„Sumir leikmenn þurfa að spila fyrir nýjum samningum“ Árni Gísli Magnússon skrifar 20. september 2023 19:22 Hallgrímur Jónasson og Eiður Ben Eiríksson mynda þjálfarateymi KA. Vísir/Hulda Margrét KA vann 4-2 sigur á Keflavík á Akureyri í dag í fyrstu umferð neðri hluta Bestu deildar karla. Hallgrímur Mar Steingrímsson kláraði leikinn á 88. mínútu með sínu öðru marki og gulltryggði KA stigin þrjú. Eiður Ben Eiríksson, aðstoðarþjálfari KA, hafði sitt hvað að segja um leikinn. „Við vorum kærulausir, afslappaðir, pressulausir. Keflavík voru að berjast fyrir lífi sínu og mér fannst þessi leikur svolítið litast af því. Við vorum betri en Keflavík alltaf hættulegir og hefðu alveg getað refsað okkur oftar.“ KA var komið í 2-0 eftir einungis 6 mínútur og spilaði fyrri hálfleikinn mun betur en þann seinni og Eiður var sammála því. „Við hefðum alveg getað búið okkur betur undir það að þeir væru klárir að fara all-in. Eitthvað sem þeir hafa ekki gert, hafa ekki verið að pressa hátt á vellinum. Um leið og við fórum að leysa það með því að spila boltaum yfir pressuna þá fannst mér við gera það vel og sköpuðum okkur fullt af færum og fleiri færi heldur en við skoruðum úr.“ Leikurinn var opinn og skemmtilegur enda Keflavík að berjast fyrir lífi sínu og KA í raun ekki að spila upp á neitt. „Leikurinn náttúrulega litast af því að við vorum að tapa bikarúrslitaleik þar sem allt var undir. Ég var í rauninni hræddari um að menn yrðu slappari heldur en í dag. Ég bjóst ekki við að menn næðu að mótivera sig undir þetta verkefni. Við getum reynt allt á æfingasvæðinu og reynt að peppa menn og eitthvað svona en þetta er bara mikið högg að tapa svona leik eins og síðustu helgi.“ „Ég bjóst svo sem ekki við neinu en að vera 2-0 yfir eftir 5 mínútur kom manni rosalega á óvart. Kannski eðlilegt að þú slökkvir aðeins á þér en mér fannst við vera svolítið kærulausir á boltann og tókum stundum óþarfa áhættur en eins og í seinni hálfleik fóru þeir bara að pressa maður á mann og við fórum fullseint að spila boltanum yfir pressuna og vera aðeins klókari.“ KA liðið er búið að taka þátt í Evrópuævintýri í ár ásamt því að komast í bikarúrslit og eiga frábært tímabil í deildinni í fyrra. Er erfitt að finna hungur í leikmannahópnum til að spila þessa leiki í neðri hluta deildarinnar? „Ég held að menn þurfi bara að finna það hjá sjálfum sér. Til hvers ertu í þessu? Til hvers ertu að spila fótbolta? Sumir leikmenn eru bara samningslausir og þurfa að spila fyrir nýjum samningum. Sumir leikmenn vilja væntanlega spila meira og bæta sig. Það sem bíður manna eru bara fjórir mánuðir inni í Boga og á lélegum æfingatíma þannig menn þurfa bara að gjöra svo vel að mótivera sig og peppa sig upp í það að spila síðustu fjóra leikina og njóta þess að spila með bros á vör.“ Eru leikmenn að berjast fyrir lífi sínu innan KA í þessum síðustu leikjum tímabilsins? „Ég myndi halda að það sé þannig í einhverjum tilfellum. Þú getur leitað á KSÍ, það eru einhverjir samingslausir“, sagði Eiður að lokum. Íslenski boltinn Besta deild karla KA Keflavík ÍF Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Fleiri fréttir Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Sjá meira
Eiður Ben Eiríksson, aðstoðarþjálfari KA, hafði sitt hvað að segja um leikinn. „Við vorum kærulausir, afslappaðir, pressulausir. Keflavík voru að berjast fyrir lífi sínu og mér fannst þessi leikur svolítið litast af því. Við vorum betri en Keflavík alltaf hættulegir og hefðu alveg getað refsað okkur oftar.“ KA var komið í 2-0 eftir einungis 6 mínútur og spilaði fyrri hálfleikinn mun betur en þann seinni og Eiður var sammála því. „Við hefðum alveg getað búið okkur betur undir það að þeir væru klárir að fara all-in. Eitthvað sem þeir hafa ekki gert, hafa ekki verið að pressa hátt á vellinum. Um leið og við fórum að leysa það með því að spila boltaum yfir pressuna þá fannst mér við gera það vel og sköpuðum okkur fullt af færum og fleiri færi heldur en við skoruðum úr.“ Leikurinn var opinn og skemmtilegur enda Keflavík að berjast fyrir lífi sínu og KA í raun ekki að spila upp á neitt. „Leikurinn náttúrulega litast af því að við vorum að tapa bikarúrslitaleik þar sem allt var undir. Ég var í rauninni hræddari um að menn yrðu slappari heldur en í dag. Ég bjóst ekki við að menn næðu að mótivera sig undir þetta verkefni. Við getum reynt allt á æfingasvæðinu og reynt að peppa menn og eitthvað svona en þetta er bara mikið högg að tapa svona leik eins og síðustu helgi.“ „Ég bjóst svo sem ekki við neinu en að vera 2-0 yfir eftir 5 mínútur kom manni rosalega á óvart. Kannski eðlilegt að þú slökkvir aðeins á þér en mér fannst við vera svolítið kærulausir á boltann og tókum stundum óþarfa áhættur en eins og í seinni hálfleik fóru þeir bara að pressa maður á mann og við fórum fullseint að spila boltanum yfir pressuna og vera aðeins klókari.“ KA liðið er búið að taka þátt í Evrópuævintýri í ár ásamt því að komast í bikarúrslit og eiga frábært tímabil í deildinni í fyrra. Er erfitt að finna hungur í leikmannahópnum til að spila þessa leiki í neðri hluta deildarinnar? „Ég held að menn þurfi bara að finna það hjá sjálfum sér. Til hvers ertu í þessu? Til hvers ertu að spila fótbolta? Sumir leikmenn eru bara samningslausir og þurfa að spila fyrir nýjum samningum. Sumir leikmenn vilja væntanlega spila meira og bæta sig. Það sem bíður manna eru bara fjórir mánuðir inni í Boga og á lélegum æfingatíma þannig menn þurfa bara að gjöra svo vel að mótivera sig og peppa sig upp í það að spila síðustu fjóra leikina og njóta þess að spila með bros á vör.“ Eru leikmenn að berjast fyrir lífi sínu innan KA í þessum síðustu leikjum tímabilsins? „Ég myndi halda að það sé þannig í einhverjum tilfellum. Þú getur leitað á KSÍ, það eru einhverjir samingslausir“, sagði Eiður að lokum.
Íslenski boltinn Besta deild karla KA Keflavík ÍF Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Fleiri fréttir Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn