Tefldi í símanum frekar en að fylgjast með tónleikum Drake Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2023 09:30 Derrick Rose kann vel við sig í New York en er í dag leikmaður Memphis. Mike Stobe/Getty Images Körfuboltamaðurinn Derrick Rose virðist nægilega mikill aðdáandi tónlistarmannsins Drake til þess að gera sér ferð að sjá rapparann sem ættaður er frá Kanada en þó ekki nægilega mikill aðdáandi til að fylgjast með tónleikunum sjálfum. Myndband af Rose að spila skák í símanum sínum á miðjum Drake tónleikum fer nú sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Rose, sem var valinn verðmætasti leikmaður NBA árið 2011, leikur í dag með Memphis Grizzlies í NBA-deildinni í körfubolta. Hann hefur áður leikið fyrir Chicago Bulls, New York Knicks, Cleveland Cavaliers, Minnesota Timberwolves og Detroit Pistons. Derrick Rose playing chess at Drake s concert pic.twitter.com/ioF1y288Bg— NBACentral (@TheDunkCentral) September 7, 2023 Hinn 34 ára gamli Rose er líkt og flestir leikmenn NBA-deildarinnar í sumarfríi um þessar mundir. Fjöldi leikmanna hefur undanfarnar vikur keppt á HM í körfubolta en Rose hefur nýtt sumarið til að hlaða rafhlöðurnar og slaka á. Rose og Drake eiga sér sögu en leikmaðurinn er einn fjölmargra íþróttamanna sem Drake hefur sungið um. „I had to Derrick Rose the knee up before I got the re-up,“ segir í laginu Furthest Thing. Það kom því ef til vill ekki á óvart að Rose hafi verið meðal þeirra sem mættu á tónleika Drake í Glendale í Arizona-fylki á miðvikudaginn var. Það virðist þó sem tónleikarnir hafi ekki hrifið Rose sem vildi heldur spila skák í símanum. Ef til vill var Rose mættur með syni sínum en þó nokkur ár eru komin síðan sonur hans, P.J., fékk að fara upp á svið á miðjum tónleikum hjá Drake. Hvort sonurinn hafi verið með í för og hvort hann hafi fengið að fara upp á svið öðru sinni er ekki vitað að svo stöddu. Körfubolti NBA Tónlist Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Myndband af Rose að spila skák í símanum sínum á miðjum Drake tónleikum fer nú sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Rose, sem var valinn verðmætasti leikmaður NBA árið 2011, leikur í dag með Memphis Grizzlies í NBA-deildinni í körfubolta. Hann hefur áður leikið fyrir Chicago Bulls, New York Knicks, Cleveland Cavaliers, Minnesota Timberwolves og Detroit Pistons. Derrick Rose playing chess at Drake s concert pic.twitter.com/ioF1y288Bg— NBACentral (@TheDunkCentral) September 7, 2023 Hinn 34 ára gamli Rose er líkt og flestir leikmenn NBA-deildarinnar í sumarfríi um þessar mundir. Fjöldi leikmanna hefur undanfarnar vikur keppt á HM í körfubolta en Rose hefur nýtt sumarið til að hlaða rafhlöðurnar og slaka á. Rose og Drake eiga sér sögu en leikmaðurinn er einn fjölmargra íþróttamanna sem Drake hefur sungið um. „I had to Derrick Rose the knee up before I got the re-up,“ segir í laginu Furthest Thing. Það kom því ef til vill ekki á óvart að Rose hafi verið meðal þeirra sem mættu á tónleika Drake í Glendale í Arizona-fylki á miðvikudaginn var. Það virðist þó sem tónleikarnir hafi ekki hrifið Rose sem vildi heldur spila skák í símanum. Ef til vill var Rose mættur með syni sínum en þó nokkur ár eru komin síðan sonur hans, P.J., fékk að fara upp á svið á miðjum tónleikum hjá Drake. Hvort sonurinn hafi verið með í för og hvort hann hafi fengið að fara upp á svið öðru sinni er ekki vitað að svo stöddu.
Körfubolti NBA Tónlist Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira