Matvælastofnun varar neytendur sem hafa ofnæmi eða óþol fyrir mjólk við drykknum HELL ICE Coffee Coconut vegna þess að hann er vanmerktur. Í tilkynningu frá Matvælastofnun kemur fram að drykkurinn innihaldi mjólk en að það komi ekki fram á merkingum vegna óleyfislegs tungumáls.
Fyrirtækið Max Import ehf. hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness (HEF) innkallað vöruna og endurmerkt.
Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotu:
Vörumerki: Hell Energy
Vöruheiti: Hell Ice Coffee Coconut
Framleiðandi: Hell Energy
Innflytjandi: Max Import
Framleiðsluland: Ungverjaland
Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: 15.12.23
Geymsluskilyrði: þarf ekki að geyma í kæli
Dreifing: Krónan, Orkan, Extra, Sbarro, 10-11