María Þóris opnar sig: Ég þurfti að þola mikið skítkast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2023 12:01 María Þórisdóttir sést hér með norska landsliðinu á Evrópumótinu afdrifaríka sumarið 2022. EPA-EFE/VINCENT MIGNOTT Hin norsk-íslenska María Þórisdóttir er komin aftur inn í norska landsliðið en hún var tekin inn í hópinn fyrir þennan landsleikjaglugga. María ræddi þessa endurkomu sína við fréttamann norska ríkisútvarpsins og var mjög sátt með það að vera aftur í landsliðinu. María spilar nú með Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni en þangað kom hún frá Manchester United í haust. Eins og krakki á jólunum „Ég var eins og krakki á jólunum þegar ég frétti af þessu. Ég hlakkaði mikið til að koma til móts við liðið,“ sagði María Þórisdóttir við NRK. Fréttamaður norska ríkisútvarpsins hitti Maríu eftir fyrstu landsliðsæfinguna og hún var í góðu skapi eins og oftast. „Ég brosi bara. Þetta er svo skemmtilegt,“ sagði María. Síðustu misseri hafa reynt mikið á okkar konu. Upphafið af vandræðum hennar má rekja til leiksins á EM 2022 þegar norska landsliðið tapaði 8-0 á móti enska landsliðinu. Greinin um Maríu á síðu norska ríkisúrvarpsins.nrk María gerði stór mistök í upphafi leiks, fékk á sig víti og lét stela af sér boltanum í öftustu línu. Enska liðið skoraði í bæði skiptin. „Það er ekkert leyndarmál að EM og tíminn eftir Evrópumótið var mjög erfiður,“ sagði María og heldur áfram: Ég var andlit leiksins „Ég var andlit þessa leiks á móti Englandi. Ég fékk líka mikið skítkast og þetta var líka auðvitað minn versti leikur,“ sagði María. Fréttamaðurinn spyr hana út í þá fullyrðingu að hú hafi verið andlit leiksins. „Það er erfitt þegar þú færð svona mikið skítkast. Maður reynir að halda áfram og ég hef komist í gegnum þetta en þetta var ekki skemmtilegt,“ sagði María. Hún var ekki valin í landsliðinu í framhaldinu en hafði þar áður verið fastamaður í liðinu. María ætlaði sér að komast aftur í landsliðið fyrir HM en meiddist þá illa. „Þegar ég meiddist þá vissi ég að þetta myndi taka tíma. Þetta var önnur blaut tuska í andlitið. Mér fannst ég eiga möguleika á því að berjast um sæti í HM-hópnum,“ sagði María. Sátt á suðurstöndinni María er sátt með lífið í Brighton. „Þetta er félag sem er að byrja svolítið upp á nýtt. Það eru að koma inn nýir styrktaraðilar og fullt af nýjum leikmönnum. Þetta verkefni sem er gaman að vera hluti af. Ég hef notið þess og Brighton er líka æðisleg borg,“ sagði María. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira
María ræddi þessa endurkomu sína við fréttamann norska ríkisútvarpsins og var mjög sátt með það að vera aftur í landsliðinu. María spilar nú með Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni en þangað kom hún frá Manchester United í haust. Eins og krakki á jólunum „Ég var eins og krakki á jólunum þegar ég frétti af þessu. Ég hlakkaði mikið til að koma til móts við liðið,“ sagði María Þórisdóttir við NRK. Fréttamaður norska ríkisútvarpsins hitti Maríu eftir fyrstu landsliðsæfinguna og hún var í góðu skapi eins og oftast. „Ég brosi bara. Þetta er svo skemmtilegt,“ sagði María. Síðustu misseri hafa reynt mikið á okkar konu. Upphafið af vandræðum hennar má rekja til leiksins á EM 2022 þegar norska landsliðið tapaði 8-0 á móti enska landsliðinu. Greinin um Maríu á síðu norska ríkisúrvarpsins.nrk María gerði stór mistök í upphafi leiks, fékk á sig víti og lét stela af sér boltanum í öftustu línu. Enska liðið skoraði í bæði skiptin. „Það er ekkert leyndarmál að EM og tíminn eftir Evrópumótið var mjög erfiður,“ sagði María og heldur áfram: Ég var andlit leiksins „Ég var andlit þessa leiks á móti Englandi. Ég fékk líka mikið skítkast og þetta var líka auðvitað minn versti leikur,“ sagði María. Fréttamaðurinn spyr hana út í þá fullyrðingu að hú hafi verið andlit leiksins. „Það er erfitt þegar þú færð svona mikið skítkast. Maður reynir að halda áfram og ég hef komist í gegnum þetta en þetta var ekki skemmtilegt,“ sagði María. Hún var ekki valin í landsliðinu í framhaldinu en hafði þar áður verið fastamaður í liðinu. María ætlaði sér að komast aftur í landsliðið fyrir HM en meiddist þá illa. „Þegar ég meiddist þá vissi ég að þetta myndi taka tíma. Þetta var önnur blaut tuska í andlitið. Mér fannst ég eiga möguleika á því að berjast um sæti í HM-hópnum,“ sagði María. Sátt á suðurstöndinni María er sátt með lífið í Brighton. „Þetta er félag sem er að byrja svolítið upp á nýtt. Það eru að koma inn nýir styrktaraðilar og fullt af nýjum leikmönnum. Þetta verkefni sem er gaman að vera hluti af. Ég hef notið þess og Brighton er líka æðisleg borg,“ sagði María.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira