Loftslagsbreytingar valdi verri öndunarfærasjúkdómum og sýkingum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. október 2023 13:01 Versnandi loftgæði og náttúruhamfarir af völdum loftslagsbreytinga eru stórt lýðheilsumál að sögn sérfræðinga. Vísir/Vilhelm Loftslagsbreytingar eru þegar farnar að hafa umtalsverð áhrif á lífsskilyrði á Íslandi og samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni eru þær stærsta heilsufarsógn mannkyns. Verkefnastjóri hjá landlækni segir tímaspursmál hvenær sjúkdómsberar á borð við moskítóflugur komi til landsins. Vísindanefnd um loftslagsbreytingar birti í morgun fjórðu skýrslu sína um loftslagbreytingar á Íslandi og var hún kynnt á fjölmennum fundi í Grósku. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að umtalsverð áhrif loftslagsbreytinga á atvinnuvegi, bygða innviði og efnahag skapi verulegar áskoranir. Til að mynda megi þar nefna tilflutning sjúkdómsbera norður á bóginn. „Það er aðeins talið tímaspursmál hvenær smit fer að berast úr mítlum í fólk hér á landi, til dæmis lyme-sjúkdómurinn. Eins er líka spurning hvenær moskítóflugur ná að nema land hér og þær geta flutt með sér ýmsa sjúkdóma,“ segir Gígja Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis og einn höfunda skýrslunnar. Huga þurfi að ýmsum þáttum, allt frá versnandi loftgæðum að náttúruhamförum. „Þótt hann geti haft margvísleg jákvæð áhrif getur aukinn gróður til dæmis valdið versnandi öndunarfærasjúkdómum og nýjum tilfellum. Svo geta ýmis konar veðuröfgar aukið hættu á slysum og geta haft víðtæk áhrif á samfélög og fólk.“ Breytt veðurfar og öfgar í veðri hafa þá áhrif á ræktunarmöguleika á Íslandi og hætta á að aðfangakeðjur rofni vegna áhrifa loftslagsbreytinga erlendis. Gígja segir aðgengi að hollum og góðum mat stórt lýðheilsumál. „Og að við séum sjálfbær um okkar fæðu sem við þurfum hér á landi. Þannig að við séum eins lítið háð utanaðkomandi aðföngum og hægt er. Það er talað um að aðfangakeðjum geti verið ógnað og þarna geta, fyrir Ísland, falist viss tækifæri varðandi matvælaframleiðslu,“ segir Gígja. Hún segir að verið sé að gera margt nú þegar til að bregðast við þessum áskorunum. „Við erum stutt á veg komin varðandi loftslagsmálin og lýðheilsu hér á landi en við þurfum að halda áfram að reyna að ná utan um stóru myndina og tryggja að við séum að vakta það sem þarf að vakta.“ Loftslagsmál Umhverfismál Heilbrigðismál Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Sjá meira
Vísindanefnd um loftslagsbreytingar birti í morgun fjórðu skýrslu sína um loftslagbreytingar á Íslandi og var hún kynnt á fjölmennum fundi í Grósku. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að umtalsverð áhrif loftslagsbreytinga á atvinnuvegi, bygða innviði og efnahag skapi verulegar áskoranir. Til að mynda megi þar nefna tilflutning sjúkdómsbera norður á bóginn. „Það er aðeins talið tímaspursmál hvenær smit fer að berast úr mítlum í fólk hér á landi, til dæmis lyme-sjúkdómurinn. Eins er líka spurning hvenær moskítóflugur ná að nema land hér og þær geta flutt með sér ýmsa sjúkdóma,“ segir Gígja Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis og einn höfunda skýrslunnar. Huga þurfi að ýmsum þáttum, allt frá versnandi loftgæðum að náttúruhamförum. „Þótt hann geti haft margvísleg jákvæð áhrif getur aukinn gróður til dæmis valdið versnandi öndunarfærasjúkdómum og nýjum tilfellum. Svo geta ýmis konar veðuröfgar aukið hættu á slysum og geta haft víðtæk áhrif á samfélög og fólk.“ Breytt veðurfar og öfgar í veðri hafa þá áhrif á ræktunarmöguleika á Íslandi og hætta á að aðfangakeðjur rofni vegna áhrifa loftslagsbreytinga erlendis. Gígja segir aðgengi að hollum og góðum mat stórt lýðheilsumál. „Og að við séum sjálfbær um okkar fæðu sem við þurfum hér á landi. Þannig að við séum eins lítið háð utanaðkomandi aðföngum og hægt er. Það er talað um að aðfangakeðjum geti verið ógnað og þarna geta, fyrir Ísland, falist viss tækifæri varðandi matvælaframleiðslu,“ segir Gígja. Hún segir að verið sé að gera margt nú þegar til að bregðast við þessum áskorunum. „Við erum stutt á veg komin varðandi loftslagsmálin og lýðheilsu hér á landi en við þurfum að halda áfram að reyna að ná utan um stóru myndina og tryggja að við séum að vakta það sem þarf að vakta.“
Loftslagsmál Umhverfismál Heilbrigðismál Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Sjá meira