Lakers ekki unnið í fyrstu umferð síðan svartnættið 2016-17 reið yfir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. október 2023 11:00 Þessir þrír voru samherjar síðast þegar Lakers vann leik á opnunardag. Victor Decolongon/Getty Images NBA-deildin í körfubolta hefst með pompi og prakt í kvöld. Ríkjandi meistarar í Denver Nuggets fá Los Angeles Lakers í heimsókn og ef marka má undanfarin tímabil má reikna með öruggum sigri heimaliðsins. Klukkan 23.30 í kvöld – í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 - fer NBA-tímabilið 2023-24 af stað þegar þeir Nikola Jokić og Anthony Davis (að öllum líkindum) munu berjast um uppkastið í Denver. Um er að ræða viðureign milli liða sem mættust í úrslitum Vesturdeildar á síðustu leiktíð. Þó Denver hafi mætt með sóp með sér í það einvígi þá þótti það einfaldlega kraftaverk að Lakers hefði komist svo langt eftir hreint út sagt skelfilega byrjun á tímabilinu. Byrjun tímabilsins 2022-23 var einkar slæm en Lakers hefur gert það að vana sínum að tapa í fyrstu umferð deildarinnar. Fara þarf aftur til ársins 2016 til að finna sigur í fyrstu umferð en það var að sama skapi tímabil sem allt stuðningsfólk Lakers vill helst gleyma sem fyrst. Hér að neðan er samantekt yfir leiki Lakers í fyrstu umferð undanfarin ár. Hvað varðar kvöldið þá er leikur Golden State Warriors og Phoenix Suns í beinni útsendingu á eftir leik Lakers og Nuggets. 2022 Lakers byrjaði síðasta tímabil hreint út sagt ömurlega og tapaði fyrstu fimm leikjum sínum, sá fyrsti gegn þáverandi NBA-meisturum í Golden State Warriors. Það er þó þess virði að minnast á að fyrsti sigur liðsins á síðustu leiktíð kom gegn Denver Nuggets þann 30. október. 2021 Tímabilið 2021 byrjaði einnig gegn Golden State Warriors og viti menn, Stephen Curry og félagar höfðu betur. Að þessu sinni vann Lakers tvo af fyrstu fimm leikjum sínum og fjóra af fyrstu sjö. 2020 Tímabilið hófst ekki fyrr en í desember sökum kórónuveirufaraldursins. Liðin frá Lakers mættust í fyrsta leik og fór það svo að Clippers vann sjö stiga sigur, 116-109. Þetta var þó besta byrjun Lakers undanfarin þrjú ár þar sem liðið vann þrjár af fyrstu fimm leikjum sínum. 2019 Hér mættust liðin frá Lakers einnig í fyrsta leik og það kemur ekki á óvart en Clippers vann tíu stiga sigur, 112-102. Lakers vann hins vegar næstu sjö leiki sína og samtals 17 af fyrstu 19 leikjum sínum. 2018 Þrátt fyrir tvöfalda tvennu frá Lebron James, 26 stig og 12 fráköst, þá tapaði liðið fyrir Trail Blazers í Portland. Raunar tapaði liðið þremur fyrstu leikjum sínum og alls fjórum af fyrstu sex. 2017 Liðin frá LA mættust í fyrsta leik og það er ekki að spyrja að því, Clippers vann stórsigur. Lakers tapaði fjórum af fyrstu sex. 2016 Eins ótrúlegt og það hljómar þá vann Lakers sex stiga sigur á Houston Rockets þann 26. október 2016 en það var fyrsti leikur liðanna í NBA-deildinni það árið. Jordan Clarkson var stigahæstur með 25 stig, Timofey Mozgov reif niður 8 fráköst og Julius Randle gaf 6 stoðsendingar. Timofey Mozgov spilaði aðeins eitt tímabil með Lakers.Manuela Davies/Getty Images Það sem gerir þennan sigur enn magnaðri er sú staðreynd að Lakers vann aðeins 26 leiki þetta tímabil og endaði í 14. sæti Vesturdeildar. Eina liðið með lakari árangur í Vestrinu þetta tímabilið var Phoenix Suns en bæði lið eru talin líkleg til að fara langt í ár. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍR | Rifjast upp gamall rígur? Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Sjá meira
Klukkan 23.30 í kvöld – í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 - fer NBA-tímabilið 2023-24 af stað þegar þeir Nikola Jokić og Anthony Davis (að öllum líkindum) munu berjast um uppkastið í Denver. Um er að ræða viðureign milli liða sem mættust í úrslitum Vesturdeildar á síðustu leiktíð. Þó Denver hafi mætt með sóp með sér í það einvígi þá þótti það einfaldlega kraftaverk að Lakers hefði komist svo langt eftir hreint út sagt skelfilega byrjun á tímabilinu. Byrjun tímabilsins 2022-23 var einkar slæm en Lakers hefur gert það að vana sínum að tapa í fyrstu umferð deildarinnar. Fara þarf aftur til ársins 2016 til að finna sigur í fyrstu umferð en það var að sama skapi tímabil sem allt stuðningsfólk Lakers vill helst gleyma sem fyrst. Hér að neðan er samantekt yfir leiki Lakers í fyrstu umferð undanfarin ár. Hvað varðar kvöldið þá er leikur Golden State Warriors og Phoenix Suns í beinni útsendingu á eftir leik Lakers og Nuggets. 2022 Lakers byrjaði síðasta tímabil hreint út sagt ömurlega og tapaði fyrstu fimm leikjum sínum, sá fyrsti gegn þáverandi NBA-meisturum í Golden State Warriors. Það er þó þess virði að minnast á að fyrsti sigur liðsins á síðustu leiktíð kom gegn Denver Nuggets þann 30. október. 2021 Tímabilið 2021 byrjaði einnig gegn Golden State Warriors og viti menn, Stephen Curry og félagar höfðu betur. Að þessu sinni vann Lakers tvo af fyrstu fimm leikjum sínum og fjóra af fyrstu sjö. 2020 Tímabilið hófst ekki fyrr en í desember sökum kórónuveirufaraldursins. Liðin frá Lakers mættust í fyrsta leik og fór það svo að Clippers vann sjö stiga sigur, 116-109. Þetta var þó besta byrjun Lakers undanfarin þrjú ár þar sem liðið vann þrjár af fyrstu fimm leikjum sínum. 2019 Hér mættust liðin frá Lakers einnig í fyrsta leik og það kemur ekki á óvart en Clippers vann tíu stiga sigur, 112-102. Lakers vann hins vegar næstu sjö leiki sína og samtals 17 af fyrstu 19 leikjum sínum. 2018 Þrátt fyrir tvöfalda tvennu frá Lebron James, 26 stig og 12 fráköst, þá tapaði liðið fyrir Trail Blazers í Portland. Raunar tapaði liðið þremur fyrstu leikjum sínum og alls fjórum af fyrstu sex. 2017 Liðin frá LA mættust í fyrsta leik og það er ekki að spyrja að því, Clippers vann stórsigur. Lakers tapaði fjórum af fyrstu sex. 2016 Eins ótrúlegt og það hljómar þá vann Lakers sex stiga sigur á Houston Rockets þann 26. október 2016 en það var fyrsti leikur liðanna í NBA-deildinni það árið. Jordan Clarkson var stigahæstur með 25 stig, Timofey Mozgov reif niður 8 fráköst og Julius Randle gaf 6 stoðsendingar. Timofey Mozgov spilaði aðeins eitt tímabil með Lakers.Manuela Davies/Getty Images Það sem gerir þennan sigur enn magnaðri er sú staðreynd að Lakers vann aðeins 26 leiki þetta tímabil og endaði í 14. sæti Vesturdeildar. Eina liðið með lakari árangur í Vestrinu þetta tímabilið var Phoenix Suns en bæði lið eru talin líkleg til að fara langt í ár. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍR | Rifjast upp gamall rígur? Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Sjá meira