Enginn skjálfti í HK-ingum: Það situr enn í okkur að þeir hafi unnið deildina í fyrra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2023 16:46 Leifur Þór Leifsson er fyrirliði HK-liðsins. Vísir/Hulda Margrét HK mætir Fylki í kvöld í neðri hluta Bestu deildar karla en þetta er gríðarlega mikilvægur leikur í baráttunni um áframhaldandi sæti í Bestu deildinni. HK er með fjögurra stiga forskot á Fylki og fimm stigum frá fallsæti og eru HK-ingar því í mun betri stöðu en Árbæingar. „Þeir eru með bakið upp við vegg og við erum búnir að grafa okkur eigin holu. Þetta er því virkilega mikilvægur leikur fyrir bæði lið,“ sagði Leifur Þór Leifsson, fyrirliði HK, í samtali við Val Pál Eiríksson. Það er langt síðan HK vann síðasta leik sinn því liðið hefur ekki unnið leik síðan 9. ágúst. HK hefur leikir sex deildarleiki í röð án þess að vinna. Hvað orsakar þetta? „Þegar líða fór á mótið þá vorum við í góðri stöðu. Við fórum kannski of mikið í það að reyna að halda sigrunum. Við vorum ekki að tefla of miklu í sóknina þegar við vorum yfir og vorum að fá mörk á okkur á lokamínútunum,“ sagði Leifur Þór. „Núna erum við bara komnir með smá pressu á okkur og vonandi förum við að sækja sigrana aftur,“ sagði Leifur Þór. HK tapaði fyrir botnliði Keflavíkur í síðasta leik. Er eitthvað sérstakt sem HK þarf að bæta frá þeim leik? „Já við tökum alltaf eitthvað út úr leikjunum en við leggjum þá líka upp á misjafnan hátt. Munurinn núna er kannski sá að við erum komnir inn í Kór og okkur líður vel þar. Við höfum trú á því að við sækjum sigurinn,“ sagði Leifur Þór. HK er að sogast nær fallsætinu en er kominn einhver skjálfti í menn? „Nei ég myndi ekki segja það. Við erum með tveggja leikja forystu á þessi þrjú lið og Keflavík á ekki möguleika á því að ná okkur. Við þurfum bara einn sigur og við vitum það alveg. Við eigum tvo heimaleiki núna sem er gott fyrir okkur,“ sagði Leifur Þór. „Við fórum upp með Fylki í fyrra og þeir unnu þá deildina. Við viljum bara sanna fyrir þeim að við erum betra lið en þeir. Það situr enn í okkur að þeir hafi unnið deildina í fyrra,“ sagði Leifur Þór. 25. umferð Bestu deildar karla fer öll fram í dag. Dagurinn byrjar á leik KA og ÍBV sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 16.15. Hinir leikirnir fara allir fram klukkan 19.15. Leikur Vals og Breiðabliks verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og leikur Stjörnunnar og KR verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Hinir þrír leikirnir, Víkingur-FH, Fram-Keflavík og HK-Fylkir, verða sýndir á Bestu deildar stöðvunum. Stúkan verður síðan í beinni á Stöð 2 Sport frá klukkan 21.30. Besta deild karla HK Fylkir Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
HK er með fjögurra stiga forskot á Fylki og fimm stigum frá fallsæti og eru HK-ingar því í mun betri stöðu en Árbæingar. „Þeir eru með bakið upp við vegg og við erum búnir að grafa okkur eigin holu. Þetta er því virkilega mikilvægur leikur fyrir bæði lið,“ sagði Leifur Þór Leifsson, fyrirliði HK, í samtali við Val Pál Eiríksson. Það er langt síðan HK vann síðasta leik sinn því liðið hefur ekki unnið leik síðan 9. ágúst. HK hefur leikir sex deildarleiki í röð án þess að vinna. Hvað orsakar þetta? „Þegar líða fór á mótið þá vorum við í góðri stöðu. Við fórum kannski of mikið í það að reyna að halda sigrunum. Við vorum ekki að tefla of miklu í sóknina þegar við vorum yfir og vorum að fá mörk á okkur á lokamínútunum,“ sagði Leifur Þór. „Núna erum við bara komnir með smá pressu á okkur og vonandi förum við að sækja sigrana aftur,“ sagði Leifur Þór. HK tapaði fyrir botnliði Keflavíkur í síðasta leik. Er eitthvað sérstakt sem HK þarf að bæta frá þeim leik? „Já við tökum alltaf eitthvað út úr leikjunum en við leggjum þá líka upp á misjafnan hátt. Munurinn núna er kannski sá að við erum komnir inn í Kór og okkur líður vel þar. Við höfum trú á því að við sækjum sigurinn,“ sagði Leifur Þór. HK er að sogast nær fallsætinu en er kominn einhver skjálfti í menn? „Nei ég myndi ekki segja það. Við erum með tveggja leikja forystu á þessi þrjú lið og Keflavík á ekki möguleika á því að ná okkur. Við þurfum bara einn sigur og við vitum það alveg. Við eigum tvo heimaleiki núna sem er gott fyrir okkur,“ sagði Leifur Þór. „Við fórum upp með Fylki í fyrra og þeir unnu þá deildina. Við viljum bara sanna fyrir þeim að við erum betra lið en þeir. Það situr enn í okkur að þeir hafi unnið deildina í fyrra,“ sagði Leifur Þór. 25. umferð Bestu deildar karla fer öll fram í dag. Dagurinn byrjar á leik KA og ÍBV sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 16.15. Hinir leikirnir fara allir fram klukkan 19.15. Leikur Vals og Breiðabliks verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og leikur Stjörnunnar og KR verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Hinir þrír leikirnir, Víkingur-FH, Fram-Keflavík og HK-Fylkir, verða sýndir á Bestu deildar stöðvunum. Stúkan verður síðan í beinni á Stöð 2 Sport frá klukkan 21.30.
Besta deild karla HK Fylkir Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira