Íslenski laxastofninn deyi út verði ekkert gert Bjarki Sigurðsson skrifar 9. september 2023 12:01 Elvar Örn Friðriksson er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs villtra laxastofna. Einar Árnason Framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna segir íslenska laxastofninn deyja út haldi laxeldi áfram í opnum sjókvíum. Í gær var staðfest að eldislax hafi fundist í að minnsta kosti ellefu ám en þeir höfðu sloppið úr sjókví Arcitc Sea Farm í Patreksfirði í síðasta mánuði. Matvælastofnun hefur staðfest að strokulax frá Arctic Sea Farm hafi fundist í fjölda ám en í síðasta mánuði fundust tvö göt á sjókví fyrirtækisins í Patreksfirði. Elvar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóri Verndarsjóðs villtra laxastofna, segir málið grafalvarlegt enda geti þessi frjói, norski eldislax blandast íslenska laxinum. „Það er sérstaklega hættulegt vegna þess að íslenski laxastofninn hefur aðlagast sínum aðstæðum í þúsundir ára og er mjög frábrugðinn þessum kynbætta norska stofni. Það sem þetta gerir, þetta dregur úr hæfni villta fisksins til þess að lifa af í náttúrunni. Það endar á því að villti laxastofninn deyr út ef þetta heldur svona áfram,“ segir Elvar Örn. Hann segir greinilegt að fiskurinn sé búinn að dreifa vel úr sér og óttast að við sjáum bara toppinn á ísjakanum. Þetta sé ekki í fyrsta sinn sem göt finnast á kví en nú fyrst séum við að sjá virkilegt magn af eldislaxi í íslenskum ám. „Þetta hefur alltaf gerst og mun alltaf gerast á meðan sjákvíarnar eru opnar. Reynsla annarra landa sýnir okkur það og ef við horfum til Noregs, þar eru laxastofnar sem eru 70% erfðablandaðir. Komnir á rauðan lista yfir dýr í útrýmingarhættu. Við förum á nákvæmlega sama stað hér ef við grípum ekki í taumana. Þannig það verður að hætta að stunda laxeldi í opnum sjókvíum,“ segir Elvar Örn. Hann segir sjókvíarnar ekki uppfylla lágmarkskröfuna um að fiskur sleppi ekki út og mengi vistkerfin í kringum sig. „Þetta er ekki bara spurning um villta laxastofninn eða hvað veiðimönnum finnst, það eru 2.250 lögbýli í landinu sem treysta á tekjur af þessari laxveiði. þannig ekki er bara verið að setja villta laxastofna í hættu, heldur líka lífsviðurværi fjölda fjölskyldna í breiðum byggðum á landinu,“ segir Elvar Örn. Fiskeldi Sjókvíaeldi Umhverfismál Vesturbyggð Dýr Tengdar fréttir „Fiskarnir bera augljós merki um að vera eldislaxar“ Óttast er að eldislax gangi upp fjölda laxveiðiáa á Norðvesturlandi eftir slysasleppingar úr sjókvíeldum. Hafrannsóknarstofnun segir líklega strokulaxa hafa sést í teljurum í ám og birti í dag mynd af þessum lax sem veiddist í Laugardalsá í síðustu viku og er talinn vera eldislax. 30. ágúst 2023 20:56 Tvö göt í fiskeldiskví í Patreksfirði Tvö göt komu í ljós á kví númer átta hjá Arctic Seafarm í Kvígindisdal í Patreksfirði í dag sem í eru 72.522 fiskar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 20. ágúst 2023 16:19 Grundvallarskýrsla Svandísar um lagareldi sögð rándýr hrákasmíð Skýrsla alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group sem gerð var fyrir Matvælaráðuneytið um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi fær hroðalega útreið í umsögnum, þó þeir finnist vissulega sem eru ánægðir með skýrsluna. 14. apríl 2023 11:26 Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Traustið við frostmark Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Ummæli Trumps lofi ekki góðu Innlent Fleiri fréttir Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Ummæli Trumps lofi ekki góðu Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Sjá meira
Matvælastofnun hefur staðfest að strokulax frá Arctic Sea Farm hafi fundist í fjölda ám en í síðasta mánuði fundust tvö göt á sjókví fyrirtækisins í Patreksfirði. Elvar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóri Verndarsjóðs villtra laxastofna, segir málið grafalvarlegt enda geti þessi frjói, norski eldislax blandast íslenska laxinum. „Það er sérstaklega hættulegt vegna þess að íslenski laxastofninn hefur aðlagast sínum aðstæðum í þúsundir ára og er mjög frábrugðinn þessum kynbætta norska stofni. Það sem þetta gerir, þetta dregur úr hæfni villta fisksins til þess að lifa af í náttúrunni. Það endar á því að villti laxastofninn deyr út ef þetta heldur svona áfram,“ segir Elvar Örn. Hann segir greinilegt að fiskurinn sé búinn að dreifa vel úr sér og óttast að við sjáum bara toppinn á ísjakanum. Þetta sé ekki í fyrsta sinn sem göt finnast á kví en nú fyrst séum við að sjá virkilegt magn af eldislaxi í íslenskum ám. „Þetta hefur alltaf gerst og mun alltaf gerast á meðan sjákvíarnar eru opnar. Reynsla annarra landa sýnir okkur það og ef við horfum til Noregs, þar eru laxastofnar sem eru 70% erfðablandaðir. Komnir á rauðan lista yfir dýr í útrýmingarhættu. Við förum á nákvæmlega sama stað hér ef við grípum ekki í taumana. Þannig það verður að hætta að stunda laxeldi í opnum sjókvíum,“ segir Elvar Örn. Hann segir sjókvíarnar ekki uppfylla lágmarkskröfuna um að fiskur sleppi ekki út og mengi vistkerfin í kringum sig. „Þetta er ekki bara spurning um villta laxastofninn eða hvað veiðimönnum finnst, það eru 2.250 lögbýli í landinu sem treysta á tekjur af þessari laxveiði. þannig ekki er bara verið að setja villta laxastofna í hættu, heldur líka lífsviðurværi fjölda fjölskyldna í breiðum byggðum á landinu,“ segir Elvar Örn.
Fiskeldi Sjókvíaeldi Umhverfismál Vesturbyggð Dýr Tengdar fréttir „Fiskarnir bera augljós merki um að vera eldislaxar“ Óttast er að eldislax gangi upp fjölda laxveiðiáa á Norðvesturlandi eftir slysasleppingar úr sjókvíeldum. Hafrannsóknarstofnun segir líklega strokulaxa hafa sést í teljurum í ám og birti í dag mynd af þessum lax sem veiddist í Laugardalsá í síðustu viku og er talinn vera eldislax. 30. ágúst 2023 20:56 Tvö göt í fiskeldiskví í Patreksfirði Tvö göt komu í ljós á kví númer átta hjá Arctic Seafarm í Kvígindisdal í Patreksfirði í dag sem í eru 72.522 fiskar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 20. ágúst 2023 16:19 Grundvallarskýrsla Svandísar um lagareldi sögð rándýr hrákasmíð Skýrsla alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group sem gerð var fyrir Matvælaráðuneytið um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi fær hroðalega útreið í umsögnum, þó þeir finnist vissulega sem eru ánægðir með skýrsluna. 14. apríl 2023 11:26 Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Traustið við frostmark Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Ummæli Trumps lofi ekki góðu Innlent Fleiri fréttir Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Ummæli Trumps lofi ekki góðu Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Sjá meira
„Fiskarnir bera augljós merki um að vera eldislaxar“ Óttast er að eldislax gangi upp fjölda laxveiðiáa á Norðvesturlandi eftir slysasleppingar úr sjókvíeldum. Hafrannsóknarstofnun segir líklega strokulaxa hafa sést í teljurum í ám og birti í dag mynd af þessum lax sem veiddist í Laugardalsá í síðustu viku og er talinn vera eldislax. 30. ágúst 2023 20:56
Tvö göt í fiskeldiskví í Patreksfirði Tvö göt komu í ljós á kví númer átta hjá Arctic Seafarm í Kvígindisdal í Patreksfirði í dag sem í eru 72.522 fiskar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 20. ágúst 2023 16:19
Grundvallarskýrsla Svandísar um lagareldi sögð rándýr hrákasmíð Skýrsla alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group sem gerð var fyrir Matvælaráðuneytið um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi fær hroðalega útreið í umsögnum, þó þeir finnist vissulega sem eru ánægðir með skýrsluna. 14. apríl 2023 11:26