Það var bara ekki meira jákvætt í þessum leik nema bara markvarslan, ekki neitt annað Kári Mímisson skrifar 5. október 2023 22:31 Einar vonsvikinn. Vísir/Diego Einar Jónsson, þjálfari Fram, var að vonum verulega vonsvikinn með átta marka tap liðsins gegn FH í kvöld. Fram átti í miklum vandræðum í kvöld með sterk lið FH og fór oft illa að ráði sínu. „Þetta eru bara gríðarlega vonbrigði og ég er bara vonsvikinn. Ég verð bara að viðurkenna það að ég er eiginlega bara hálf orðlaus yfir frammistöðunni hjá okkur, þetta er ekki boðlegt í efstu deild. Við gátum ekkert í 60 mínútur. Arnór heldur okkur inni í þessum leik með frábærri markvörslu hér í kvöld. Í raun hefðum við átt skilið að tapa miklu stærra, það er bara þannig. Þessi áhlaup komu bara því við vorum að fá mjög góða markvörslu. Við gátum bara ekki neitt í þessum leik, þetta var andlaust og lélegt.“ En er Einar með einhverju svör hvernig hann getur bætt leik liðsins fyrir næsta leik? „Í raun og veru ekki. Ég held að svörin liggi bara hjá okkur sem liði. Ég er búinn að hafa þessa tilfinningu svolítið lengi. Við þurfum bara að takast á þessu sjálfir og ákveða hvaða leiðir við ætlum að fara og á hvaða vegferð við erum. Ég held að ég verið bara að vera heiðarlegur og það þýðir ekkert að fela það, þetta er ekki boðlegt. Þetta er ekki boðleg frammistaða í íþróttum yfir höfuð. Þetta eru stór orð en ég er bara gríðarlega vonsvikinn. Ég verð bara að segja það alveg eins og er.“ Þegar stutt var eftir af leiknum átti Fram möguleika á því að minnka muninn niður í tvö mörk en í stað þess gerðu gestirnir síðustu fimm mörk leiksins og unnu að lokum með átta mörkum. Einar segir það endurspegla andleysið í liðinu og telur að það hafi ekki verið mikið um jákvæða punkta hjá liðinu í kvöld. „Ég held að það endurspegli andleysið og aumingjaskapinn í okkur að þegar það eru rúmlega fimm mínútur eftir af leiknum þá gátum við komið þessu niður í tvö mörk en við gerum það ekki. Við áttum ekkert skilið og FH var miklu betri en við. Það var miklu meiri andi í þeirra liði og mér finnst eins og að þú sért að fiska eftir því að ég eigi að finna eitthvað jákvætt hjá okkur og það eina jákvæða sem ég get fundið í þessu er markvarsla, punktur. Það var bara ekki meira jákvætt í þessum leik nema bara markvarslan, ekki neitt annað.“ Varðandi framhaldið segist Einar vera áhyggjufullur eftir frammistöðuna í kvöld. Hann segir að liðið sé illa statt andlega og að hann hafi haft þá tilfinningu í einhvern tíma. „Ég er áhyggjufullur eins og staðan er í dag. Við erum búnir að spila núna við Val, Aftureldingu og FH sem eru allt saman frábær lið. Við erum auðvitað smá klaufar að fá ekki fleiri stig úr leikjunum gegn Val og Aftureldingu en ég var ekkert að búast við því að við myndum rúlla upp sex stigum úr þessum þremur leikjum, alls ekki. Frammistaðan hefur verið svona upp og ofan, kannski meira jákvæð heldur en neikvæð í síðustu tveimur leikjum en ég hef haft þessa tilfinningu í smá tíma. Áhyggjur mínar snúast aðallega að því hver staðan er á okkur andlega. Ég veit að við höfum mikil gæði í liðinu og eigum að geta kallað fram miklu betri frammistöðu en þetta. Þó að við hefðum tapað öllum leikjunum og gert það eins og menn þá væri maður fullur tilhlökkunnar og bjartsýnn á framhaldið en ég er það ekki í dag því miður.“ Handbolti Olís-deild karla Fram Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Sjá meira
„Þetta eru bara gríðarlega vonbrigði og ég er bara vonsvikinn. Ég verð bara að viðurkenna það að ég er eiginlega bara hálf orðlaus yfir frammistöðunni hjá okkur, þetta er ekki boðlegt í efstu deild. Við gátum ekkert í 60 mínútur. Arnór heldur okkur inni í þessum leik með frábærri markvörslu hér í kvöld. Í raun hefðum við átt skilið að tapa miklu stærra, það er bara þannig. Þessi áhlaup komu bara því við vorum að fá mjög góða markvörslu. Við gátum bara ekki neitt í þessum leik, þetta var andlaust og lélegt.“ En er Einar með einhverju svör hvernig hann getur bætt leik liðsins fyrir næsta leik? „Í raun og veru ekki. Ég held að svörin liggi bara hjá okkur sem liði. Ég er búinn að hafa þessa tilfinningu svolítið lengi. Við þurfum bara að takast á þessu sjálfir og ákveða hvaða leiðir við ætlum að fara og á hvaða vegferð við erum. Ég held að ég verið bara að vera heiðarlegur og það þýðir ekkert að fela það, þetta er ekki boðlegt. Þetta er ekki boðleg frammistaða í íþróttum yfir höfuð. Þetta eru stór orð en ég er bara gríðarlega vonsvikinn. Ég verð bara að segja það alveg eins og er.“ Þegar stutt var eftir af leiknum átti Fram möguleika á því að minnka muninn niður í tvö mörk en í stað þess gerðu gestirnir síðustu fimm mörk leiksins og unnu að lokum með átta mörkum. Einar segir það endurspegla andleysið í liðinu og telur að það hafi ekki verið mikið um jákvæða punkta hjá liðinu í kvöld. „Ég held að það endurspegli andleysið og aumingjaskapinn í okkur að þegar það eru rúmlega fimm mínútur eftir af leiknum þá gátum við komið þessu niður í tvö mörk en við gerum það ekki. Við áttum ekkert skilið og FH var miklu betri en við. Það var miklu meiri andi í þeirra liði og mér finnst eins og að þú sért að fiska eftir því að ég eigi að finna eitthvað jákvætt hjá okkur og það eina jákvæða sem ég get fundið í þessu er markvarsla, punktur. Það var bara ekki meira jákvætt í þessum leik nema bara markvarslan, ekki neitt annað.“ Varðandi framhaldið segist Einar vera áhyggjufullur eftir frammistöðuna í kvöld. Hann segir að liðið sé illa statt andlega og að hann hafi haft þá tilfinningu í einhvern tíma. „Ég er áhyggjufullur eins og staðan er í dag. Við erum búnir að spila núna við Val, Aftureldingu og FH sem eru allt saman frábær lið. Við erum auðvitað smá klaufar að fá ekki fleiri stig úr leikjunum gegn Val og Aftureldingu en ég var ekkert að búast við því að við myndum rúlla upp sex stigum úr þessum þremur leikjum, alls ekki. Frammistaðan hefur verið svona upp og ofan, kannski meira jákvæð heldur en neikvæð í síðustu tveimur leikjum en ég hef haft þessa tilfinningu í smá tíma. Áhyggjur mínar snúast aðallega að því hver staðan er á okkur andlega. Ég veit að við höfum mikil gæði í liðinu og eigum að geta kallað fram miklu betri frammistöðu en þetta. Þó að við hefðum tapað öllum leikjunum og gert það eins og menn þá væri maður fullur tilhlökkunnar og bjartsýnn á framhaldið en ég er það ekki í dag því miður.“
Handbolti Olís-deild karla Fram Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Sjá meira