Nýsköpunarlandið Ísland? Erna Magnúsdóttir og Karl Ægir Karlsson skrifa 6. nóvember 2023 12:01 Á fjárlögum 2024 er áætlaður niðurskurður um rúmlega milljarð í samkeppnissjóði Vísinda- og tækniráðs, Rannsóknasjóð, Tækniþróunarsjóð og Innviðasjóð. Niðurskurður á Rannsóknasjóði einum og sér nemur tæpum hálfum milljarði, en það samsvarar ársverkum 70 doktorsnema. Það má því segja að fyrir liggi fjöldauppsögn ríkisins á ungum íslenskum vísindamönnum. Þessi ráðstöfun sætir furðu í landi þar sem stjórnvöld segjast leggja mikla áherslu á nýsköpun, að skorið sé niður til fyrsta hlekksins í nýsköpunarkeðjunni, að dregið sé úr þekkingaröflun og þjálfun öflugra sérfræðinga til þátttöku í nýsköpunargeiranum. Höggið frá niðurskurðinum verður þungt fyrir brothætt og fjársvelt umhverfi grunnrannsókna á Íslandi og það mun bitna hratt á vísindasamfélaginu að missa þennan stuðning. Færri verkefni munu hljóta brautargengi við úthlutun úr Rannsóknasjóði í janúar en áður og færri innviðir sem styðja við rannsóknarverkefni í fremstu röð munu hljóta fjármögnun frá Innviðasjóði. Þetta dregur ekki aðeins úr samkeppnishæfi íslenskra rannsóknarhópa í alþjóðlegu umverfi vísindanna, heldur bitnar þetta beint á þjálfun nemenda í rannsóknartengdu framhaldsnámi á Íslandi. Það er ekki langt síðan að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra kynnti nýtt fjármögnunarlíkan háskólastigsins á opnum fundi. Í nýja líkaninu á bæði að margfalda þá umbun sem háskólarnir hljóta fyrir útskriftir meistara- og doktorsnema sem og umbun fyrir öflun erlendra rannsóknarstyrkja. Við fögnum því að aukin áhersla verði á rannsóknir í nýja líkaninu, í því felst bæði áherslubreyting, sem og viðurkenning á því mikilvæga hlutferki sem háskólarnir sinna í rannsóknum og nýsköpun í samfélaginu. Þau lýsa því vissri hugarfarsbreytingu varðandi uppbyggingu íslensks rannsóknaumhverfis. Hins vegar þarf að hugsa málið til enda. Góð fjármögnun af hendi samkeppnissjóða Vísinda- og tækniráðs er nefnilega algert grunnskilyrði fyrir því að hér hljóti framhaldsnemar þjálfun í þeim vinnubrögðum sem þarf til að starfa á vinnumarkaði í krefjandi umhverfi rannsókna og nýsköpunar. Sjóðirnir fjármagna nefnilega að miklu leiti lokaverkefni sem meistara- og doktorsnemar við íslenska háskóla vinna. Við niðurskurð í sjóðina minnkar bolmagn háskólanna til þjálfunar framhaldsnema, bæði hvað varðar fjölda og gæði lokaverkefna sem þeim bjóðast, sem og gæði þeirra innviða sem þarf til að framkvæma þau. Að sama skapi er það alger forsenda þess að íslenskir rannsóknarhópar afli erlendra styrkja að þeir hljóti rannsóknarstyrki heima fyrir og þar með fjármagn og stuðning til að byggja upp samkeppnishæf verkefni í hörðu alþjóðlegu samkeppnisumhverfi. Hér er því verið að breyta hvötunum í háskólakerfinu á sama tíma og háskólunum er gert erfiðara um vik að mæta þeim. Það hefur lengi verið bent á það að fjármögnun grunnrannsókna á Íslandi sé bágborin miðað við þau lönd sem við helst berum okkur saman við. Hér eru bæði mjög fáir samkeppnissjóðir og sjóðunum er sífellt leyft að rýrna að raunvirði í stað þess að leiðrétta fjármögnun þeirra í takt við verðlag og launaskrið. Þetta var raunin milli 2016 og 2020, en nýveitingar úr Rannasóknasjóði árið 2020 námu 66% af upphæð nýveitinga 2016 ef miðað er við launavísitölu. Það þurfti heimsfaraldur kórónaveiru til þess að stjórnvöld leiðréttu þá rýrnun sem orðið hafði á raunfjármögnun sjóðsins, þótt skilaboðin væru þau að leiðréttingin væri aðeins tímabundin. Ólíkt sumum nágrannalöndum okkar (t.d. Danmörku og Bretlandi) eru fáir sjóðir aðrir en sjóðir Vísinda- og tækniráðs sem styrkja vísindi á Íslandi. Helst má þar nefna vísindasjóð Krabbameinsfélagsins. Upphæðir einstakra styrkja t.d. úr Rannsóknasjóði eru lágar miðað við það sem þekkist í mörgum nágrannalanda okkar. Í úthlutun ársins 2023 var upphæð verkefnisstyrkja úr Rannsóknasjóði Vísinda- og tækniráðs 18 milljónir á ári til þriggja ára í senn og upphæð Öndvegisstyrkja var 42,4 milljónir, en Öndvegisstyrkir eru hæstu styrkir sem í boði eru til grunnrannsókna á Íslandi. Ef við berum þessar upphæðir saman við það sem gengur og gerist í okkar fagi, líf- og heilbrigðisvísindum, í löndunum í kringum okkur, þá eru Verkefnisstyrkir hjá Líftækni- og lífvísindaráði Bretlands, BBSRC, 1.6 milljónir punda, eða 270 milljónir íslenskra króna til fimm ára, en það er þrisvar sinnum hærri upphæð á ári en Verkefnisstyrkir og meira að segja nærri þrjátíu prósent hærri upphæð á ári en Öndvegisstyrkir úr Rannsóknasjóði Vísinda- og Tæknráðs, auk þess sem íslensku styrkirnir eru einungis veittir til þriggja ára en ekki fimm. Heilbrigðisvísindaráð Bretlands setur hins vegar ekki þak á þær upphæðir sem hægt er að sækja um í sinn Rannsóknasjóð, enda hafa rannsóknarhópar í Bretlandi staðið einstaklega vel í samkeppni um alþjóðlega rannsóknastyrki. Upphæðir einstakra styrkja frá miðlægum rannsóknasjóðum á hinum Norðurlöndunum eru hins vegar álíka háar árlega og Verkefnisstyrkir Rannsóknarsjóðs á Íslandi, en það segir þó bara hálfa söguna. Ef betur er að gáð er landslagið á Norðurlöndunum allt annað. Í lífvísindum og öðrum raunvísindum þarf til dæmis mikla stoðþjónustu við að halda úti, og þjálfa rannsóknarnema, í notkun flókins tækjabúnaðar, auk þess að halda utanum lífsýni, dýrahald og rekstur rannsóknarstofa, svo eitthvað sé nefnt. Bolmagn háskólanna á Norðurlöndum er mun sterkara en á Íslandi til að sinna þessari kjarnastarfsemi. Ofaná þetta bætist svo fjölbreytt framboð ýmissa samkeppnissjóða sem fjármagna rannsóknir, þannig að einstakir rannsóknarhópar hljóta oft styrki úr mörgum mismunandi sjóðum, auk framlags háskólanna sjálfra til þess að greiða laun meistara- og doktorsnema á meðan á náminu stendur. Á þennan hátt tryggja hinar Norðurlandaþjóðirnar samkeppnishæfi sitt um alþjóðlega rannsókarstyrki á sama tíma og þjálfun fólks til dýrmætra starfa í atvinnulífinu er tryggð. Á Íslandi vantar þessa umgjörð næstum alfarið, þrátt fyrir að hér sé til dæmis mikill skortur á sérfræðingum til þess að starfa í íslenskri líftækni. Það verður því að skoða niðurskurð á Rannsóknasjóði og Innviðasjóði í þessu ljósi. Hér er þungt vegið að vísindastarfi í kerfi þar sem innbyggt viðnám gegn slíkum áföllum er mun minna en það sem gengur og gerist í þeim löndum sem íslenskir vísindamenn keppa við um alþjóðlegt fjármagn, á sama tíma og þörfin fyrir sérhæft starfsfólk er sívaxandi. Nýtt fjármögnunarlíkan háskólastigsins gefur í skyn metnað til handa íslensks nýsköpunar- og rannsóknaumhverfis af hálfu stjórnvalda. En það verður að reikna jöfnuna til enda og gæta þess að háskólarnir hafi þau verkfæri í höndunum sem til þarf til að svara nýju hvötunum af krafti. Það er því kominn tími til að stjórnvöld láti af sífelldum áformum um niðurskurð til vísindastarfs og hlúi enn betur en áður að íslensku rannsókna- og nýsköpunarumhverfi með því að fjármagna það að sama marki og löndin í kringum okkur gera. Fyrsta skrefið til þessa er að stórefla fjármögnun samkeppnissjóða Vísinda- og tækniráðs og fylgja svo í kölfarið með kerfisbundnari stuðningi við frjótt íslenskt vísindastarf til að mæta þeim áskorunum sem samfélagið stendur frammi fyrir. Erna Magnúsdóttir dósent við Læknadeild HÍ og stjórnarformaður Lífvísindaseturs Háskóla ÍslandsKarl Ægir Karlsson prófessor við Verkfræðideild HR Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Á fjárlögum 2024 er áætlaður niðurskurður um rúmlega milljarð í samkeppnissjóði Vísinda- og tækniráðs, Rannsóknasjóð, Tækniþróunarsjóð og Innviðasjóð. Niðurskurður á Rannsóknasjóði einum og sér nemur tæpum hálfum milljarði, en það samsvarar ársverkum 70 doktorsnema. Það má því segja að fyrir liggi fjöldauppsögn ríkisins á ungum íslenskum vísindamönnum. Þessi ráðstöfun sætir furðu í landi þar sem stjórnvöld segjast leggja mikla áherslu á nýsköpun, að skorið sé niður til fyrsta hlekksins í nýsköpunarkeðjunni, að dregið sé úr þekkingaröflun og þjálfun öflugra sérfræðinga til þátttöku í nýsköpunargeiranum. Höggið frá niðurskurðinum verður þungt fyrir brothætt og fjársvelt umhverfi grunnrannsókna á Íslandi og það mun bitna hratt á vísindasamfélaginu að missa þennan stuðning. Færri verkefni munu hljóta brautargengi við úthlutun úr Rannsóknasjóði í janúar en áður og færri innviðir sem styðja við rannsóknarverkefni í fremstu röð munu hljóta fjármögnun frá Innviðasjóði. Þetta dregur ekki aðeins úr samkeppnishæfi íslenskra rannsóknarhópa í alþjóðlegu umverfi vísindanna, heldur bitnar þetta beint á þjálfun nemenda í rannsóknartengdu framhaldsnámi á Íslandi. Það er ekki langt síðan að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra kynnti nýtt fjármögnunarlíkan háskólastigsins á opnum fundi. Í nýja líkaninu á bæði að margfalda þá umbun sem háskólarnir hljóta fyrir útskriftir meistara- og doktorsnema sem og umbun fyrir öflun erlendra rannsóknarstyrkja. Við fögnum því að aukin áhersla verði á rannsóknir í nýja líkaninu, í því felst bæði áherslubreyting, sem og viðurkenning á því mikilvæga hlutferki sem háskólarnir sinna í rannsóknum og nýsköpun í samfélaginu. Þau lýsa því vissri hugarfarsbreytingu varðandi uppbyggingu íslensks rannsóknaumhverfis. Hins vegar þarf að hugsa málið til enda. Góð fjármögnun af hendi samkeppnissjóða Vísinda- og tækniráðs er nefnilega algert grunnskilyrði fyrir því að hér hljóti framhaldsnemar þjálfun í þeim vinnubrögðum sem þarf til að starfa á vinnumarkaði í krefjandi umhverfi rannsókna og nýsköpunar. Sjóðirnir fjármagna nefnilega að miklu leiti lokaverkefni sem meistara- og doktorsnemar við íslenska háskóla vinna. Við niðurskurð í sjóðina minnkar bolmagn háskólanna til þjálfunar framhaldsnema, bæði hvað varðar fjölda og gæði lokaverkefna sem þeim bjóðast, sem og gæði þeirra innviða sem þarf til að framkvæma þau. Að sama skapi er það alger forsenda þess að íslenskir rannsóknarhópar afli erlendra styrkja að þeir hljóti rannsóknarstyrki heima fyrir og þar með fjármagn og stuðning til að byggja upp samkeppnishæf verkefni í hörðu alþjóðlegu samkeppnisumhverfi. Hér er því verið að breyta hvötunum í háskólakerfinu á sama tíma og háskólunum er gert erfiðara um vik að mæta þeim. Það hefur lengi verið bent á það að fjármögnun grunnrannsókna á Íslandi sé bágborin miðað við þau lönd sem við helst berum okkur saman við. Hér eru bæði mjög fáir samkeppnissjóðir og sjóðunum er sífellt leyft að rýrna að raunvirði í stað þess að leiðrétta fjármögnun þeirra í takt við verðlag og launaskrið. Þetta var raunin milli 2016 og 2020, en nýveitingar úr Rannasóknasjóði árið 2020 námu 66% af upphæð nýveitinga 2016 ef miðað er við launavísitölu. Það þurfti heimsfaraldur kórónaveiru til þess að stjórnvöld leiðréttu þá rýrnun sem orðið hafði á raunfjármögnun sjóðsins, þótt skilaboðin væru þau að leiðréttingin væri aðeins tímabundin. Ólíkt sumum nágrannalöndum okkar (t.d. Danmörku og Bretlandi) eru fáir sjóðir aðrir en sjóðir Vísinda- og tækniráðs sem styrkja vísindi á Íslandi. Helst má þar nefna vísindasjóð Krabbameinsfélagsins. Upphæðir einstakra styrkja t.d. úr Rannsóknasjóði eru lágar miðað við það sem þekkist í mörgum nágrannalanda okkar. Í úthlutun ársins 2023 var upphæð verkefnisstyrkja úr Rannsóknasjóði Vísinda- og tækniráðs 18 milljónir á ári til þriggja ára í senn og upphæð Öndvegisstyrkja var 42,4 milljónir, en Öndvegisstyrkir eru hæstu styrkir sem í boði eru til grunnrannsókna á Íslandi. Ef við berum þessar upphæðir saman við það sem gengur og gerist í okkar fagi, líf- og heilbrigðisvísindum, í löndunum í kringum okkur, þá eru Verkefnisstyrkir hjá Líftækni- og lífvísindaráði Bretlands, BBSRC, 1.6 milljónir punda, eða 270 milljónir íslenskra króna til fimm ára, en það er þrisvar sinnum hærri upphæð á ári en Verkefnisstyrkir og meira að segja nærri þrjátíu prósent hærri upphæð á ári en Öndvegisstyrkir úr Rannsóknasjóði Vísinda- og Tæknráðs, auk þess sem íslensku styrkirnir eru einungis veittir til þriggja ára en ekki fimm. Heilbrigðisvísindaráð Bretlands setur hins vegar ekki þak á þær upphæðir sem hægt er að sækja um í sinn Rannsóknasjóð, enda hafa rannsóknarhópar í Bretlandi staðið einstaklega vel í samkeppni um alþjóðlega rannsóknastyrki. Upphæðir einstakra styrkja frá miðlægum rannsóknasjóðum á hinum Norðurlöndunum eru hins vegar álíka háar árlega og Verkefnisstyrkir Rannsóknarsjóðs á Íslandi, en það segir þó bara hálfa söguna. Ef betur er að gáð er landslagið á Norðurlöndunum allt annað. Í lífvísindum og öðrum raunvísindum þarf til dæmis mikla stoðþjónustu við að halda úti, og þjálfa rannsóknarnema, í notkun flókins tækjabúnaðar, auk þess að halda utanum lífsýni, dýrahald og rekstur rannsóknarstofa, svo eitthvað sé nefnt. Bolmagn háskólanna á Norðurlöndum er mun sterkara en á Íslandi til að sinna þessari kjarnastarfsemi. Ofaná þetta bætist svo fjölbreytt framboð ýmissa samkeppnissjóða sem fjármagna rannsóknir, þannig að einstakir rannsóknarhópar hljóta oft styrki úr mörgum mismunandi sjóðum, auk framlags háskólanna sjálfra til þess að greiða laun meistara- og doktorsnema á meðan á náminu stendur. Á þennan hátt tryggja hinar Norðurlandaþjóðirnar samkeppnishæfi sitt um alþjóðlega rannsókarstyrki á sama tíma og þjálfun fólks til dýrmætra starfa í atvinnulífinu er tryggð. Á Íslandi vantar þessa umgjörð næstum alfarið, þrátt fyrir að hér sé til dæmis mikill skortur á sérfræðingum til þess að starfa í íslenskri líftækni. Það verður því að skoða niðurskurð á Rannsóknasjóði og Innviðasjóði í þessu ljósi. Hér er þungt vegið að vísindastarfi í kerfi þar sem innbyggt viðnám gegn slíkum áföllum er mun minna en það sem gengur og gerist í þeim löndum sem íslenskir vísindamenn keppa við um alþjóðlegt fjármagn, á sama tíma og þörfin fyrir sérhæft starfsfólk er sívaxandi. Nýtt fjármögnunarlíkan háskólastigsins gefur í skyn metnað til handa íslensks nýsköpunar- og rannsóknaumhverfis af hálfu stjórnvalda. En það verður að reikna jöfnuna til enda og gæta þess að háskólarnir hafi þau verkfæri í höndunum sem til þarf til að svara nýju hvötunum af krafti. Það er því kominn tími til að stjórnvöld láti af sífelldum áformum um niðurskurð til vísindastarfs og hlúi enn betur en áður að íslensku rannsókna- og nýsköpunarumhverfi með því að fjármagna það að sama marki og löndin í kringum okkur gera. Fyrsta skrefið til þessa er að stórefla fjármögnun samkeppnissjóða Vísinda- og tækniráðs og fylgja svo í kölfarið með kerfisbundnari stuðningi við frjótt íslenskt vísindastarf til að mæta þeim áskorunum sem samfélagið stendur frammi fyrir. Erna Magnúsdóttir dósent við Læknadeild HÍ og stjórnarformaður Lífvísindaseturs Háskóla ÍslandsKarl Ægir Karlsson prófessor við Verkfræðideild HR
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun