Forna dáð er fremd að rækja Sigurgeir Ólafsson skrifar 8. september 2023 10:30 Nýlega hefur starfshópur sérfræðinga að sunnan skilað Ásmundi Einari þeirri tillögu sinni að sameina skuli Verkmenntaskólann og Menntaskólann á Akureyri. Hugmyndin er vond og sett fram í miklu skeytingarleysi gagnvart vilja MA-inga, sögu þeirra og gildum, enda hafa ámóta neikvæð viðbrögð varla sést Norðanlands frá afhöfðun Jóns biskups. Í tillögum sínum áætlar ráðgjafafyrirtækið PwC að hægt sé að spara um 400 milljónir, að mestu með því að fækka störfum á landsbyggðinni og segja upp starfsfólki. Efasemdir um forsendur þeirra útreikninga hafa m.a verið lagðar fram hér og hér en ég vil bæta við þau skrif nokkrum orðum um gildi þess að hlúa að því sem er gamalt og dýrmætt. Menntaskólinn á Akureyri rekur uppruna sinn til Möðruvallaskóla og til Hólaskóla á undan því. Hann er næst-elsta menntastofnun á Íslandi á eftir MR. Römm er sú taug sem tengir MA-inga við skólann sinn, skóla hefðanna. Sést það best á Júbilanta hátíðinni, sem fer fram dagana fyrir 17. Júní. Hún er menningarviðburður sem á engan sinn líka á landsvísu og þó víðar væri leitað. Mörg hundruð manns flykkjast á Akureyri til að rifja upp dýrmæta tíma og breytast um stund í unglinginn sem einu sinni var. Mikil voru vonbrigði mín þegar skólameistari lét hafa það eftir sér í viðtali að vegna þess að hátíðin væri skipulögð af fyrrverandi nemendum þá kæmi hún skólanum varla við. Hvílíkt endemis rugl! Auðvitað blasir það við að stemningin og samheldnin sem er fóstruð innan veggja menntaskólans er alger forsenda Júbilanta Hátíðarinnar. Margir skólar halda upp á útskriftarafmæli, en óvíða tekur fólk sér margra daga frí frá vinnu og keyrir hundruði kílómetra til að vera viðstatt. Loforð ráðherra og skólameistara um að í sameiningunni verði “tekið tillit til menningar stofnananna” eru orðin tóm. Ímyndar sér nokkur að bekkjarkerfið, söngsalur í Kvosinni, Árshátíð með gömlu dönsunum í íþróttahöllinni eða Júbilantahátíð 16. Júní muni lifa af sameiningu við annan skóla? Skóla með áfangakerfi og tvöfalt fleiri nemendur sem (eðlilega) tengja ekkert við þessa hluti? Í Verkmenntaskólanum er unnið gott starf og þarft en hann er allt önnur og öðruvísi stofnun. Í krafti miklu fleiri nemenda mun hann gleypa Menntaskólann. Sameinaður skóli verður bara stærri VMA, með áfangakerfi í stað bekkjarkerfis og án alls þess sem í dag einkennir MA. Dreifðir um mörg hús munu nemendur hætta að syngja út frí. Enginn salur getur tekið hátt í 2000 manns í sæti fyrir árshátíð. Svona má lengi telja. Afhverju er þetta svona mikilvægt? Af sömu ástæðu og við Íslendingar borðum skötu og hrútspunga, höldum jól og gerum grín að Dönum. Menning tengir saman fólk. Við viljum finna að við tilheyrum einhverjum hópi og eigum okkur sögu. Sérkenni MA eru órjúfanlegur hluti af minningum og sjálfsmynd þúsunda Íslendinga sem lifðu sín mest mótandi ár innan veggja skólans. MA-ingum þykir óskaplega vænt um skólann sinn. Þeir vilja ekki að stemningunni, menningunni eða sögunni sé telft í tvísýnu. Að þeim sé fórnað á altari hagræðingar stýrihópa eða nefnda. Það tekur mörg ár að búa til hefð, en bara örfá ár að gleyma henni og það sem einu sinni er tapað mun ekkert ráðgjafafyrirtæki geta fært okkur aftur. Ásmundur, vík af þinni villubraut. Rífðu þessar tillögur. Úr skólasöng Menntaskólans á Akureyri Forna dáð er fremd að rækjaFagrir draumar rætast ennHeill sé þeim sem hingað sækjaHöldum saman Norðanmenn (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Höfundur er 11 ára stúdent. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Akureyri Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Sjá meira
Nýlega hefur starfshópur sérfræðinga að sunnan skilað Ásmundi Einari þeirri tillögu sinni að sameina skuli Verkmenntaskólann og Menntaskólann á Akureyri. Hugmyndin er vond og sett fram í miklu skeytingarleysi gagnvart vilja MA-inga, sögu þeirra og gildum, enda hafa ámóta neikvæð viðbrögð varla sést Norðanlands frá afhöfðun Jóns biskups. Í tillögum sínum áætlar ráðgjafafyrirtækið PwC að hægt sé að spara um 400 milljónir, að mestu með því að fækka störfum á landsbyggðinni og segja upp starfsfólki. Efasemdir um forsendur þeirra útreikninga hafa m.a verið lagðar fram hér og hér en ég vil bæta við þau skrif nokkrum orðum um gildi þess að hlúa að því sem er gamalt og dýrmætt. Menntaskólinn á Akureyri rekur uppruna sinn til Möðruvallaskóla og til Hólaskóla á undan því. Hann er næst-elsta menntastofnun á Íslandi á eftir MR. Römm er sú taug sem tengir MA-inga við skólann sinn, skóla hefðanna. Sést það best á Júbilanta hátíðinni, sem fer fram dagana fyrir 17. Júní. Hún er menningarviðburður sem á engan sinn líka á landsvísu og þó víðar væri leitað. Mörg hundruð manns flykkjast á Akureyri til að rifja upp dýrmæta tíma og breytast um stund í unglinginn sem einu sinni var. Mikil voru vonbrigði mín þegar skólameistari lét hafa það eftir sér í viðtali að vegna þess að hátíðin væri skipulögð af fyrrverandi nemendum þá kæmi hún skólanum varla við. Hvílíkt endemis rugl! Auðvitað blasir það við að stemningin og samheldnin sem er fóstruð innan veggja menntaskólans er alger forsenda Júbilanta Hátíðarinnar. Margir skólar halda upp á útskriftarafmæli, en óvíða tekur fólk sér margra daga frí frá vinnu og keyrir hundruði kílómetra til að vera viðstatt. Loforð ráðherra og skólameistara um að í sameiningunni verði “tekið tillit til menningar stofnananna” eru orðin tóm. Ímyndar sér nokkur að bekkjarkerfið, söngsalur í Kvosinni, Árshátíð með gömlu dönsunum í íþróttahöllinni eða Júbilantahátíð 16. Júní muni lifa af sameiningu við annan skóla? Skóla með áfangakerfi og tvöfalt fleiri nemendur sem (eðlilega) tengja ekkert við þessa hluti? Í Verkmenntaskólanum er unnið gott starf og þarft en hann er allt önnur og öðruvísi stofnun. Í krafti miklu fleiri nemenda mun hann gleypa Menntaskólann. Sameinaður skóli verður bara stærri VMA, með áfangakerfi í stað bekkjarkerfis og án alls þess sem í dag einkennir MA. Dreifðir um mörg hús munu nemendur hætta að syngja út frí. Enginn salur getur tekið hátt í 2000 manns í sæti fyrir árshátíð. Svona má lengi telja. Afhverju er þetta svona mikilvægt? Af sömu ástæðu og við Íslendingar borðum skötu og hrútspunga, höldum jól og gerum grín að Dönum. Menning tengir saman fólk. Við viljum finna að við tilheyrum einhverjum hópi og eigum okkur sögu. Sérkenni MA eru órjúfanlegur hluti af minningum og sjálfsmynd þúsunda Íslendinga sem lifðu sín mest mótandi ár innan veggja skólans. MA-ingum þykir óskaplega vænt um skólann sinn. Þeir vilja ekki að stemningunni, menningunni eða sögunni sé telft í tvísýnu. Að þeim sé fórnað á altari hagræðingar stýrihópa eða nefnda. Það tekur mörg ár að búa til hefð, en bara örfá ár að gleyma henni og það sem einu sinni er tapað mun ekkert ráðgjafafyrirtæki geta fært okkur aftur. Ásmundur, vík af þinni villubraut. Rífðu þessar tillögur. Úr skólasöng Menntaskólans á Akureyri Forna dáð er fremd að rækjaFagrir draumar rætast ennHeill sé þeim sem hingað sækjaHöldum saman Norðanmenn (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Höfundur er 11 ára stúdent.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun