Krefjast fyrirvara ef átt er við hljóð eða mynd í kosningaauglýsingum Kjartan Kjartansson skrifar 7. september 2023 14:38 Merki Google á snjallsímaskjá. Fyrirtækið ætlar að auka gegnsæi í kosningaauglýsingum með því að gera kröfur um að áhorfendur séu upplýstir um að gervigreind sé notuð til þess að eiga við mynd eða hljóð. AP/Matt Slocum Tæknirisinn Google ætlar að skikka þá sem kaupa kosningaauglýsingar á Google eða Youtube til þess að merkja þær skilmerkilega ef átt er við hljóð eða myndefni með gervigreind í þeim. Gervigreindarmyndefni er þegar byrjað að birtast í kosningaauglýsingum vestanhafs. Breytingar sem Google segist ætla að gera á notendaskilmálum leitarvélarinnar og myndbandasíðunnar Youtube í nóvember fela það í sér að auglýsendur verða að gera áhorfendum morgunljóst að átt hafi verið við myndefni. Fyrirvara um það verði að setja á áberandi stað í auglýsingarnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Tækni sem byggist á gervigreind hefur gert það enn auðveldara áður að búa til falsaðar myndir, myndbönd og hljóðbúta. Falsanir sem gervigreindarforrit búa til þykja meira sannfærandi en þær sem þekkst hafa til þessa í kosningaauglýsingum í Bandaríkjunum. Landsnefnd Repúblikanaflokksins birti auglýsingu í apríl sem byggðist alfarið á myndefni sem gervigreindarefni bjó til. Það átti að sýna hvernig Bandaríkin litu út í framtíðinni ef Joe Biden næði endurkjöri. Þar sáust brynvarðir herbílar á götum úti, gluggar verslana sem búið var að byrgja fyrir og innrás innflytjenda. Ron DeSantis, einn frambjóðenda í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningar næsta árs, lét gervigreind búa til myndir af Donald Trump faðma Anthony Fauci, fyrrverandi yfirmann sóttvarna í Bandaríkjunum, innilega í auglýsingu sem hann birti í júní. Fauci var andlit sóttvarna í kórónuveirufaraldrinum og er fyrir vikið grýla á hægri væng bandarískra stjórnmála. Hann hefur sætt hatrömmum árásum Trump og stuðningsmanna hans, jafnvel líflátshótunum. Nokkur ríki hafa þegar samþykkt lög um tækni sem er notuð til þess að búa til sannfærandi falsanir á myndefni. Sumir þingmenn á Bandaríkjaþingi hafa einnig lýst áhuga á því að semja lög um blekkingar með gervigreindartólum. Alríkiskjörstjórn Bandaríkjanna vinnur nú að reglum um blekkjandi myndefni sem er framleitt með gervigreind í kosningaauglýsingum fyrir forseta- og þingkosningar sem fara fram á næsta ári. Google Gervigreind Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Atvinnulíf Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Viðskipti innlent Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Viðskipti erlent Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Viðskipti erlent Fleiri fréttir Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Breytingar sem Google segist ætla að gera á notendaskilmálum leitarvélarinnar og myndbandasíðunnar Youtube í nóvember fela það í sér að auglýsendur verða að gera áhorfendum morgunljóst að átt hafi verið við myndefni. Fyrirvara um það verði að setja á áberandi stað í auglýsingarnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Tækni sem byggist á gervigreind hefur gert það enn auðveldara áður að búa til falsaðar myndir, myndbönd og hljóðbúta. Falsanir sem gervigreindarforrit búa til þykja meira sannfærandi en þær sem þekkst hafa til þessa í kosningaauglýsingum í Bandaríkjunum. Landsnefnd Repúblikanaflokksins birti auglýsingu í apríl sem byggðist alfarið á myndefni sem gervigreindarefni bjó til. Það átti að sýna hvernig Bandaríkin litu út í framtíðinni ef Joe Biden næði endurkjöri. Þar sáust brynvarðir herbílar á götum úti, gluggar verslana sem búið var að byrgja fyrir og innrás innflytjenda. Ron DeSantis, einn frambjóðenda í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningar næsta árs, lét gervigreind búa til myndir af Donald Trump faðma Anthony Fauci, fyrrverandi yfirmann sóttvarna í Bandaríkjunum, innilega í auglýsingu sem hann birti í júní. Fauci var andlit sóttvarna í kórónuveirufaraldrinum og er fyrir vikið grýla á hægri væng bandarískra stjórnmála. Hann hefur sætt hatrömmum árásum Trump og stuðningsmanna hans, jafnvel líflátshótunum. Nokkur ríki hafa þegar samþykkt lög um tækni sem er notuð til þess að búa til sannfærandi falsanir á myndefni. Sumir þingmenn á Bandaríkjaþingi hafa einnig lýst áhuga á því að semja lög um blekkingar með gervigreindartólum. Alríkiskjörstjórn Bandaríkjanna vinnur nú að reglum um blekkjandi myndefni sem er framleitt með gervigreind í kosningaauglýsingum fyrir forseta- og þingkosningar sem fara fram á næsta ári.
Google Gervigreind Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Atvinnulíf Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Viðskipti innlent Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Viðskipti erlent Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Viðskipti erlent Fleiri fréttir Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira