Kingsley Coman kom heimamönnum Bayern yfir strax á tólftu mínútu eftir stoðsendingu frá Thomas Müller áður en Leroy Sane tvöfaldaði forystu liðsins eftir undirbúning Harry Kane.
Sane hélt svo að hann hefði komið heimamönnum í 3-0 á 44. mínútu, en markið dæmt af vegna ragnstöðu og staðan var því enn 2-0 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja.
Kingsley Coman bætti hins vegar öðru marki sínu og þriðja marki Bayern við á 85. mínútu og þar við sat. Niðurstaðan því öruggur 3-0 sigur Bayern München sem nú situr í þriðja sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með 17 stig eftir sjö leiki, tveimur stigum á eftir toppliði Bayer Leverkusen. Freiburg situr hins vegar í áttunda sæti með tíu stig.