Hugsar til gamals félaga á tímamótum: „Hann endaði því miður á vondum stað“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. nóvember 2023 09:11 Ari Freyr Skúlason eftir landsleik á móti Englandi á Wembley. Hann átti magnaðan feril með íslenska landsliðinu. Getty/Michael Regan Ari Freyr Skúlason spilaði í gær síðasta fótboltaleik sinn á ferlinum er lið hans Norrköping þurfti að þola tap fyrir Sirius í lokaumferð sænsku úrvalsdeildarinnar. Við tekur nýr kafli í nýju starfi hjá sænska félaginu. Hann er þakklátur fyrir að hafa annað starf strax og leikmannaferillinn klárast. Ari Freyr tók dæmisögu af fyrrum liðsfélaga sínum í Belgíu sem lenti á slæmum stað eftir að hans leikmannaferli lauk. Mýmargar sögur eru af fyrrum atvinnuíþróttamönnum sem glíma við þunglyndi, fíkn, fjárhagsörðugleika eftir að ferlinum lýkur og var Ari Freyr meðvitaður um það að hann þyrfti að hafa eitthvað fyrir stafni fyrst ákveðið var að skórnir færu upp í hillu. „Ég átti samtal við fyrrum fyrirliða minn í Belgíu fyrir ekkert svo löngu. Hann lenti mjög illa í því eftir að liðið féll og klúbburinn varð gjaldþrota. Hann varð félagslaus eftir það og í rauninni kúplaði sig frá öllum heiminum,“ „Hann sagði mér söguna sína hvað það væri mikilvægt að hafa eitthvað tilbúið þegar maður hættir. Hann vildi spila áfram en lítið bauðst og hann endaði því miður á vondum stað,“ segir Ari Freyr. Vegna þessa sé hann afar þakklátur fyrir það að fá starf hjá Norrköping og geta kúplað sig út úr því að spila leikinn á eigin forsendum og kynnst þjálfuninni í kunnuglegu umhverfi. „Ég hef oft rætt þetta við umboðsmann minn um þetta, hvað væri planið. Það eru nokkur ár síðan við byrjuðum að ræða hvað við ætluðum að gera. Mig langaði að taka þjálfaragráðuna til að hafa hana. En síðan ég flutti hingað og fór að vinna með ungum strákum hefur áhuginn á þjálfun bara aukist með hverjum deginum. Ég hikaði ekki við það að hoppa á þetta tækifæri, að hafa eitthvað klárt þegar ferilinn er búinn,“ segir Ari Freyr. Ari yfirgaf völlinn í síðasta skipti í gær og skórnir á leið upp í hillu.Getty Frekjukast leiddi næstum til skipta í Val Ari Freyr var ósáttur við stöðu sína hjá Norrköping fyrr á leiktíðinni þegar hann datt út úr hópnum þar sem reglur um hámarksfjölda útlendinga höfðu sitt að segja. Honum stóð til boða að koma heim eða að spila í næstefstu deild í Svíþjóð í stað þess að hætta en ákvað að setja fjölskylduna í fyrsta sæti og halda sig í Norrköping fyrst þjálfarastarf bauðst hjá félaginu. Hann hefur oftar en einu sinni verið orðaður við heimkomu í uppeldisfélag sitt, Val, og segist hafa verið hvað næst heimkomu þegar útlitið var hvað dekkst fyrr á þessu ári. „Nei, það var kannski helst í pirrings- og reiðikasti fyrr í ár sem ég reyndi að leita heim, til að fá að spila og njóta mín. Ég fékk neitun á það en staðan í dag er þannig að fjölskyldan gengur fyrir og ég held það sé það besta fyrir okkur núna líka,“ segir Ari Freyr. Heimkoma ekki í kortunum á næstunni Ari Freyr segist því ekki vera að leita heim. Fjölskylda hans hefur komið sér vel fyrir í Norrköping og líður vel. Vel má vera að hann flytji heim einn daginn en honum liggur ekki á. „Börnin hafa náttúrulega aldrei búið á Íslandi. Auðvitað getur verið þegar þau eru orðin aðeins eldri að maður setjist að heima. Maður veit aldrei hvað gerist. En þau hafa oft talað um það að þau langi að búa á Íslandi, enda finnst þeim frábært að koma heim í frí,“ „En það er aðeins annað að fara í skólann. Báðar fjölskyldurnar okkar konunnar eru á Íslandi og maður saknar Íslands alveg svakalega líka. Það var alveg frábært þegar maður var í landsliðinu að geta farið heim og hitt fjölskylduna en svo hef ég ekki búið á Íslandi síðan stutt hopp í eitt ár 2005 og 2006,“ segir Ari Freyr. „En það er aldrei að vita að maður verði gamall og feitur á hliðarlínunni á Íslandi eftir nokkur ár.“ segir Ari Freyr. Hluta viðtalsins sem birtur var í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld má sjá í spilaranum að ofan. Sænski boltinn Tengdar fréttir Tárin runnu þegar Ari Freyr kvaddi eftir dramatískt kvöld Íslenski knattspyrnumaðurinn Ari Freyr Skúlason spilaði í gærkvöldi síðasta heimaleikinn sinn með sænska félaginu Norrköping en hann hefur ákveðið að setja skóna upp á hillu eftir tímabilið. 7. nóvember 2023 10:31 Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Hlaupapabbinn lamdi dóttur sína í andlitið Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Körfubolti Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Fótbolti Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Körfubolti Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Enski boltinn „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira
Ari Freyr tók dæmisögu af fyrrum liðsfélaga sínum í Belgíu sem lenti á slæmum stað eftir að hans leikmannaferli lauk. Mýmargar sögur eru af fyrrum atvinnuíþróttamönnum sem glíma við þunglyndi, fíkn, fjárhagsörðugleika eftir að ferlinum lýkur og var Ari Freyr meðvitaður um það að hann þyrfti að hafa eitthvað fyrir stafni fyrst ákveðið var að skórnir færu upp í hillu. „Ég átti samtal við fyrrum fyrirliða minn í Belgíu fyrir ekkert svo löngu. Hann lenti mjög illa í því eftir að liðið féll og klúbburinn varð gjaldþrota. Hann varð félagslaus eftir það og í rauninni kúplaði sig frá öllum heiminum,“ „Hann sagði mér söguna sína hvað það væri mikilvægt að hafa eitthvað tilbúið þegar maður hættir. Hann vildi spila áfram en lítið bauðst og hann endaði því miður á vondum stað,“ segir Ari Freyr. Vegna þessa sé hann afar þakklátur fyrir það að fá starf hjá Norrköping og geta kúplað sig út úr því að spila leikinn á eigin forsendum og kynnst þjálfuninni í kunnuglegu umhverfi. „Ég hef oft rætt þetta við umboðsmann minn um þetta, hvað væri planið. Það eru nokkur ár síðan við byrjuðum að ræða hvað við ætluðum að gera. Mig langaði að taka þjálfaragráðuna til að hafa hana. En síðan ég flutti hingað og fór að vinna með ungum strákum hefur áhuginn á þjálfun bara aukist með hverjum deginum. Ég hikaði ekki við það að hoppa á þetta tækifæri, að hafa eitthvað klárt þegar ferilinn er búinn,“ segir Ari Freyr. Ari yfirgaf völlinn í síðasta skipti í gær og skórnir á leið upp í hillu.Getty Frekjukast leiddi næstum til skipta í Val Ari Freyr var ósáttur við stöðu sína hjá Norrköping fyrr á leiktíðinni þegar hann datt út úr hópnum þar sem reglur um hámarksfjölda útlendinga höfðu sitt að segja. Honum stóð til boða að koma heim eða að spila í næstefstu deild í Svíþjóð í stað þess að hætta en ákvað að setja fjölskylduna í fyrsta sæti og halda sig í Norrköping fyrst þjálfarastarf bauðst hjá félaginu. Hann hefur oftar en einu sinni verið orðaður við heimkomu í uppeldisfélag sitt, Val, og segist hafa verið hvað næst heimkomu þegar útlitið var hvað dekkst fyrr á þessu ári. „Nei, það var kannski helst í pirrings- og reiðikasti fyrr í ár sem ég reyndi að leita heim, til að fá að spila og njóta mín. Ég fékk neitun á það en staðan í dag er þannig að fjölskyldan gengur fyrir og ég held það sé það besta fyrir okkur núna líka,“ segir Ari Freyr. Heimkoma ekki í kortunum á næstunni Ari Freyr segist því ekki vera að leita heim. Fjölskylda hans hefur komið sér vel fyrir í Norrköping og líður vel. Vel má vera að hann flytji heim einn daginn en honum liggur ekki á. „Börnin hafa náttúrulega aldrei búið á Íslandi. Auðvitað getur verið þegar þau eru orðin aðeins eldri að maður setjist að heima. Maður veit aldrei hvað gerist. En þau hafa oft talað um það að þau langi að búa á Íslandi, enda finnst þeim frábært að koma heim í frí,“ „En það er aðeins annað að fara í skólann. Báðar fjölskyldurnar okkar konunnar eru á Íslandi og maður saknar Íslands alveg svakalega líka. Það var alveg frábært þegar maður var í landsliðinu að geta farið heim og hitt fjölskylduna en svo hef ég ekki búið á Íslandi síðan stutt hopp í eitt ár 2005 og 2006,“ segir Ari Freyr. „En það er aldrei að vita að maður verði gamall og feitur á hliðarlínunni á Íslandi eftir nokkur ár.“ segir Ari Freyr. Hluta viðtalsins sem birtur var í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld má sjá í spilaranum að ofan.
Sænski boltinn Tengdar fréttir Tárin runnu þegar Ari Freyr kvaddi eftir dramatískt kvöld Íslenski knattspyrnumaðurinn Ari Freyr Skúlason spilaði í gærkvöldi síðasta heimaleikinn sinn með sænska félaginu Norrköping en hann hefur ákveðið að setja skóna upp á hillu eftir tímabilið. 7. nóvember 2023 10:31 Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Hlaupapabbinn lamdi dóttur sína í andlitið Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Körfubolti Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Fótbolti Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Körfubolti Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Enski boltinn „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira
Tárin runnu þegar Ari Freyr kvaddi eftir dramatískt kvöld Íslenski knattspyrnumaðurinn Ari Freyr Skúlason spilaði í gærkvöldi síðasta heimaleikinn sinn með sænska félaginu Norrköping en hann hefur ákveðið að setja skóna upp á hillu eftir tímabilið. 7. nóvember 2023 10:31