Rikki fór yfir listann og spilaði hljóðbrot úr hverri kvikmynd í morgunþættinum Brennslunni í morgun. Samstarfsmenn Rikka, Kristín Ruth Jónsdóttir og Egill Ploder Ottósson, giskuðu eftir hvert hljóðbrot og söfnuðu stigum í keppni sín á milli um hvaða kvikmynd væri að ræða.
Athygli vekur að Börn náttúrunnar, mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar frá 1991, kemst ekki á listann. Hún var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda kvikmyndin. Nokkuð samræmi er með vali Rikka og lesendum Vísis sem kusu um bestu frasana í íslenskum kvikmyndum árið 2014.
Lista Rikka má sjá í heild sinni hér að neðan:
1. Sódóma Reykjavík-1992
2. Englar Alheimsins-2000
3. Með Allt Á Hreinu-1982
4. Svartur á Leik-2012
5. Djöflaeyjan-1996
6. Stella í Orlofi-1986
7. Bíódagar-1994
8. Benjamín Dúfa-1995
9. 101 Reykjavík-2000
10. Mýrin-2006
Á undirsíðu Vísis, Íslenskar kvikmyndir, má finna stiklur og brot úr miklum fjölda íslenskra bíómynda og umfjöllun um þær.