Mikilvægi lyfjameðferðar við ADHD Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar 25. september 2023 17:30 ADHD er taugaþroskaröskun sem má að langstærstum hluta rekja til erfða. Greinileg frávik má finna á heilastarfi sem veldur umtalsverðum einkennum á sviði einbeitingar, virkni og hvatastjórnunar. Í meirihluta tilfella halda einkennin velli fram á fullorðinsár og koma niður á flestum sviðum lífsins; náms- og starfsgetu, samskiptum, barnauppeldi, fjárhag, akstri og heilsufari. Ómeðhöndlað ADHD styttir lífslengd fólks um 8-13 ár vegna aukinnar hættu á slysum, neyslu, afbrotum, sjálfsvígum og ofþyngd svo fátt eitt sé nefnt og óreglan meiri á hreyfingu, mataræði og lyfjatöku. Mikill meirihluti þeirra sem leitar sér sér aðstoðar við ADHD á fullorðinsárum glímir við að minnsta kosti eina fylgiröskun, svo sem þunglyndi eða kvíðaröskun. Sumir hafa árum saman verið meðhöndlaðir við hinum og þessum fylgikvillum en meðferðin borið takmarkaðan árangur þar sem ADHD var vangreint. Greining sálfræðinga við ADHD er umfangsmikil þar sem afla þarf upplýsinga um hegðun í æsku, meta hvort vandinn hái fólki á ýmsum sviðum lífsins og útiloka að einkennin séu komin til vegna annarra þátta en ADHD. ADHD-greining hjá sálfræðingi hefst með skimun og lagt upp í fulla greiningu ef einkennin skimunar fara yfir viss mörk í æsku og á fullorðinsárum. Ákveðnum hluta fólks er vísað frá þegar svo er ekki. Ólíkt flestum geðröskunum þurfa einhver einkenni ADHD að vera komin fram fyrir 12 ára aldur og því ólíklegt að um ADHD sé að ræða ef einkennin eru tilkomin á fullorðinsárum. Þökk sé yfir 400.000 rannsóknum er ADHD vel þekkt og úrræðin góð. Lyfjameðferð er öflugasta úrræðið og gjörbreytir horfum fólks með umtalsverð einkenni. Það jaðrar við mannréttindabroti að takmarka aðgengi þessa hóps að meðferð við vanda, sem hefur jafn afdrifarík áhrif á lífsgæði og lífslengd fólks, og ADHD. Má helst líkja því við það að meina nærsýnum um gleraugu (og láta þá ferjast um gleraugnalausir í umferðinni), eða bíða árum saman eftir tíma hjá sjóntækjafræðingi. Það þætti heldur ekki góður praxís að draga það í efa að nærsýnir þyrftu gleraugu þar sem einn og einn væri að spóka sig um með gleraugu upp á sportið (og gæti jafnvel skorið sig á glerjunum). Eða að meina fólki með alvarlegar sýkingar um sýklalyf af því að einhverjir taka þau inn af litlu tilefni. Búið er að taka fyrir að sjálfstætt starfandi sálfræðingar geti sent skjólstæðinga sína til meðhöndlunar hjá ADHD-teymi heilsugæslu að lokinni greiningu, þótt margir sjálfstætt starfandi sálfræðingar séu jafnfærir um slíkar greiningar og meðlimir teymisins. Biðin eftir meðferð við teymið, þar sem einn geðlæknir er að störfum, er 2-3 ár þegar greining liggur fyrir og helmingi lengri þegar svo er ekki. Nú þegar bíða 2500 manns meðferðar hjá teyminu og gefur auga leið að fámennt teymi með einum geðlækni annar ekki þessum fjölda. Enn síður ef þeir ætla einir að standa að ADHD-greiningum. Afar erfitt er fyrir fólk að komast að hjá sjálfstætt starfandi geðlæknum og er biðin þar álíka löng. Sjálfsagt mál er að gera kröfur um fagmennsku við greiningar á ADHD en skert aðgengi þessa hóps að meðferð er alvarlegt mál. Margra ára bið eftir meðferð þætti óviðunandi ef um líkamlegan sjúkdóm væri að ræða sem drægi ákveðinn hluta til dauða. Ég skora á stjórnvöld að greiða aðgengi þeirra, sem sannarlega glíma við ADHD, að meðferð við vandanum okkar allra vegna. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Dröfn Davíðsdóttir Heilsa Heilbrigðismál ADHD Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
ADHD er taugaþroskaröskun sem má að langstærstum hluta rekja til erfða. Greinileg frávik má finna á heilastarfi sem veldur umtalsverðum einkennum á sviði einbeitingar, virkni og hvatastjórnunar. Í meirihluta tilfella halda einkennin velli fram á fullorðinsár og koma niður á flestum sviðum lífsins; náms- og starfsgetu, samskiptum, barnauppeldi, fjárhag, akstri og heilsufari. Ómeðhöndlað ADHD styttir lífslengd fólks um 8-13 ár vegna aukinnar hættu á slysum, neyslu, afbrotum, sjálfsvígum og ofþyngd svo fátt eitt sé nefnt og óreglan meiri á hreyfingu, mataræði og lyfjatöku. Mikill meirihluti þeirra sem leitar sér sér aðstoðar við ADHD á fullorðinsárum glímir við að minnsta kosti eina fylgiröskun, svo sem þunglyndi eða kvíðaröskun. Sumir hafa árum saman verið meðhöndlaðir við hinum og þessum fylgikvillum en meðferðin borið takmarkaðan árangur þar sem ADHD var vangreint. Greining sálfræðinga við ADHD er umfangsmikil þar sem afla þarf upplýsinga um hegðun í æsku, meta hvort vandinn hái fólki á ýmsum sviðum lífsins og útiloka að einkennin séu komin til vegna annarra þátta en ADHD. ADHD-greining hjá sálfræðingi hefst með skimun og lagt upp í fulla greiningu ef einkennin skimunar fara yfir viss mörk í æsku og á fullorðinsárum. Ákveðnum hluta fólks er vísað frá þegar svo er ekki. Ólíkt flestum geðröskunum þurfa einhver einkenni ADHD að vera komin fram fyrir 12 ára aldur og því ólíklegt að um ADHD sé að ræða ef einkennin eru tilkomin á fullorðinsárum. Þökk sé yfir 400.000 rannsóknum er ADHD vel þekkt og úrræðin góð. Lyfjameðferð er öflugasta úrræðið og gjörbreytir horfum fólks með umtalsverð einkenni. Það jaðrar við mannréttindabroti að takmarka aðgengi þessa hóps að meðferð við vanda, sem hefur jafn afdrifarík áhrif á lífsgæði og lífslengd fólks, og ADHD. Má helst líkja því við það að meina nærsýnum um gleraugu (og láta þá ferjast um gleraugnalausir í umferðinni), eða bíða árum saman eftir tíma hjá sjóntækjafræðingi. Það þætti heldur ekki góður praxís að draga það í efa að nærsýnir þyrftu gleraugu þar sem einn og einn væri að spóka sig um með gleraugu upp á sportið (og gæti jafnvel skorið sig á glerjunum). Eða að meina fólki með alvarlegar sýkingar um sýklalyf af því að einhverjir taka þau inn af litlu tilefni. Búið er að taka fyrir að sjálfstætt starfandi sálfræðingar geti sent skjólstæðinga sína til meðhöndlunar hjá ADHD-teymi heilsugæslu að lokinni greiningu, þótt margir sjálfstætt starfandi sálfræðingar séu jafnfærir um slíkar greiningar og meðlimir teymisins. Biðin eftir meðferð við teymið, þar sem einn geðlæknir er að störfum, er 2-3 ár þegar greining liggur fyrir og helmingi lengri þegar svo er ekki. Nú þegar bíða 2500 manns meðferðar hjá teyminu og gefur auga leið að fámennt teymi með einum geðlækni annar ekki þessum fjölda. Enn síður ef þeir ætla einir að standa að ADHD-greiningum. Afar erfitt er fyrir fólk að komast að hjá sjálfstætt starfandi geðlæknum og er biðin þar álíka löng. Sjálfsagt mál er að gera kröfur um fagmennsku við greiningar á ADHD en skert aðgengi þessa hóps að meðferð er alvarlegt mál. Margra ára bið eftir meðferð þætti óviðunandi ef um líkamlegan sjúkdóm væri að ræða sem drægi ákveðinn hluta til dauða. Ég skora á stjórnvöld að greiða aðgengi þeirra, sem sannarlega glíma við ADHD, að meðferð við vandanum okkar allra vegna. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun