Eru foreldrar að missa tökin? Elsa Borg Sveinsdóttir og Kristín Björg VIggósdóttir skrifa 24. október 2023 09:30 Undanfarið hefur verið umræða í samfélaginu um að foreldrar ,,nenni” ekki lengur að vera foreldrar, hafi engin takmörk á skjánotkun, taki ekki nógu mikinn þátt í tómstundum barna sinna, virði ekki útivistartíma eða takmörk samfélagsmiðla, setji ekki mörk, mæti ekki á foreldrafundi í skólum o.s.frv. o.s.frv. Flestir foreldrar eru að gera sitt besta Um leið og við skiljum hvaðan umræðan um bresti foreldra er að koma viljum við segja að okkur finnst hún miður uppbyggileg. Foreldrar eru flestir að gera sitt besta miðað við það sem þeir hafa úr að moða hverju sinni. Þekkjum við ekki flest marga foreldra sem eru virkir þátttakendur í lífi barna sinna? Foreldra sem bjóða sig fram í sjálfboðaliða störf í skólanum eða tómstundum barna sinna, foreldra sem leggja sig fram um að efla heilsu barna sinna með góðu mataræði og hreyfingu. Foreldra sem sækja aðstoð fyrir sig og eða börnin sín, foreldra sem skipuleggja gæðastundir með hverju barni jafnvel þó það sé stundum snúið, foreldra sem eru virkir í stefnumótun um velferð barna t.d í sambandi við málefni skóla og foreldra og foreldra sem lesa sér til um uppeldi. Hvar eru þessir foreldrar í umræðunni? Við tökum undir það sem Linda Björk Ólafsdóttir og Berglind Brynjólfsdóttir sálfræðingar taka fram í grein sinni á visir.is 15. október sl. um að við ættum að vera fyrirmyndir í uppbyggilegum samskiptum í stað þess að einblína á og gagnrýna fámennan hóp foreldra sem gengst ekki við ábyrgð sinni. Vissulega er uppbyggilegt að ræða það sem betur má fara en hvernig það er gert skiptir máli. Þar að auki er mikilvægt að varpa ljósi á það að mögulega er aukin þörf fyrir stuðning við foreldra í uppeldishlutverkinu í takt við aukið álag. Að vera foreldri árið 2023 Foreldrar búa við mismunandi aðstæður og eru með mismunandi hluti í ,,bakpokanum” þegar þeir gerast foreldrar. Í nútímasamfélagi hafa hlutverk og væntingar til foreldra þróast verulega. Breytilegt fyrirkomulag í vinnu, tækni og menningu hafa leitt til nýrra áskorana. Margir foreldrar eiga erfiðara með að kúpla sig frá vinnu þegar heim er komið og eru með hálfan hug við vinnuna og fjölskyldulífið. Gert er ráð fyrir að foreldrar veiti börnum sínum þjálfun í félags- og tilfinningastjórn, taki virkan þátt í menntun barna sinna og stuðli helst að því að barnið sé framúrskarandi á hinum ýmsu sviðum. Einnig að foreldrið skapi jafnvægi á milli vinnu og fjölskyldulífs, innræti gildi góðra samfélagsþegna, hafi markvissa stefnu í tæknimenntun og skjánotkun, stuðli að fjölbreytileika og tryggi heilsu og vellíðan barna sinna. Að auki verða foreldrar að stjórna tíma sínum á skilvirkan hátt, setja sjálfsumönnun í forgang, vera sveigjanleg og aðlögunarhæf og hjálpa börnum sínum að byggja upp seiglu. Þessar væntingar endurspegla áskoranir foreldra í ört breytilegum heimi og leggja áherslu á þörfina fyrir jafnvægi og stuðning. Þess má geta að Ísland er í næst neðsta sæti evrópulanda innan OECD þegar kemur að jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Það er einnig heilmargt fyrir foreldra að halda utan um og þar má nefna upplýsingaflæði og kröfur um þátttöku frá skólum og tómstundum, fjölskyldu og félagslífi, heimilishald (helst Instagram vænt), lækna-, tannlækna- og sálfræðitíma, áhrif samfélagsmiðla og þannig mætti lengi telja. Það er gott og vel að það séu meiri samskipti en ekki gleyma því að áreitið verður meira þegar allt safnast saman. Tökum sem dæmi foreldri grunnskólabarns. Það fær tölvupósta frá skólastjóra, umsjónarkennara og foreldrafélagi skólans reglulega um gula daga, sparinesti, frídaga og foreldraviðtöl og margt fleira. Svo er fésbókarhópur fyrir bekkinn þar sem eru tilkynningar um afmæli, vinahópa, bekkjarkvöld, hátíðir, föndurkvöld, lús og njálg. Auk þess er barnið í tveimur tómstundum þar koma tilkynningar á sportabler, svo er sitthvor fésbókarhópurinn líka. Ef foreldrið tekur þátt í foreldrastarfinu í tómstundunum eða skólanum er líka spjallhópur fyrir það. Allt er þetta mjög jákvætt og gott en foreldri þarf tíma og orku til að geta sinnt þessu öllu og þetta er bara fyrir eitt barn. Eðlilegt að barn sýni foreldri aðra hegðun Þar að auki er mjög algengt að barn sýni foreldri sínu sterkari tilfinningar og óheflaðri hegðun en það sýnir til að mynda kennurum. Fyrir utanaðkomandi getur þetta virkað sem svo að barnið sé að hegða sér verr við foreldrið af því foreldrið er ekki með skýr mörk. En það er eðlilegt að barn sýni meiri tilfinningar við foreldri af því þau eiga annars konar tengsl og barnið treystir oft foreldrinu á dýpri hátt. Þetta á til að mynda sérstaklega við börn með fjölbreytta skynúrvinnslu. Þau eiga það til að setja upp grímu til að falla inn í skólaumhverfinu og þegar foreldri mætir á staðinn líður barninu nógu öruggu til að leyfa grímunni að falla og er þá jafnvel orðið úrvinda. Reynum að skilja hvort annað og styðja Þegar barn sýnir óæskilega hegðun reynum við að leggja ekki alla áherslu á það neikvæða hjá barninu og gerum ráð fyrir að barnið vilji gera vel en geti það ekki. Það sama gildir um foreldra, jafnvel þó okkur finnist þeir megi gera betur á sumum sviðum. Það er svo miklu árangursríkara að tengjast foreldrum og reyna að sýna þeim skilning heldur en að skamma þá og dæma. Styðjum frekar við foreldra og sköpum vettvang og tækifæri fyrir foreldra, umönnunaraðila, kennara og skólastjórnerndur að koma saman og hjálpast að. Stöndum þannig saman vörð um farsæld og réttindi barna sem við berum öll sameiginlega ábyrgð á sem samfélag. Erum við ekki annars öll að takast á við áskoranir í uppeldinu hverju sinni? Við getum ekki tekið nógu sterkt til orða hversu mikið umfang það er að vera foreldri í dag í þessari tækniveröld sem við búum í og það þarf miklu meiri umræðu um þetta málefni en það sem rúmast í einni grein. Breytum viðhorfum til foreldrahlutverksins og þróum ímyndina um “Þorpið” sem þarf til að ala upp barn. Sköpum okkar nútímaútgáfu af því í takt við samtímann. Elsa Borg Sveinsdóttir og Kristín Björg Viggósdóttir höfundar eru menntaðir foreldra- og uppeldisfræðingar og starfa m.a í Þorpinu-tengslasetur og eru báðar þriggja barna mæður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur verið umræða í samfélaginu um að foreldrar ,,nenni” ekki lengur að vera foreldrar, hafi engin takmörk á skjánotkun, taki ekki nógu mikinn þátt í tómstundum barna sinna, virði ekki útivistartíma eða takmörk samfélagsmiðla, setji ekki mörk, mæti ekki á foreldrafundi í skólum o.s.frv. o.s.frv. Flestir foreldrar eru að gera sitt besta Um leið og við skiljum hvaðan umræðan um bresti foreldra er að koma viljum við segja að okkur finnst hún miður uppbyggileg. Foreldrar eru flestir að gera sitt besta miðað við það sem þeir hafa úr að moða hverju sinni. Þekkjum við ekki flest marga foreldra sem eru virkir þátttakendur í lífi barna sinna? Foreldra sem bjóða sig fram í sjálfboðaliða störf í skólanum eða tómstundum barna sinna, foreldra sem leggja sig fram um að efla heilsu barna sinna með góðu mataræði og hreyfingu. Foreldra sem sækja aðstoð fyrir sig og eða börnin sín, foreldra sem skipuleggja gæðastundir með hverju barni jafnvel þó það sé stundum snúið, foreldra sem eru virkir í stefnumótun um velferð barna t.d í sambandi við málefni skóla og foreldra og foreldra sem lesa sér til um uppeldi. Hvar eru þessir foreldrar í umræðunni? Við tökum undir það sem Linda Björk Ólafsdóttir og Berglind Brynjólfsdóttir sálfræðingar taka fram í grein sinni á visir.is 15. október sl. um að við ættum að vera fyrirmyndir í uppbyggilegum samskiptum í stað þess að einblína á og gagnrýna fámennan hóp foreldra sem gengst ekki við ábyrgð sinni. Vissulega er uppbyggilegt að ræða það sem betur má fara en hvernig það er gert skiptir máli. Þar að auki er mikilvægt að varpa ljósi á það að mögulega er aukin þörf fyrir stuðning við foreldra í uppeldishlutverkinu í takt við aukið álag. Að vera foreldri árið 2023 Foreldrar búa við mismunandi aðstæður og eru með mismunandi hluti í ,,bakpokanum” þegar þeir gerast foreldrar. Í nútímasamfélagi hafa hlutverk og væntingar til foreldra þróast verulega. Breytilegt fyrirkomulag í vinnu, tækni og menningu hafa leitt til nýrra áskorana. Margir foreldrar eiga erfiðara með að kúpla sig frá vinnu þegar heim er komið og eru með hálfan hug við vinnuna og fjölskyldulífið. Gert er ráð fyrir að foreldrar veiti börnum sínum þjálfun í félags- og tilfinningastjórn, taki virkan þátt í menntun barna sinna og stuðli helst að því að barnið sé framúrskarandi á hinum ýmsu sviðum. Einnig að foreldrið skapi jafnvægi á milli vinnu og fjölskyldulífs, innræti gildi góðra samfélagsþegna, hafi markvissa stefnu í tæknimenntun og skjánotkun, stuðli að fjölbreytileika og tryggi heilsu og vellíðan barna sinna. Að auki verða foreldrar að stjórna tíma sínum á skilvirkan hátt, setja sjálfsumönnun í forgang, vera sveigjanleg og aðlögunarhæf og hjálpa börnum sínum að byggja upp seiglu. Þessar væntingar endurspegla áskoranir foreldra í ört breytilegum heimi og leggja áherslu á þörfina fyrir jafnvægi og stuðning. Þess má geta að Ísland er í næst neðsta sæti evrópulanda innan OECD þegar kemur að jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Það er einnig heilmargt fyrir foreldra að halda utan um og þar má nefna upplýsingaflæði og kröfur um þátttöku frá skólum og tómstundum, fjölskyldu og félagslífi, heimilishald (helst Instagram vænt), lækna-, tannlækna- og sálfræðitíma, áhrif samfélagsmiðla og þannig mætti lengi telja. Það er gott og vel að það séu meiri samskipti en ekki gleyma því að áreitið verður meira þegar allt safnast saman. Tökum sem dæmi foreldri grunnskólabarns. Það fær tölvupósta frá skólastjóra, umsjónarkennara og foreldrafélagi skólans reglulega um gula daga, sparinesti, frídaga og foreldraviðtöl og margt fleira. Svo er fésbókarhópur fyrir bekkinn þar sem eru tilkynningar um afmæli, vinahópa, bekkjarkvöld, hátíðir, föndurkvöld, lús og njálg. Auk þess er barnið í tveimur tómstundum þar koma tilkynningar á sportabler, svo er sitthvor fésbókarhópurinn líka. Ef foreldrið tekur þátt í foreldrastarfinu í tómstundunum eða skólanum er líka spjallhópur fyrir það. Allt er þetta mjög jákvætt og gott en foreldri þarf tíma og orku til að geta sinnt þessu öllu og þetta er bara fyrir eitt barn. Eðlilegt að barn sýni foreldri aðra hegðun Þar að auki er mjög algengt að barn sýni foreldri sínu sterkari tilfinningar og óheflaðri hegðun en það sýnir til að mynda kennurum. Fyrir utanaðkomandi getur þetta virkað sem svo að barnið sé að hegða sér verr við foreldrið af því foreldrið er ekki með skýr mörk. En það er eðlilegt að barn sýni meiri tilfinningar við foreldri af því þau eiga annars konar tengsl og barnið treystir oft foreldrinu á dýpri hátt. Þetta á til að mynda sérstaklega við börn með fjölbreytta skynúrvinnslu. Þau eiga það til að setja upp grímu til að falla inn í skólaumhverfinu og þegar foreldri mætir á staðinn líður barninu nógu öruggu til að leyfa grímunni að falla og er þá jafnvel orðið úrvinda. Reynum að skilja hvort annað og styðja Þegar barn sýnir óæskilega hegðun reynum við að leggja ekki alla áherslu á það neikvæða hjá barninu og gerum ráð fyrir að barnið vilji gera vel en geti það ekki. Það sama gildir um foreldra, jafnvel þó okkur finnist þeir megi gera betur á sumum sviðum. Það er svo miklu árangursríkara að tengjast foreldrum og reyna að sýna þeim skilning heldur en að skamma þá og dæma. Styðjum frekar við foreldra og sköpum vettvang og tækifæri fyrir foreldra, umönnunaraðila, kennara og skólastjórnerndur að koma saman og hjálpast að. Stöndum þannig saman vörð um farsæld og réttindi barna sem við berum öll sameiginlega ábyrgð á sem samfélag. Erum við ekki annars öll að takast á við áskoranir í uppeldinu hverju sinni? Við getum ekki tekið nógu sterkt til orða hversu mikið umfang það er að vera foreldri í dag í þessari tækniveröld sem við búum í og það þarf miklu meiri umræðu um þetta málefni en það sem rúmast í einni grein. Breytum viðhorfum til foreldrahlutverksins og þróum ímyndina um “Þorpið” sem þarf til að ala upp barn. Sköpum okkar nútímaútgáfu af því í takt við samtímann. Elsa Borg Sveinsdóttir og Kristín Björg Viggósdóttir höfundar eru menntaðir foreldra- og uppeldisfræðingar og starfa m.a í Þorpinu-tengslasetur og eru báðar þriggja barna mæður.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun