Byggjum brú fyrir framtíðina Íris E. Gísladóttir skrifar 29. september 2023 11:00 Í heimi menntatækni (e. edtech), þar sem markmiðið er að menntakerfið þróist í takt við þarfir samfélags sem byggir í auknum mæli á tækni og nýsköpun, leika hágæðarannsóknir lykilhlutverk. Ekki síst þegar kemur að yngri stigum menntakerfisins. Þar eru rannsóknarbyggðar menntatæknilausnir grundvöllur markvissra breytinga sem skila árangri. En hvar liggur lykillinn að slíkum árangri? Nýting menntatækni í kennslu snýst ekki bara um að kaupa tæki og innleiða stafrænar lausnir heldur þarf að endurhugsa menntunina sjálfa. Þar er menntatækni lykillinn að því að skapa kraftmikið námsumhverfi, persónulega námskrá og að búa nemendur undir áskoranir 21. aldarinnar. Til að ná þessum háleitu markmiðum er samstarf milli fræðasviða háskólanna, rannsókna og atvinnulífs nauðsynlegt. Háskólar og rannsóknastofnanir eru vagga þekkingar þar sem framsæknar rannsóknir og kennslufræðileg sérþekking renna saman. Það er hægt að nýta til að hanna gagnreyndar og skilvirkar menntatæknilausnir sem hafa getu til að gjörbreyta námi. En hraðar tækniframfarir krefjast lipra vinnubragða. Fjárhags- og tækniauðlindir einkageirans eru þar ómetanlegar. Í einkageiranum, mögulega ekki síst í hugverkaiðnaði þar sem helsta auðlindin er nýsköpun og rannsóknir og þróun, býr ómældur kraftur sem hefur burði til að koma nýstárlegum menntatæknilausnum til breiðari markhóps, bæði hérlendis og erlendis. Taki þessir aðilar höndum saman getum við skapað það burðarstykki sem þarf til að endurhugsa og lyfta upp ekki bara skólakerfinu og sérhverjum einstaklingi heldur hagkerfinu öllu. Í nánu samstarfi geta rannsóknastofnanir og menntatæknifyrirtæki stundað umfangsmiklar rannsóknir á námshegðun, vitsmunaþroska og áhrifum tækni sem leiðir til þróunará vörum sem eru sérsniðnar til að mæta þörfum framtíðarinnar. Þannig er hægt að skapa menntaumhverfi sem veitir börnunum okkar möguleika á framúrskarandi framtíðarfærni. Menntun sem kveikir neista sem ýtir undir lífstíð af þekkingarsköpun og símenntun. Samvinna fræðasviða, rannsókna og iðnaðar er kemur að menntatækni gefur möguleika á að endurskilgreina menntun fyrir komandi kynslóðir. Þetta snýst ekki bara um nýsköpun; þetta snýst um sameiginlega skuldbindingu til að styrkja nemendur, kennara og skóla með umbreytandi lausnum. Þetta snýst um að búa til vistkerfi þar sem rannsóknardrifin menntatækni blómstrar. Þar sem mörkin milli fræðasviðs og atvinnulífs hverfa í þágu menntunar. Í þessari vegferð skulum við muna að sameiginlegt verkefni okkar er að móta bjartari framtíð fyrir komandi kynslóðir. Spurt var í upphafi hvar lykillinn að árangri í menntakerfinu liggur. Lykillinn liggur í að stuðla að nánara samstarfi háskóla, rannsóknastofnana og einkageirans. Höfundur er stofnandi fyrirtækis í menntatækni og formaður Samtaka menntatæknifyrirtækja hjá Samtökum iðnaðarins. Greinin er skrifuð af því tilefni að Menntakvika stendur yfir. Hér er dagskrá: https://www.ki.is/vidburdir/menntakvika-2023/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Skóla - og menntamál Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Í heimi menntatækni (e. edtech), þar sem markmiðið er að menntakerfið þróist í takt við þarfir samfélags sem byggir í auknum mæli á tækni og nýsköpun, leika hágæðarannsóknir lykilhlutverk. Ekki síst þegar kemur að yngri stigum menntakerfisins. Þar eru rannsóknarbyggðar menntatæknilausnir grundvöllur markvissra breytinga sem skila árangri. En hvar liggur lykillinn að slíkum árangri? Nýting menntatækni í kennslu snýst ekki bara um að kaupa tæki og innleiða stafrænar lausnir heldur þarf að endurhugsa menntunina sjálfa. Þar er menntatækni lykillinn að því að skapa kraftmikið námsumhverfi, persónulega námskrá og að búa nemendur undir áskoranir 21. aldarinnar. Til að ná þessum háleitu markmiðum er samstarf milli fræðasviða háskólanna, rannsókna og atvinnulífs nauðsynlegt. Háskólar og rannsóknastofnanir eru vagga þekkingar þar sem framsæknar rannsóknir og kennslufræðileg sérþekking renna saman. Það er hægt að nýta til að hanna gagnreyndar og skilvirkar menntatæknilausnir sem hafa getu til að gjörbreyta námi. En hraðar tækniframfarir krefjast lipra vinnubragða. Fjárhags- og tækniauðlindir einkageirans eru þar ómetanlegar. Í einkageiranum, mögulega ekki síst í hugverkaiðnaði þar sem helsta auðlindin er nýsköpun og rannsóknir og þróun, býr ómældur kraftur sem hefur burði til að koma nýstárlegum menntatæknilausnum til breiðari markhóps, bæði hérlendis og erlendis. Taki þessir aðilar höndum saman getum við skapað það burðarstykki sem þarf til að endurhugsa og lyfta upp ekki bara skólakerfinu og sérhverjum einstaklingi heldur hagkerfinu öllu. Í nánu samstarfi geta rannsóknastofnanir og menntatæknifyrirtæki stundað umfangsmiklar rannsóknir á námshegðun, vitsmunaþroska og áhrifum tækni sem leiðir til þróunará vörum sem eru sérsniðnar til að mæta þörfum framtíðarinnar. Þannig er hægt að skapa menntaumhverfi sem veitir börnunum okkar möguleika á framúrskarandi framtíðarfærni. Menntun sem kveikir neista sem ýtir undir lífstíð af þekkingarsköpun og símenntun. Samvinna fræðasviða, rannsókna og iðnaðar er kemur að menntatækni gefur möguleika á að endurskilgreina menntun fyrir komandi kynslóðir. Þetta snýst ekki bara um nýsköpun; þetta snýst um sameiginlega skuldbindingu til að styrkja nemendur, kennara og skóla með umbreytandi lausnum. Þetta snýst um að búa til vistkerfi þar sem rannsóknardrifin menntatækni blómstrar. Þar sem mörkin milli fræðasviðs og atvinnulífs hverfa í þágu menntunar. Í þessari vegferð skulum við muna að sameiginlegt verkefni okkar er að móta bjartari framtíð fyrir komandi kynslóðir. Spurt var í upphafi hvar lykillinn að árangri í menntakerfinu liggur. Lykillinn liggur í að stuðla að nánara samstarfi háskóla, rannsóknastofnana og einkageirans. Höfundur er stofnandi fyrirtækis í menntatækni og formaður Samtaka menntatæknifyrirtækja hjá Samtökum iðnaðarins. Greinin er skrifuð af því tilefni að Menntakvika stendur yfir. Hér er dagskrá: https://www.ki.is/vidburdir/menntakvika-2023/
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun