Max Verstappen, sem er búinn að tryggja sér heimsmeistaratitilinn, byrjaði í sjötta sæti á ráspól en náði hægt og rólega að vinna sig upp og vann á endanum sinn fimmtánda kappakstur á tímabilinu.
Verstappen er nú kominn með 466 stig eða 226 stigum meira en Sergio Pérez sem er í öðru sæti.
BREAKING: Lewis Hamilton and Charles Leclerc have been disqualified from the 2023 United States Grand Prix for a technical infringement#F1 #USGP pic.twitter.com/HHNlf5urLW
— Formula 1 (@F1) October 23, 2023
Bretarnir Lewis Hamilton og Lando Norris náðu ekki að halda aftur af Hollendingnum en héldu að þeir hefðu báðir komist á verðlaunapall. Hamilton endaði aðeins tveimur sekúndum á eftir Verstappen en fljótlega kom í ljós að hann myndi ekki halda öðru sætinu.
Bíll Hamilton var dæmdur ólöglegur við skoðun þar sem hann var með aukabúnað undir bílnum sem er ekki leyfður. Charles Leclerc var í sömu sporum en hann hafði endaði í sjötta sætinu.
Aukabúnaður þessi hjálpar bílunum að sitja neðar á brautinni og býr mögulega til forskot þegar kemur að loftstreymi í kringum bílinn.
Lando Norris fór því upp í annað sætið en Carlos Sainz Jr. varð þriðji.
Frammistaða Hamilton og bílsins höfðu gefið góð fyrirheit að Mercedes væri loksins að takast að setja saman samkeppnishæfan bíl en eftir að bíllinn var dæmdur brjóta reglur keppninnar þá er eftir að meta nákvæmlega stöðuna á honum.
REVISED DRIVER STANDINGS (following Hamilton and Leclerc disqualifications) #F1 #USGP pic.twitter.com/zGIcCaHRYz
— Formula 1 (@F1) October 23, 2023