Undir skólans menntamerki Andri Már Þórarinsson skrifar 12. september 2023 12:31 Við þúsundir sem höfum numið undir skólans menntamerki getum ekki annað en mótmælt af einurð og festu þeim vanhugsuðu breytingum stungið hefur verið upp á að gera á sterkasta menntaskóla landsins.Þar hafa gegnum yfir 140 ár vinir mæst og mætast enn í dag.Á öllum sviðum íslensks samfélags hafa nemendur þessa skóla sýnt í vilja og verki að ætíð er hægt að vinna í þágu samborgara sinna, ýtt undir vöxt og trú og bræðralag. Eins mikilvægt og það er vera í framkanti allrar þróunar, sem án efa verður hraðari með ári hverju, er alltaf fremd að rækja forna dáð. Skólinn hefur í alla þessa tíð hjálpað konum og körlum að láta drauma sína rætast, fagrir draumar rætast enn.Skólinn hefur frá stofnun á Möðruvöllum 1880 skapað nemendum sínum heill sem þangað sækja.Ein af grunnþörfum mannsins er sú að tilheyra hóp. Skólinn hefur gríðarlega sterkar hefðir og sjálfímynd sem MA stúdentar er afar sterk hjá þeim er numið hafa við skólann, fólki sem hefur í gegnum tíðina komið frá öllum landshornum. Við höldum því ekki einungis saman Norðanmenn, heldur öll, sem stolt höfum útskrifast úr skólanum. Lýðræðislegt samfélag og gildi byggjast á vilja þeirra sem þar taka þátt. Einstaklingar eru kosnir sem fulltrúar almennings, en það er ekki bara skylda okkar að einungis á kosningadag velja þessa, heldur er jafn mikilvægt að hægt sé að hafa áhrif á fulltrúanna, alla daga þar á milli. Enda skal ekki allt lúta einum vilja. Ef hins vegar þessar algerlega misráðnu breytingar verða pressaðar í gegn, meiri hagsmunum fórnað fyrir minni og mennta- og menningarlegt uppbyggingarstarf rifið niður með deigum fjaðurpenna, þá skuli allt muna þennan dag. Því víst er að stúdentar frá Menntaskólanum á Akureyri munu öll halda áfram að sýna á sjó og landi, sigurþrek hins vitra manns. Við mótmælum þessu af festu og ákveðni, við viljum sýna að afl og andi, eigi, eins og fyrr, skólann norðanlands. Höfundur var Inspector Scholae 1991 - 1992. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Við þúsundir sem höfum numið undir skólans menntamerki getum ekki annað en mótmælt af einurð og festu þeim vanhugsuðu breytingum stungið hefur verið upp á að gera á sterkasta menntaskóla landsins.Þar hafa gegnum yfir 140 ár vinir mæst og mætast enn í dag.Á öllum sviðum íslensks samfélags hafa nemendur þessa skóla sýnt í vilja og verki að ætíð er hægt að vinna í þágu samborgara sinna, ýtt undir vöxt og trú og bræðralag. Eins mikilvægt og það er vera í framkanti allrar þróunar, sem án efa verður hraðari með ári hverju, er alltaf fremd að rækja forna dáð. Skólinn hefur í alla þessa tíð hjálpað konum og körlum að láta drauma sína rætast, fagrir draumar rætast enn.Skólinn hefur frá stofnun á Möðruvöllum 1880 skapað nemendum sínum heill sem þangað sækja.Ein af grunnþörfum mannsins er sú að tilheyra hóp. Skólinn hefur gríðarlega sterkar hefðir og sjálfímynd sem MA stúdentar er afar sterk hjá þeim er numið hafa við skólann, fólki sem hefur í gegnum tíðina komið frá öllum landshornum. Við höldum því ekki einungis saman Norðanmenn, heldur öll, sem stolt höfum útskrifast úr skólanum. Lýðræðislegt samfélag og gildi byggjast á vilja þeirra sem þar taka þátt. Einstaklingar eru kosnir sem fulltrúar almennings, en það er ekki bara skylda okkar að einungis á kosningadag velja þessa, heldur er jafn mikilvægt að hægt sé að hafa áhrif á fulltrúanna, alla daga þar á milli. Enda skal ekki allt lúta einum vilja. Ef hins vegar þessar algerlega misráðnu breytingar verða pressaðar í gegn, meiri hagsmunum fórnað fyrir minni og mennta- og menningarlegt uppbyggingarstarf rifið niður með deigum fjaðurpenna, þá skuli allt muna þennan dag. Því víst er að stúdentar frá Menntaskólanum á Akureyri munu öll halda áfram að sýna á sjó og landi, sigurþrek hins vitra manns. Við mótmælum þessu af festu og ákveðni, við viljum sýna að afl og andi, eigi, eins og fyrr, skólann norðanlands. Höfundur var Inspector Scholae 1991 - 1992.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun