Þegar NATO reisti olíubryggju í Hvalfirði Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 17. september 2023 08:00 Framkvæmdirnar í Hvalfirði sköpuðu fjölda manns atvinnu og á tímabili voru allt að 180 menn við störf. Markús Karl Valsson Sumarið 1966 hófust miklar framkvæmdir við Miðsand í Hvalfirði þegar vinna hófst við olíubryggjuna svokölluðu. Á þessum tíma voru krepputímar á Íslandi enda hafði dregið úr síldarafla árið áður og efnahagslífið var dapurt. Framkvæmdirnar í Hvalfirði sköpuðu fjölda manns atvinnu og á tímabili voru allt að 180 menn við störf. Því er óhætt að segja að framkvæmdirnar hafi verið merkur áfangi í atvinnusögu Íslendinga. Atlantshafsbandalagið (NATO) reisti mikla olíubirgðastöð í Hvalfirði í Kalda stríðinu svokallaða og var um að ræða nokkurs konar framhaldsframkvæmd á olíubirgðastöðinni sem Bandaríkjamenn gerðu í firðinum á árum seinni heimsstyrjaldar. Í upprifjun Skessuhorns árið 2014 er þess minnst að um hafi verið að ræða stærstu framkvæmdir þess tíma á Íslandi. Smíða átti mikla bryggju sem dæla mátti um olíu í og úr skipum sem legðust þar að. Í landi voru settir upp fjórir nýir olíugeymar sem rúmuðu hver um sig 13 þúsund tonn. Einnig voru settar upp dælustöðvar og reist rafstöðvarhús. Verkamenn að störfum.Markús Karl Valsson Jónas Guðmundsson frá Bjarteyjarsandi var á meðal þeirra sem unnu við að reisa bryggjuna og segir það hafa verið mikið ævintýri fyrir ungan mann. „Vélarnar voru stórar og miklar. Miklu stærri en maður hafði áður séð. Ég hafði þó verið í jarðvinnu og kynnst bæði skurðgröfum og jarðýtum.“ Verkamennirnir bjuggu flestir í vinnubúðum sem settar voru upp á staðnum. „Mannskapurinn var hópur af Bandaríkjamönnum og svo Íslendingar. Uppistaðan í íslenska mannskapnum til að byrja með voru Keflvíkingar sem unnu hjá Íslenskum aðalverktökum suður frá. Síðan bættust menn ört í hópinn þegar framkvæmdirnar komust á fullt skrið. Í Reykjavíkurhöfn. Vinnuprammi fyrir hamarinn sem var notaður til að reka niður staura í bryggjuna gerður klár til að verða dreginn upp í Hvalfjörð.Markús Karl Valsson Það voru menn af Akranesi og margir úr sveitunum í Hvalfirði. Það bjuggu allir á staðnum en menn fóru heim um helgar. Þetta voru góðar tekjur og fín vinna. Ég starfaði við þetta frá því í janúar 1966 þar til í desember 1968. Þetta urðu þannig tvö ár og bryggjan var fullsmíðuð með lögnum og öllu saman þegar ég kvaddi.“ Olíubirgðastöð NATO er í dag leikmynd liðins tíma en bryggjan stendur enn. Fyrir nokkrum árum áskotnaðist Magnúsi Þór Hafsteinssyni meðfylgjandi myndir frá Markúsi Karli Valssyni heitnum, en Markús var áhugaljósmyndari á Suðurnesjum og jafnframt starfsmaður Íslenskra aðalverktaka. Veitti hann Vísi góðfúslegt leyfi til að birta myndirnar. Vinnupramminn að leggja af stað.Markús Karl Valsson Markús Karl Valsson Markús Karl Valsson Markús Karl Valsson Framkvæmdir í gangi.Markús Karl Valsson Í fjörunni á Miðsandi. Handan fjarðar er Reynivallaháls.Markús Karl Valsson Horft upp eftir bryggjunni á Akranesi þar sem verið að skipa upp bitum í dekk bryggjunnar.Markús Karl Valsson Séð yfir Hvalfjörðinn.Markús Karl Valsson Einn af Fossunum kominn upp í Hvalfjörð með tréstaurana í bryggjuna.Markús Karl Valsson Einu sinni var... Hvalfjarðarsveit NATO Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Atlantshafsbandalagið (NATO) reisti mikla olíubirgðastöð í Hvalfirði í Kalda stríðinu svokallaða og var um að ræða nokkurs konar framhaldsframkvæmd á olíubirgðastöðinni sem Bandaríkjamenn gerðu í firðinum á árum seinni heimsstyrjaldar. Í upprifjun Skessuhorns árið 2014 er þess minnst að um hafi verið að ræða stærstu framkvæmdir þess tíma á Íslandi. Smíða átti mikla bryggju sem dæla mátti um olíu í og úr skipum sem legðust þar að. Í landi voru settir upp fjórir nýir olíugeymar sem rúmuðu hver um sig 13 þúsund tonn. Einnig voru settar upp dælustöðvar og reist rafstöðvarhús. Verkamenn að störfum.Markús Karl Valsson Jónas Guðmundsson frá Bjarteyjarsandi var á meðal þeirra sem unnu við að reisa bryggjuna og segir það hafa verið mikið ævintýri fyrir ungan mann. „Vélarnar voru stórar og miklar. Miklu stærri en maður hafði áður séð. Ég hafði þó verið í jarðvinnu og kynnst bæði skurðgröfum og jarðýtum.“ Verkamennirnir bjuggu flestir í vinnubúðum sem settar voru upp á staðnum. „Mannskapurinn var hópur af Bandaríkjamönnum og svo Íslendingar. Uppistaðan í íslenska mannskapnum til að byrja með voru Keflvíkingar sem unnu hjá Íslenskum aðalverktökum suður frá. Síðan bættust menn ört í hópinn þegar framkvæmdirnar komust á fullt skrið. Í Reykjavíkurhöfn. Vinnuprammi fyrir hamarinn sem var notaður til að reka niður staura í bryggjuna gerður klár til að verða dreginn upp í Hvalfjörð.Markús Karl Valsson Það voru menn af Akranesi og margir úr sveitunum í Hvalfirði. Það bjuggu allir á staðnum en menn fóru heim um helgar. Þetta voru góðar tekjur og fín vinna. Ég starfaði við þetta frá því í janúar 1966 þar til í desember 1968. Þetta urðu þannig tvö ár og bryggjan var fullsmíðuð með lögnum og öllu saman þegar ég kvaddi.“ Olíubirgðastöð NATO er í dag leikmynd liðins tíma en bryggjan stendur enn. Fyrir nokkrum árum áskotnaðist Magnúsi Þór Hafsteinssyni meðfylgjandi myndir frá Markúsi Karli Valssyni heitnum, en Markús var áhugaljósmyndari á Suðurnesjum og jafnframt starfsmaður Íslenskra aðalverktaka. Veitti hann Vísi góðfúslegt leyfi til að birta myndirnar. Vinnupramminn að leggja af stað.Markús Karl Valsson Markús Karl Valsson Markús Karl Valsson Markús Karl Valsson Framkvæmdir í gangi.Markús Karl Valsson Í fjörunni á Miðsandi. Handan fjarðar er Reynivallaháls.Markús Karl Valsson Horft upp eftir bryggjunni á Akranesi þar sem verið að skipa upp bitum í dekk bryggjunnar.Markús Karl Valsson Séð yfir Hvalfjörðinn.Markús Karl Valsson Einn af Fossunum kominn upp í Hvalfjörð með tréstaurana í bryggjuna.Markús Karl Valsson
Einu sinni var... Hvalfjarðarsveit NATO Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira