Rúi og Stúi flottir á sviðinu í Aratungu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. október 2023 20:00 Rúi og Stúi standa sig frábærlega á sviðinu í Aratungu eins og allir aðrir leikarar verksins. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Að gera hlutina sjálfur, ekki stóla alltaf á að einhver annar geri þá“, er boðskapur sýningarinnar „Rúi og Stúi“, sem er fyrsta barnaleikritið, sem Leikdeild Ungmennafélags Biskupstunga sýnir nú í félagsheimilinu Aratungu og var frumsýnt um helgina. Rúi og Stúi er eftir þá Skúla Rúnar Hilmarsson og Örn Alexandersson nú í leikstjórn Ólafs Jens Sigurðssonar og frumsamin tónlist í leikritinu er eftir Stefán Þorleifsson. Hér er um skemmtilegt barnaleikrit að ræða þar sem leikarar á öllum aldri fara á kostum. Verkið gengur út á vél, sem Rúi og Stúi hafa smíðað en hún getur gert við hluti, búið til hluti og jafnvel gert nákvæma styttu af sveitarstjóranum. „Þetta er búið að ganga rosalega vel. Við höfum skemmt okkur konunglega vel við það að koma þessar sýningu á laggirnar og hlegið okkur máttlaust hér hvert einasta kvöld og ég held að það skili sér bara yfir til áhorfenda,“ segir Ólafur Jens. Ólafur Jens Sigurðsson er leikstjóri sýningarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er ótrúlega skemmtilegt, það er ógeðslega gaman að leika hérna og skemmta fólki og ekki síður að læra nýja hluti, það er bara mjög gaman,“ segir Bergur Tjörfi Bjarnason, 11 ára, sem leikur þjófinn og lögregluna. Mörg mjög skemmtileg atvika verða á sviðinu þar sem börn jafnt sem fullorðnir skemmta sér saman í salnum, svo ekki sé minnst á leikarana á sviðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson “Þetta er algjörlega frábært, börnin eru skemmtilegustu áhorfendur, sem til eru,“ segir Runólfur Einarsson, sem leikur Stúa og Sigurjón Sæland, sem leikur Rúa bætir við, „Þetta er líka í fyrsta skipti, sem leikfélagið hér setur upp barnaleikrit.“ Og flott systkini leika á sviðinu, hann sem sveitarstjóri og hún sem prófessor. „Þetta er að viðhalda barninu í sjálfum sér, það er það sem skiptir máli, segir Hannes Örn Blandon og systir hans, Íris Blandon, bætir strax við. „Og geðheilsunni“. Systkinin, Íris Blandon og Hannes Örn Blandon, sem fara á kostum í sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hver er boðskapur sýningarinnar? „Að gera hlutina sjálfur, já, gera hlutina sjálfur, ekki alltaf að stóla á eitthvað annað eða að einhver annar geri það,“ segja systkinin samtaka um leið og þau hvetja alla, sem vettlingi geta valdið að skella sér á sýninguna í Aratungu. Hér er hægt að kaupa miða á sýninguna Hægt er að panta miða á sýninguna á tix.is eða hjá stjórnarfólki leikfélagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Menning Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira
Rúi og Stúi er eftir þá Skúla Rúnar Hilmarsson og Örn Alexandersson nú í leikstjórn Ólafs Jens Sigurðssonar og frumsamin tónlist í leikritinu er eftir Stefán Þorleifsson. Hér er um skemmtilegt barnaleikrit að ræða þar sem leikarar á öllum aldri fara á kostum. Verkið gengur út á vél, sem Rúi og Stúi hafa smíðað en hún getur gert við hluti, búið til hluti og jafnvel gert nákvæma styttu af sveitarstjóranum. „Þetta er búið að ganga rosalega vel. Við höfum skemmt okkur konunglega vel við það að koma þessar sýningu á laggirnar og hlegið okkur máttlaust hér hvert einasta kvöld og ég held að það skili sér bara yfir til áhorfenda,“ segir Ólafur Jens. Ólafur Jens Sigurðsson er leikstjóri sýningarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er ótrúlega skemmtilegt, það er ógeðslega gaman að leika hérna og skemmta fólki og ekki síður að læra nýja hluti, það er bara mjög gaman,“ segir Bergur Tjörfi Bjarnason, 11 ára, sem leikur þjófinn og lögregluna. Mörg mjög skemmtileg atvika verða á sviðinu þar sem börn jafnt sem fullorðnir skemmta sér saman í salnum, svo ekki sé minnst á leikarana á sviðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson “Þetta er algjörlega frábært, börnin eru skemmtilegustu áhorfendur, sem til eru,“ segir Runólfur Einarsson, sem leikur Stúa og Sigurjón Sæland, sem leikur Rúa bætir við, „Þetta er líka í fyrsta skipti, sem leikfélagið hér setur upp barnaleikrit.“ Og flott systkini leika á sviðinu, hann sem sveitarstjóri og hún sem prófessor. „Þetta er að viðhalda barninu í sjálfum sér, það er það sem skiptir máli, segir Hannes Örn Blandon og systir hans, Íris Blandon, bætir strax við. „Og geðheilsunni“. Systkinin, Íris Blandon og Hannes Örn Blandon, sem fara á kostum í sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hver er boðskapur sýningarinnar? „Að gera hlutina sjálfur, já, gera hlutina sjálfur, ekki alltaf að stóla á eitthvað annað eða að einhver annar geri það,“ segja systkinin samtaka um leið og þau hvetja alla, sem vettlingi geta valdið að skella sér á sýninguna í Aratungu. Hér er hægt að kaupa miða á sýninguna Hægt er að panta miða á sýninguna á tix.is eða hjá stjórnarfólki leikfélagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Menning Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira