnstofnunum í menntaumhverfi Akureyrar og reyndar landsins alls. Sameiginleg heimavist er við skólana tvo og hana sækja nemendur víðs vegar að af landinu. Að endingu vil ég nefna að það eru fánýt rök að benda á að fjölga megi nemendum í sértækum áföngum eða á fámennum námsbrautum með sameiningu. Engar kannanir benda til slíks svo ég viti til. Auk þess bendi ég á að fyrir hendi er mikilvægt samstarf fámennra framhaldsskóla sem nefnist einfaldlega Fjarmenntaskólinn, sjá hér. Með því að nýta sams konar kerfi og möguleika fjarnáms má væntanlega auka þátttöku á fámennum námsbrautum og/eða í námskeiðum, Tæknin er fyrir hendi, reynsla er fyrir hendi (t.d. mjög löng í VMA) og þá er aðeins eftir spurning um viljann til þess að framkvæma. Þetta er mikilvæg umræða og þar skulum við sem flest láta í okkur heyra. Ef sameiningin verður keyrð í gegn með offorsi og þvert á vilja fjölmargra innan sem utan skólanna tveggja er illa farið. Höfundur er prófessor við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Eldurinn og slökkvitækið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar Skoðun Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson skrifar Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Umræðan um mögulega sameiningu MA og VMA fer hátt þessa dagana sem von er. Sitt sýnist hverjum og sem betur fer halda flest sig við málefnaleg rök en ekki ómerkileg skot á milli skólanna tveggja eða samanburð sem á sér fáar röksemdir. Það er þó alls ekki einhlítt (því miður) og ég legg áherslu á að mér finnast skólarnir tveir merkilegar og mikilvægar stofnanir. Þeir hafa um margt ólík hlutverk og nemendur sem þá sækja eru eins mismunandi og þeir eru margir og nýta sér þá fjölbreytni sem innan veggja þeirra er. Ef það er ætlunin að spara 400 milljónir með sameiningu spyr ég hvar þær eigi að taka. Á að fækka starfsfólki um e.t.v. þrjátíu? Eru það kennarar eða annað starfsfólk? Eitt er víst að stjórnendum mun nær ekkert fækka. Á að spara með því að flytja kennslu í sameiginlegum (bóklegum) grunnáföngum í annan framhaldsskólann (væntanlega MA) en halda sértækum áföngum áfram þar sem þeir eru nú? Á að spara í húsnæði? Á að loka öðru skólabókasafninu, á að fækka kennslustofum, á að fækka námsráðgjöfum og sálfræðingum, á að loka kennslustofum, á að hætta við fyrirhugaðar nýbyggingar við VMA? Svör skortir algerlega og þau liggja sannarlega ekki í augum uppi. Það er öllum ljóst sem til þekkja. Á að sameina vegna þess að aðsókn sé dræm? Tæplega. Ef litið er á opinberar tölur Menntamálastofnunar um aðsókn að skólunum tveimur fyrir haustmisseri 2022 var Menntaskólinn áttundi vinsælasti skólinn á landsvísu og Verkmenntaskólinn sá þrettándi af þrjátíu skólum alls. Ef aðeins er litið til þeirra sem fengu inni í skólunum sem fyrsta val var MA í fjórða sæti og VMA í því áttunda, sjá hér. Þetta eru einfaldlega vinsælir og góðir skólar eins og þeir eru. Ég er ósammála þeim sem vilja gera þetta að samanburði á milli landshluta. Mér er samt óskiljanlegt hvers vegna horft er til þess að sameina svo ólíka skóla á landsbyggðinni en litið framhjá afar samleitum stofnunum á fárra hektara svæði í miðbæ Reykjavíkur. Þar eru mjög góðir skólar og vonandi fá þeir að vera í friði fyrir aðför af því tagi sem nú virðist gerð að tveimur ólíkum grunnstofnunum í menntaumhverfi Akureyrar og reyndar landsins alls. Sameiginleg heimavist er við skólana tvo og hana sækja nemendur víðs vegar að af landinu. Að endingu vil ég nefna að það eru fánýt rök að benda á að fjölga megi nemendum í sértækum áföngum eða á fámennum námsbrautum með sameiningu. Engar kannanir benda til slíks svo ég viti til. Auk þess bendi ég á að fyrir hendi er mikilvægt samstarf fámennra framhaldsskóla sem nefnist einfaldlega Fjarmenntaskólinn, sjá hér. Með því að nýta sams konar kerfi og möguleika fjarnáms má væntanlega auka þátttöku á fámennum námsbrautum og/eða í námskeiðum, Tæknin er fyrir hendi, reynsla er fyrir hendi (t.d. mjög löng í VMA) og þá er aðeins eftir spurning um viljann til þess að framkvæma. Þetta er mikilvæg umræða og þar skulum við sem flest láta í okkur heyra. Ef sameiningin verður keyrð í gegn með offorsi og þvert á vilja fjölmargra innan sem utan skólanna tveggja er illa farið. Höfundur er prófessor við Háskólann á Akureyri.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar
Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar
Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun