Tannlæknir fer alla leið á hrekkjavökunni á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. október 2023 20:04 Sverrir Örn, tannlæknir á Selfossi, sem fer alla leið með hrekkjavökuna á morgun í húsi fjölskyldunnar við Kjarrhóla 8. Magnús Hlynur Hreiðarsson Tannlæknir á Selfossi kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að því að skreyta húsið sitt fyrir hrekkjavökuna annað kvöld. Það tekur hann um viku að koma öllu upp en uppblásnar dúkkur og blóðugar grímur eru hluti af leikmununum, auk þess sem húsið blikkar allt í ljósum. Hér erum við að tala um húsið í Kjarrhólum 8 þar sem Sverrir Örn Hlöðversson, tannlæknir og fjölskylda búa. Tannlæknirinn er búin að eyða öllum stundum eftir vinnu í bílskúrnum síðustu daga við að gera allt klárt fyrir morgundaginn en opið hús verður hjá fjölskyldunni frá 18:00 til 20:00 þar sem öll börn eru velkomin, hvort sem þau vilja koma ein eða með foreldrum í heimsókn og upplifa hrekkjavökuævintýrið í húsinu. „Það þarf að nota þetta drasl, sem er til. Þá vantar bara nokkrar dúkkur og eitthvað þannig. Meirihlutinn af einhverjum ljósum og drasli er til og svo bara að búa sér til eitthvað tilefni til að vera með eitthvað vesen,” segir Sverrir Örn. Sverrir fer alla leið með hrekkjavökuna hvort sem það er inn í bílskúr eða fyrir utan húsið. Hér er mikill metnaður á ferðinni. „Krakkarnir fara í gegnum göng inn í helli. Þá verður fullt af skrýtnum málverkum. Sum breytast og sum eru lifandi og eitthvað svona skrýtið. Svo ganga þau í gegnum einhverja ranghala og göng. Þetta er köngulóaþema, svo eru það spörfuglarnir hrafnarnir, pöddur og draugar og einhver djöfulgangur,” segir Sverrir Örn spenntur fyrir morgundeginum. „Þetta eru jólin,” bætir hann við. Opið verður í Kjarrhólunum á milli 18:00 og 20:00 morgun, 31. október. Sjón er sögu ríkari. Líkt og síðustu ár verður gengið í hús á Selfossi á þessum tíma. Húsin verða merkt með því að kveikja á kerti, lukt eða öðru slíku fyrir utan.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir konan á heimilinu yfir öllu þessu tilstandi hjá manni hennar? „Þetta er bara mjög flott, þetta verður geggjað.” Og hvernig er að eiga svona skrýtin karl? „Það er bara mjög gaman en það er krefjandi á köflum,” segir Halla Marinósdóttir skellihlæjandi. Árborg Hrekkjavaka Grín og gaman Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Sjá meira
Hér erum við að tala um húsið í Kjarrhólum 8 þar sem Sverrir Örn Hlöðversson, tannlæknir og fjölskylda búa. Tannlæknirinn er búin að eyða öllum stundum eftir vinnu í bílskúrnum síðustu daga við að gera allt klárt fyrir morgundaginn en opið hús verður hjá fjölskyldunni frá 18:00 til 20:00 þar sem öll börn eru velkomin, hvort sem þau vilja koma ein eða með foreldrum í heimsókn og upplifa hrekkjavökuævintýrið í húsinu. „Það þarf að nota þetta drasl, sem er til. Þá vantar bara nokkrar dúkkur og eitthvað þannig. Meirihlutinn af einhverjum ljósum og drasli er til og svo bara að búa sér til eitthvað tilefni til að vera með eitthvað vesen,” segir Sverrir Örn. Sverrir fer alla leið með hrekkjavökuna hvort sem það er inn í bílskúr eða fyrir utan húsið. Hér er mikill metnaður á ferðinni. „Krakkarnir fara í gegnum göng inn í helli. Þá verður fullt af skrýtnum málverkum. Sum breytast og sum eru lifandi og eitthvað svona skrýtið. Svo ganga þau í gegnum einhverja ranghala og göng. Þetta er köngulóaþema, svo eru það spörfuglarnir hrafnarnir, pöddur og draugar og einhver djöfulgangur,” segir Sverrir Örn spenntur fyrir morgundeginum. „Þetta eru jólin,” bætir hann við. Opið verður í Kjarrhólunum á milli 18:00 og 20:00 morgun, 31. október. Sjón er sögu ríkari. Líkt og síðustu ár verður gengið í hús á Selfossi á þessum tíma. Húsin verða merkt með því að kveikja á kerti, lukt eða öðru slíku fyrir utan.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir konan á heimilinu yfir öllu þessu tilstandi hjá manni hennar? „Þetta er bara mjög flott, þetta verður geggjað.” Og hvernig er að eiga svona skrýtin karl? „Það er bara mjög gaman en það er krefjandi á köflum,” segir Halla Marinósdóttir skellihlæjandi.
Árborg Hrekkjavaka Grín og gaman Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Sjá meira