Setja stefnuna á sigur í Bandaríkjunum eftir ansi skrautlegan Ryder Bikar Aron Guðmundsson skrifar 2. október 2023 07:32 Rory í fögnuðinum eftir Ryder-bikar sigurinn Vísir/Getty Úrvalslið Evrópu bar sigur úr býtum gegn Bandaríkjunum í Ryder-bikarnum í golfi um nýliðna helgi á einu skemmtilegasta golfmóti ársins. Bandaríkjamenn áttu titil að verja á mótinu sem reyndist ansi skrautlegt. Ryder-bikarinn fór þetta árið fram í Evrópu, nánar tiltekið í Róm á Ítalíu. Úrvalslið Evrópu leiddi mótið allan tímann og sigldi svo í gær heim 16,5-11,5 sigri. Norður-Írinn Rory McIlroy átti sína bestu frammistöðu í Ryder-bikarnum á ferlinum um helgina og eftir alls konar havarí á mótinu. Þar á meðal rifrildi við einn af kylfusveinum bandaríska liðsins, gat hann leyft sér að fagna vel og innilega er úrslitin voru ljós. A furious Rory McIlroy confronted a Team USA caddie in the car park, after he was spotted waving his cap in McIlroy's face when lining up his final putt on 18 pic.twitter.com/Ha4r5hDsGi— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 30, 2023 „Ég er svo stoltur af því að vera hluti af þessu liði,“ sagði Rory eftir að úrslitin voru ráðin á Ryder-bikarnum. „Að baki er ótrúleg vika með þessum mönnum.“ Fyrir Ryder-bikar ársins hafði úrvalslið Evrópu tapað ansi illa fyrir Bandaríkjunum á þeirra heimavelli árið 2021. Rory segir það hafa verið ofarlega í huga kylfinga fyrir nýafstaðið mót. „Við vorum særðir eftir það mót og við vildum slá frá okkur í ár, sanna fyrir heiminum að sú frammistaða sem við skiluðum af okkur árið 2021 hafi ekki verið okkur eðlislæg. Þetta var stórkostleg frammistaða hjá okkur. Evrópska liðið setur stefnuna á að vinna Bandaríkin í Bandaríkjunum þegar Ryder-bikarinn fer þar fram að tveimur árum liðnum. „Það að vinna Ryder-bikarinn á útivelli er eitt stærsta afrek sem maður getur náð í golfheiminum. Það er það sem við munum gera.“ Ryder-bikarinn Ítalía Golf Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Ryder-bikarinn fór þetta árið fram í Evrópu, nánar tiltekið í Róm á Ítalíu. Úrvalslið Evrópu leiddi mótið allan tímann og sigldi svo í gær heim 16,5-11,5 sigri. Norður-Írinn Rory McIlroy átti sína bestu frammistöðu í Ryder-bikarnum á ferlinum um helgina og eftir alls konar havarí á mótinu. Þar á meðal rifrildi við einn af kylfusveinum bandaríska liðsins, gat hann leyft sér að fagna vel og innilega er úrslitin voru ljós. A furious Rory McIlroy confronted a Team USA caddie in the car park, after he was spotted waving his cap in McIlroy's face when lining up his final putt on 18 pic.twitter.com/Ha4r5hDsGi— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 30, 2023 „Ég er svo stoltur af því að vera hluti af þessu liði,“ sagði Rory eftir að úrslitin voru ráðin á Ryder-bikarnum. „Að baki er ótrúleg vika með þessum mönnum.“ Fyrir Ryder-bikar ársins hafði úrvalslið Evrópu tapað ansi illa fyrir Bandaríkjunum á þeirra heimavelli árið 2021. Rory segir það hafa verið ofarlega í huga kylfinga fyrir nýafstaðið mót. „Við vorum særðir eftir það mót og við vildum slá frá okkur í ár, sanna fyrir heiminum að sú frammistaða sem við skiluðum af okkur árið 2021 hafi ekki verið okkur eðlislæg. Þetta var stórkostleg frammistaða hjá okkur. Evrópska liðið setur stefnuna á að vinna Bandaríkin í Bandaríkjunum þegar Ryder-bikarinn fer þar fram að tveimur árum liðnum. „Það að vinna Ryder-bikarinn á útivelli er eitt stærsta afrek sem maður getur náð í golfheiminum. Það er það sem við munum gera.“
Ryder-bikarinn Ítalía Golf Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira