Benedikt eftir stórsigur á Hetti: Átti ekki von á svona stórum sigri hérna Stefán Marteinn skrifar 20. október 2023 22:00 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var ánægður með sigur kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Njarðvík og Höttur áttust við í Ljónagryfjunni í Njarðvík þegar 3. umferð Subway deildar lauk í kvöld. Bæði lið voru taplaus fyrir leikinn í kvöld svo það var ljóst að eitthvað varð að gefa eftir hjá öðru liðinu. Á endanum voru það Njarðvíkingar sem höfðu betur en þeir kjöldrógu Hattarmenn og höfðu 36 stiga sigur 107-71, Benedikt Guðmundsson var að vonum stoltur af sínum mönnum. „Já ég verð að vera það. Við áttum góðan kafla bæði í fyrri og seinni þannig að þetta var bara framar vonum. Ég átti ekki von á svona stórum sigri hérna.“ Þrátt fyrir stórsigur Njarðvíkinga vildi Benedikt ekki meina að leikplanið hafi endilega gengið fullkomlega upp. „Það er eins og gengur og gerist, sumt gengur upp og annað ekki. Það var ekki leikplanið að láta Obi Trotter skora átján stig hérna á okkur. Óánægður með hvernig við dekkuðum hann en flest annað er ég bara nokkuð sáttur með og svo bara þegar menn eru að stíga upp, eins og Elías hérna í kvöld og fær hérna heiðursskiptingu með mínútu eftir og var frábær. Þegar að allir eru að leggja í púkkið og Maciej flottur og bara allir að skila þannig ég er bara mjög ánægður með það.“ Njarðvíkingar náðu fljótt yfirhöndinni í leiknum og lögðu góðan grunn af sigrinum strax í fyrri hálfleik. „Þriðji leikhluti fannst mér vera Hattar leikhluti. Við náðum ekki að hlaupa í þriðja leikhluta og þetta var svona svolítið ‘physical’ leikur á hálfum velli en svo náðum við kafla hérna sem gerði endanlega út um þetta og við náðum að hlaupa aðeins á þá og eins og ég talaði um fyrir leik að þetta yrði svona hvor leikstíllinn myndi hafa betur. Ég hefði viljað hafa lengri kafla þar sem okkar leikstíll var að ráða ferðinni en þegar það tókst þá heppnaðist það mjög vel.“ Chaz Williams hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína í upphafi móts og var Benedikt spurður út í þessa byrjun. „Chaz er náttúrulega eins og við vissum þegar við tókum hann að þetta er góður leikmaður. Hann er náttúrlega mjög lítill en hann er með risa hjarta. Það er með þessa Bandaríkjamenn að það er auðvelt að finna góða hæfileikaríka leikmenn en það er erfiðara að finna leikmenn með risa hjarta sem að leggja sig jafn mikið fram fyrir liðið og klúbbinn þannig að ég er eins og gefur að skilja í skýjunum með þennan gæja,“ sagði Benedikt að lokum. Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Sjá meira
„Já ég verð að vera það. Við áttum góðan kafla bæði í fyrri og seinni þannig að þetta var bara framar vonum. Ég átti ekki von á svona stórum sigri hérna.“ Þrátt fyrir stórsigur Njarðvíkinga vildi Benedikt ekki meina að leikplanið hafi endilega gengið fullkomlega upp. „Það er eins og gengur og gerist, sumt gengur upp og annað ekki. Það var ekki leikplanið að láta Obi Trotter skora átján stig hérna á okkur. Óánægður með hvernig við dekkuðum hann en flest annað er ég bara nokkuð sáttur með og svo bara þegar menn eru að stíga upp, eins og Elías hérna í kvöld og fær hérna heiðursskiptingu með mínútu eftir og var frábær. Þegar að allir eru að leggja í púkkið og Maciej flottur og bara allir að skila þannig ég er bara mjög ánægður með það.“ Njarðvíkingar náðu fljótt yfirhöndinni í leiknum og lögðu góðan grunn af sigrinum strax í fyrri hálfleik. „Þriðji leikhluti fannst mér vera Hattar leikhluti. Við náðum ekki að hlaupa í þriðja leikhluta og þetta var svona svolítið ‘physical’ leikur á hálfum velli en svo náðum við kafla hérna sem gerði endanlega út um þetta og við náðum að hlaupa aðeins á þá og eins og ég talaði um fyrir leik að þetta yrði svona hvor leikstíllinn myndi hafa betur. Ég hefði viljað hafa lengri kafla þar sem okkar leikstíll var að ráða ferðinni en þegar það tókst þá heppnaðist það mjög vel.“ Chaz Williams hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína í upphafi móts og var Benedikt spurður út í þessa byrjun. „Chaz er náttúrulega eins og við vissum þegar við tókum hann að þetta er góður leikmaður. Hann er náttúrlega mjög lítill en hann er með risa hjarta. Það er með þessa Bandaríkjamenn að það er auðvelt að finna góða hæfileikaríka leikmenn en það er erfiðara að finna leikmenn með risa hjarta sem að leggja sig jafn mikið fram fyrir liðið og klúbbinn þannig að ég er eins og gefur að skilja í skýjunum með þennan gæja,“ sagði Benedikt að lokum.
Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Sjá meira