Grænir flöskuhálsar Gísli Stefánsson skrifar 22. október 2023 09:30 Nýlega sat ég í starfshóp á vegum Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins sem hafði það hlutverk að skoða þarfir samfélagsins í Vestmannaeyjum út frá málaflokkum ráðuneytisins. Niðurstaða hópsins hvað orkumálin snertir er að nauðsynlegt er að tvöfalda flutningsgetu raforku til Vestmannaeyja svo hægt verði að koma á móts við núverandi þarfir samfélagsins sem og þær þarfir sem skapast með kröfu um orkuskipti. Það er töluverður samhljómur í þessu og þeirri staðreynd að einnig þarf að tvöfalda orkuframleiðslu fyrir allt landið ef markmið um orkuskipti eiga að nást. Klára þarf umræðuna um stóriðjuna Allir flokkar á þingi hafa markmið í orkumálum. Flestir eru sammála um orkuskiptin en sumir flokkanna gera óraunhæfar kröfur um að segja upp samningum við stóriðju og þannig mæta orkuþörfinni. Það verður að teljast óskynsamleg nálgun þar sem ekki er haft með í þeim málatilbúnaði hvaða áhrif það hefði á útflutningstekjur og atvinnuástand. Einnig eru hér að baki alþjóðlegar skuldbindingar og því snýst þetta einnig um trúverðugleika Íslands í alþjóðasamskiptum. Því er mikilvægt að stjórnarflokkarnir stigi nú fram og taki skýra afstöðu með gildandi samningum og klári þessa umræðu. Olían út fyrir rafmagn Mikilvægasta verkefnið er að draga sem mest úr notkun jarðefnaeldsneytis en til Íslands eru árlega flutt um ein milljón tonna af olíu. Ísland er komið einna lengst vestrænna ríkja í grænni orkuframleiðslu og á meðan að hér þarf að tvöfalda hana á næstu 20 til 30 árum er það mun minna en gengur og gerist í flestum þeim löndum sem við berum okkur saman við. Land- og náttúruvernd nauðsynlegt í samtalinu Umræðan um hvort eigi að virkja eða ekki hefur í gegnum tíðina verið full svart-hvít að mínu mati. Það að virkjun skaði eða jafnvel eyðileggi umhverfið er ekki raunveruleikinn eins og dæmin sýna. Eins er það ekki sjálfgefið að verndun náttúrunnar sé skaðleg efnahagnum eða framþróun atvinnugreina. Samfélag eins og okkar, sem er í örum vexti, þarf meiri orku og getur vel aflað hennar með sjónarmið náttúrunnar að leiðarljósi. Þar koma tækniframfarir síðustu ára og umhverfisvænni möguleikar í hönnun sterkt inn. Sjónarmið þeirra sem vilja vernda land og náttúru eru nauðsynleg inn í umræðuna og veita orkugeiranum heilbrigt aðhald þegar umræðan er málefnaleg. Það er vel hægt að vinna þetta í sátt og það er markmiðið. Ísland er fyrirmynd Þó Ísland sé lítið í stóra samhengi heimsins og áhrif þess á loftslagið takmarkað er fordæmið sem fyrri kynslóðir settu og áttu frumkvæði að óumdeilt. Víða er horft til okkar sem fyrirmyndar í orkumálum og því mikilvægt að sýna festu og klára málið. Við höfum þó skapað fjölmarga græna flöskuhálsa í kerfinu okkar sem hægja á framþróun. Leyfisveitingaferlin og umhverfismötin eru sannarlega nauðsynleg en of tímafrek, of mörg og alltof þung í vöfum. Hreinsum til í kerfinu svo við getum nýtt grænu auðlindina til að létta umhverfinu róðurinn, minnkað notkun jarðefnaeldsneytis, skapa verðmæti og um leið láta okkar framtíð vera fyrirmynd annara. Höfundur bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Vestmannaeyjar Umhverfismál Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Sjá meira
Nýlega sat ég í starfshóp á vegum Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins sem hafði það hlutverk að skoða þarfir samfélagsins í Vestmannaeyjum út frá málaflokkum ráðuneytisins. Niðurstaða hópsins hvað orkumálin snertir er að nauðsynlegt er að tvöfalda flutningsgetu raforku til Vestmannaeyja svo hægt verði að koma á móts við núverandi þarfir samfélagsins sem og þær þarfir sem skapast með kröfu um orkuskipti. Það er töluverður samhljómur í þessu og þeirri staðreynd að einnig þarf að tvöfalda orkuframleiðslu fyrir allt landið ef markmið um orkuskipti eiga að nást. Klára þarf umræðuna um stóriðjuna Allir flokkar á þingi hafa markmið í orkumálum. Flestir eru sammála um orkuskiptin en sumir flokkanna gera óraunhæfar kröfur um að segja upp samningum við stóriðju og þannig mæta orkuþörfinni. Það verður að teljast óskynsamleg nálgun þar sem ekki er haft með í þeim málatilbúnaði hvaða áhrif það hefði á útflutningstekjur og atvinnuástand. Einnig eru hér að baki alþjóðlegar skuldbindingar og því snýst þetta einnig um trúverðugleika Íslands í alþjóðasamskiptum. Því er mikilvægt að stjórnarflokkarnir stigi nú fram og taki skýra afstöðu með gildandi samningum og klári þessa umræðu. Olían út fyrir rafmagn Mikilvægasta verkefnið er að draga sem mest úr notkun jarðefnaeldsneytis en til Íslands eru árlega flutt um ein milljón tonna af olíu. Ísland er komið einna lengst vestrænna ríkja í grænni orkuframleiðslu og á meðan að hér þarf að tvöfalda hana á næstu 20 til 30 árum er það mun minna en gengur og gerist í flestum þeim löndum sem við berum okkur saman við. Land- og náttúruvernd nauðsynlegt í samtalinu Umræðan um hvort eigi að virkja eða ekki hefur í gegnum tíðina verið full svart-hvít að mínu mati. Það að virkjun skaði eða jafnvel eyðileggi umhverfið er ekki raunveruleikinn eins og dæmin sýna. Eins er það ekki sjálfgefið að verndun náttúrunnar sé skaðleg efnahagnum eða framþróun atvinnugreina. Samfélag eins og okkar, sem er í örum vexti, þarf meiri orku og getur vel aflað hennar með sjónarmið náttúrunnar að leiðarljósi. Þar koma tækniframfarir síðustu ára og umhverfisvænni möguleikar í hönnun sterkt inn. Sjónarmið þeirra sem vilja vernda land og náttúru eru nauðsynleg inn í umræðuna og veita orkugeiranum heilbrigt aðhald þegar umræðan er málefnaleg. Það er vel hægt að vinna þetta í sátt og það er markmiðið. Ísland er fyrirmynd Þó Ísland sé lítið í stóra samhengi heimsins og áhrif þess á loftslagið takmarkað er fordæmið sem fyrri kynslóðir settu og áttu frumkvæði að óumdeilt. Víða er horft til okkar sem fyrirmyndar í orkumálum og því mikilvægt að sýna festu og klára málið. Við höfum þó skapað fjölmarga græna flöskuhálsa í kerfinu okkar sem hægja á framþróun. Leyfisveitingaferlin og umhverfismötin eru sannarlega nauðsynleg en of tímafrek, of mörg og alltof þung í vöfum. Hreinsum til í kerfinu svo við getum nýtt grænu auðlindina til að létta umhverfinu róðurinn, minnkað notkun jarðefnaeldsneytis, skapa verðmæti og um leið láta okkar framtíð vera fyrirmynd annara. Höfundur bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun