Umfjöllun og viðtöl: HK - ÍBV 0-1 | Sigur heldur vonum Eyjamanna á lífi Þorsteinn Hjálmsson skrifar 1. október 2023 19:00 Eiður Aron Sigurbjörnsson skoraði sigurmark dagsins. Vísir / Hulda Margrét Í dag hófst næstsíðasta umferð Bestu deildarinnar. Í Kórnum fékk HK ÍBV í heimsókn í leik sem Eyjamenn unnu 0-1. Úrslit leiksins réðust úr umdeildri vítaspyrnu sem dæmd var á 30. mínútu leiksins. Eftir nokkuð jafnar fyrstu tíu mínútur tóku heimamenn yfir. Héldu þeir boltanum vel og lengi, oft á tíðum, á meðan Eyjamenn voru þéttir og vörðust á sínum vallarhelmingi í von um að fá tækifæri á skyndisókn. Raungerðist það eftir um hálftíma leik þegar Tómas Bent Magnússon, leikmaður ÍBV, slapp einn inn fyrir vörn HK. Arnar Freyr Ólafsson, markvörður HK, kom á móti honum úr marki sínu og reyndi að ná til boltans í sömu andrá og Tómas Bent og úr varð árekstur. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, dómari leiksins, mat atvikið sem svo að Arnar Freyr hafi verið of seinn til og benti á punktinn. Úr vítinu skoraði Eiður Aron Sigurbjörnsson. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiksins reyndu HK-ingar að jafna. Anton Søjberg var þar fremstur í flokki og átti tvær ágætis tilraunir áður en flautað var til hálfleiks. Sama var upp á teningnum í síðari hálfleik. Heimamenn stjórnuðu leiknum á meðan Eyjamenn vörðust vel. Lítið gerðist raun allan síðari hálfleikinn. HK-ingar áttu margar marktilraunir en af þeim stafaði lítil ógn og flestar hittu ekki markið eða fóru beint í lúkurnar á markverði ÍBV, Guy Smit. Augnablik HK til að jafna leikinn kom þó á 90. mínútu. Anton Søjberg tók þá aukaspyrnu rétt utan við miðjan teig Eyjamanna. Spyrnan flaug í fallegum boga yfir varnarvegginn og var á leið sinni niður í markhornið. Þar var þó mættur Eiður Aron Sigurbjörnsson og þrumaði boltanum af marklínunni. Leiknum lauk því með 0-1 sigri Eyjamanna sem þurfa að vinna Keflavík í næstu umferð og treysta á önnur úrslit til að halda sér uppi. HK þurfti stig í kvöld til að tryggja sína veru í deildinni og þarf það enn. Í versta falli fyrir HK-inga, ef þeir tapa í lokaumferðinni, þá þurfa þeir treysta á önnur úrslit. Af hverju vann ÍBV? Eyjamenn vörðust hrikalega vel í kvöld og tókst HK-ingum ekki að búa sér til eitt einasta dauðafæri í leiknum. Eyjamenn skoruðu svo úr besta færi leiksins sem var vítaspyrnan. Leikurinn réðist því á umdeildum dóm sem virðist, því miður fyrir HK og dómara leiksins, hafa verið rangur. Hverjir stóðu upp úr? Varnarleikur Eyjamanna með Eið Aron Sigurbjörnsson, markaskorara leiksins, í broddi fylkingar var það sem stóð upp úr í leiknum. Einnig má nefna Elvis, leikmann ÍBV, sem lék á miðjunni í kvöld fyrir Eyjamenn þrátt fyrir að hafa spilað mest megnið í stöðu hægri bakvarðar. Var hann lúsiðinn allan leikinn og skilaði sínu hlutverki vel frá sér. Hvað gekk illa? Eins leiðinlegt og er að benda á það þá var það þessi vítaspyrnudómur Vilhjálms Alvars sem veitti ÍBV tækifæri á að skora í leiknum og þar með sigra. HK hafði þó rúmar 60 mínútur til að jafna leikinn en sóknarþungi þeirra var ekki upp á marga fiska í kvöld. Hvað gerist næst? ÍBV fær fallna Keflvíkinga í heimsókn í loka umferð Bestu deildarinnar næsta laugardag klukkan 14:00. HK fer norður í síðustu umferðinni og mæta KA. Þetta var ekkert fallegt hjá okkur Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV.Vísir/Hulda Margrét „Þetta var bara upp á líf og dauða. Við þurftum að fá þrjú stig. Þetta var ekkert fallegt hjá okkur en þrjú stig voru það og það heldur alveg bullandi lífi í þessu og við vitum það að það er stórleikur strax um næstu helgi fyrir okkur,“ sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV að leik loknum. „Við vörðumst gríðarlega vel og allir sem einn. Það lögðu sig allir fram í þetta og allur bekkurinn, við þurftum að taka margar skiptingar og menn komu bara sterkir inn og sýndu samheldni í hópnum og viljann. Við ætlum að gera allt sem við getum.“ Hermann var ánægður með leikmenn sína sem framfylgdu því sem lagt var upp fyrir leik. „Við fórum fyrst og fremst í það að halda hreinu og þá er alltaf séns og við gerðum það og gerðum það vel. Við beittum svo skyndisóknum sem við fengum eitthvað af og föstum leikatriðum. Þú villt alltaf meira en þetta var allt sem skipti máli sem voru þrjú stig í dag.“ ÍBV verður að vinna lokaleik sinn gegn Keflavik um næstu helgi. „Það er flott núna að fá viku. Við erum búnir að spila þétt síðustu þrjá leiki og menn laskaðir, búið að vera mikið lask á okkur. Vonandi náum við að tjasla saman sem flestum og endurheimta vel fyrir þann leik og enn og aftur þá vitum við mikilvægi þess leiks. Við verðum að sýna úr hverju við erum gerðir og klára það með stæl út í Eyjum,“ sagði Hermann að lokum. Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn ÍBV HK
Í dag hófst næstsíðasta umferð Bestu deildarinnar. Í Kórnum fékk HK ÍBV í heimsókn í leik sem Eyjamenn unnu 0-1. Úrslit leiksins réðust úr umdeildri vítaspyrnu sem dæmd var á 30. mínútu leiksins. Eftir nokkuð jafnar fyrstu tíu mínútur tóku heimamenn yfir. Héldu þeir boltanum vel og lengi, oft á tíðum, á meðan Eyjamenn voru þéttir og vörðust á sínum vallarhelmingi í von um að fá tækifæri á skyndisókn. Raungerðist það eftir um hálftíma leik þegar Tómas Bent Magnússon, leikmaður ÍBV, slapp einn inn fyrir vörn HK. Arnar Freyr Ólafsson, markvörður HK, kom á móti honum úr marki sínu og reyndi að ná til boltans í sömu andrá og Tómas Bent og úr varð árekstur. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, dómari leiksins, mat atvikið sem svo að Arnar Freyr hafi verið of seinn til og benti á punktinn. Úr vítinu skoraði Eiður Aron Sigurbjörnsson. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiksins reyndu HK-ingar að jafna. Anton Søjberg var þar fremstur í flokki og átti tvær ágætis tilraunir áður en flautað var til hálfleiks. Sama var upp á teningnum í síðari hálfleik. Heimamenn stjórnuðu leiknum á meðan Eyjamenn vörðust vel. Lítið gerðist raun allan síðari hálfleikinn. HK-ingar áttu margar marktilraunir en af þeim stafaði lítil ógn og flestar hittu ekki markið eða fóru beint í lúkurnar á markverði ÍBV, Guy Smit. Augnablik HK til að jafna leikinn kom þó á 90. mínútu. Anton Søjberg tók þá aukaspyrnu rétt utan við miðjan teig Eyjamanna. Spyrnan flaug í fallegum boga yfir varnarvegginn og var á leið sinni niður í markhornið. Þar var þó mættur Eiður Aron Sigurbjörnsson og þrumaði boltanum af marklínunni. Leiknum lauk því með 0-1 sigri Eyjamanna sem þurfa að vinna Keflavík í næstu umferð og treysta á önnur úrslit til að halda sér uppi. HK þurfti stig í kvöld til að tryggja sína veru í deildinni og þarf það enn. Í versta falli fyrir HK-inga, ef þeir tapa í lokaumferðinni, þá þurfa þeir treysta á önnur úrslit. Af hverju vann ÍBV? Eyjamenn vörðust hrikalega vel í kvöld og tókst HK-ingum ekki að búa sér til eitt einasta dauðafæri í leiknum. Eyjamenn skoruðu svo úr besta færi leiksins sem var vítaspyrnan. Leikurinn réðist því á umdeildum dóm sem virðist, því miður fyrir HK og dómara leiksins, hafa verið rangur. Hverjir stóðu upp úr? Varnarleikur Eyjamanna með Eið Aron Sigurbjörnsson, markaskorara leiksins, í broddi fylkingar var það sem stóð upp úr í leiknum. Einnig má nefna Elvis, leikmann ÍBV, sem lék á miðjunni í kvöld fyrir Eyjamenn þrátt fyrir að hafa spilað mest megnið í stöðu hægri bakvarðar. Var hann lúsiðinn allan leikinn og skilaði sínu hlutverki vel frá sér. Hvað gekk illa? Eins leiðinlegt og er að benda á það þá var það þessi vítaspyrnudómur Vilhjálms Alvars sem veitti ÍBV tækifæri á að skora í leiknum og þar með sigra. HK hafði þó rúmar 60 mínútur til að jafna leikinn en sóknarþungi þeirra var ekki upp á marga fiska í kvöld. Hvað gerist næst? ÍBV fær fallna Keflvíkinga í heimsókn í loka umferð Bestu deildarinnar næsta laugardag klukkan 14:00. HK fer norður í síðustu umferðinni og mæta KA. Þetta var ekkert fallegt hjá okkur Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV.Vísir/Hulda Margrét „Þetta var bara upp á líf og dauða. Við þurftum að fá þrjú stig. Þetta var ekkert fallegt hjá okkur en þrjú stig voru það og það heldur alveg bullandi lífi í þessu og við vitum það að það er stórleikur strax um næstu helgi fyrir okkur,“ sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV að leik loknum. „Við vörðumst gríðarlega vel og allir sem einn. Það lögðu sig allir fram í þetta og allur bekkurinn, við þurftum að taka margar skiptingar og menn komu bara sterkir inn og sýndu samheldni í hópnum og viljann. Við ætlum að gera allt sem við getum.“ Hermann var ánægður með leikmenn sína sem framfylgdu því sem lagt var upp fyrir leik. „Við fórum fyrst og fremst í það að halda hreinu og þá er alltaf séns og við gerðum það og gerðum það vel. Við beittum svo skyndisóknum sem við fengum eitthvað af og föstum leikatriðum. Þú villt alltaf meira en þetta var allt sem skipti máli sem voru þrjú stig í dag.“ ÍBV verður að vinna lokaleik sinn gegn Keflavik um næstu helgi. „Það er flott núna að fá viku. Við erum búnir að spila þétt síðustu þrjá leiki og menn laskaðir, búið að vera mikið lask á okkur. Vonandi náum við að tjasla saman sem flestum og endurheimta vel fyrir þann leik og enn og aftur þá vitum við mikilvægi þess leiks. Við verðum að sýna úr hverju við erum gerðir og klára það með stæl út í Eyjum,“ sagði Hermann að lokum.
Leik lokið: Holland - Ísland 27-25 | Tveggja marka tap niðurstaðan eftir flotta frammistöðu gegn erfiðum andstæðingi Handbolti
Leik lokið: Holland - Ísland 27-25 | Tveggja marka tap niðurstaðan eftir flotta frammistöðu gegn erfiðum andstæðingi Handbolti