Fastakúnna og einstakrar vinkonu minnst á Horninu í dag Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 11. október 2023 20:00 Dagný sat alltaf við sama borð, númer sjö, á sama stólnum. Borðið var frátekið fyrir hana í dag. Aðsend/Hornið Starfsfólk veitingastaðarins Hornsins minntist fastakúnna og einstakrar vinkonu í dag. Borð sjö sem hún Dagný sat alltaf við var frátekið fyrir hana, og þar stóð eftirlætisdrykkurinn hennar, kók með engum klaka. Veitingahúsið Hornið er elsti pizzustaður landsins. Staðurinn er fjölskyldurekinn og hafa eigendurnir myndað persónulegt samband við marga viðskiptavini og fastakúnna. Dagný Kristjánsdóttir var einn þeirra. „Dagný var fastakúnni í mörg ár, örugglega tíu til fimmtán ár,“ segir Ólöf Helga Jakobsdóttir, yfirmatreiðslumaður og rekstrarstjóri Hornsins. „Hún sat alltaf á sama borði, borði sjö, á sama stólnum. Hún kom yfirleitt yfirleitt um klukkan ellefu, um leið og við opnuðum dyrnar, stundum stóð hún fyrir utan og beið eftir okkur þegar við opnuðum.“ „Þið eruð hérna, þið eruð vinir mínir.“ Dagný pantaði sér alltaf það sama, kók með engum klaka. Það var tilfallandi hvort hún fékk sér að borða, en yfirleitt var hún bara að koma til að hitta starfsfólkið og spjalla. Á milli þeirra myndaðist einstakt vinasamband. Systkynin Ólöf Helga og Jakob Reynir við borðið hennar Dagnýjar í dag. Vísir/Egill Ólöf rifjar upp þegar Dagný pantaði sér eitt sinn borð á laugardagskvöldi, sem var óvenjulegt, enda kom hún yfirleitt klukkan ellefu á morgnanna. „Þá hringdi hún og bað um lítið borð, en ekki borðið sem hún situr vanalega við. Við sögðum að það væri ekkert mál og svo spurði ég hvort það væri eitthvað tilefni. Hún sagði: „Já ég ætla bara að fara út svona um helgi og hitta vini mína.“ Svo kemur hún á laugardagskvöldið og við spyrjum hvort vinir hennar séu á leiðinni eða hvort hún vilji panta. Þá segir hún:„Þið eruð hérna, þið eruð vinir mínir.“ „Þannig það var bara þessvegna sem hún var að koma út að borða, við vorum vinir hennar og hún var vinur okkar.“ Borð sjö frátekið fyrir Dagný í dag Dagný lést síðastliðinn mánudag, aðeins 33 ára, eftir erfið veikindi. Hennar var minnst á Horninu í dag. Þegar fréttastofa leit við í hádeginu í dag var setið við hvert borð. Nema við borð sjö, þar sem Dagný sat svo oft. Það var frátekið fyrir hana í dag, og að sjálfsögðu stóð drykkurinn hennar þar, kók með engum klaka. Einkennisdrykkur Dagnýjar, kók með engum klökum, stóð á borðinu sem var frátekið í hennar nafni í dag.Vísir/Egill „Það kom ekkert annað til greina,“ segir Ólöf. „Að sjálfsögðu tökum við borðið hennar frá og settum kók á borðið í hennar minningu. Hún verður hérna með okkur í dag á borðinu sínu.“ Myndin er tekin á fjörutíu ára afmæli Hornsins fyrir fjórum árum. Dagný færði staðnum skúringafötu, moppu og borðtuskur í tilefni dagsins.Ólöf Helga Jakobsdóttir. Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
Veitingahúsið Hornið er elsti pizzustaður landsins. Staðurinn er fjölskyldurekinn og hafa eigendurnir myndað persónulegt samband við marga viðskiptavini og fastakúnna. Dagný Kristjánsdóttir var einn þeirra. „Dagný var fastakúnni í mörg ár, örugglega tíu til fimmtán ár,“ segir Ólöf Helga Jakobsdóttir, yfirmatreiðslumaður og rekstrarstjóri Hornsins. „Hún sat alltaf á sama borði, borði sjö, á sama stólnum. Hún kom yfirleitt yfirleitt um klukkan ellefu, um leið og við opnuðum dyrnar, stundum stóð hún fyrir utan og beið eftir okkur þegar við opnuðum.“ „Þið eruð hérna, þið eruð vinir mínir.“ Dagný pantaði sér alltaf það sama, kók með engum klaka. Það var tilfallandi hvort hún fékk sér að borða, en yfirleitt var hún bara að koma til að hitta starfsfólkið og spjalla. Á milli þeirra myndaðist einstakt vinasamband. Systkynin Ólöf Helga og Jakob Reynir við borðið hennar Dagnýjar í dag. Vísir/Egill Ólöf rifjar upp þegar Dagný pantaði sér eitt sinn borð á laugardagskvöldi, sem var óvenjulegt, enda kom hún yfirleitt klukkan ellefu á morgnanna. „Þá hringdi hún og bað um lítið borð, en ekki borðið sem hún situr vanalega við. Við sögðum að það væri ekkert mál og svo spurði ég hvort það væri eitthvað tilefni. Hún sagði: „Já ég ætla bara að fara út svona um helgi og hitta vini mína.“ Svo kemur hún á laugardagskvöldið og við spyrjum hvort vinir hennar séu á leiðinni eða hvort hún vilji panta. Þá segir hún:„Þið eruð hérna, þið eruð vinir mínir.“ „Þannig það var bara þessvegna sem hún var að koma út að borða, við vorum vinir hennar og hún var vinur okkar.“ Borð sjö frátekið fyrir Dagný í dag Dagný lést síðastliðinn mánudag, aðeins 33 ára, eftir erfið veikindi. Hennar var minnst á Horninu í dag. Þegar fréttastofa leit við í hádeginu í dag var setið við hvert borð. Nema við borð sjö, þar sem Dagný sat svo oft. Það var frátekið fyrir hana í dag, og að sjálfsögðu stóð drykkurinn hennar þar, kók með engum klaka. Einkennisdrykkur Dagnýjar, kók með engum klökum, stóð á borðinu sem var frátekið í hennar nafni í dag.Vísir/Egill „Það kom ekkert annað til greina,“ segir Ólöf. „Að sjálfsögðu tökum við borðið hennar frá og settum kók á borðið í hennar minningu. Hún verður hérna með okkur í dag á borðinu sínu.“ Myndin er tekin á fjörutíu ára afmæli Hornsins fyrir fjórum árum. Dagný færði staðnum skúringafötu, moppu og borðtuskur í tilefni dagsins.Ólöf Helga Jakobsdóttir.
Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira