Frá þessu greindi Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United á blaðamannafundi í morgun.
Antony sætir rannsókn bæði í heimalandinu og á Bretlandi vegna meints ofbeldis í garð fyrrverandi kærustu hans, Gabrielle Cavallin. Tvær aðrar konur hafa stigið fram og sakað Antony um ofbeldi.
Manchester United hafði bannað leikmanninum að mæta til æfinga og spila með liðinu á meðan að rannsókn á hans máli stendur yfir en fyrir nýliðna helgi var greint frá því að Antony myndi snúa aftur til æfinga.
Manchester United er í riðli með Galatasaray, FC Kaupmannahöfn og Bayern Munchen sem liðið tapaði fyrir í fyrstu umferð riðlakeppninnar.