Hvers vegna er munur á niðurstöðum losunarbókhalds Umhverfisstofnunar og Hagstofu Íslands? Rafn Helgason, Þorsteinn Aðalsteinsson og Fífa Jónsdóttir skrifa 7. nóvember 2023 10:31 Umhverfisstofnun og Hagstofa Íslands halda hvor um sig bókhald um losun gróðurhúsalofttegunda. Umhverfisstofnun tekur saman losun innan landamæra Íslands en Hagstofan frá hagkerfi Íslands. Hver er munurinn? Bókhald Umhverfisstofnunar um losun frá landsvæði er skrásett út frá landfræðilegu tilliti og einskorðast ekki við Íslendinga. Bókhald Hagstofunnar um losun frá hagkerfi Íslands snýr að losun frá íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum, hvar sem þeir eru í heiminum. Tilgangur þess er því að meta losun út frá atvinnugreinum í hlutfalli við fjölda starfsfólks, veltu og skattagreiðslur atvinnugreinana. Hvernig flokkast losunin? Losunarbókhald Hagstofu Íslands tekur inn alla flutninga milli landa (sem eru reknir af íslenskum flugfélögum og skipafélögum). Alþjóðasamgöngur, óháð því hvar fyrirtæki eru skráð, eru eingöngu teknar inn í losunarbókhald Umhverfisstofnunar þegar umrædd félög kaupa eldsneyti á Íslandi. Losun sem á sér stað þegar erlendir ferðamenn aka um landið, eða þegar togarar sem eru í rekstri erlendra félaga veiða í íslenskri lögsögu er ekki inni í bókhaldi Hagstofu Íslands. Hins vegar er þessi losun inni í losunarbókhaldi Umhverfisstofnunar, í þeim tilfellum þar sem umræddir aðilar kaupa eldsneyti á Íslandi. Bókhald Umhverfisstofnunar innifelur losun og bindingu sem á sér stað vegna landnotkunar og skógræktar. Þessi losun er ekki tekin inn í losunarbókhald Hagstofu Íslands þar sem landsvæði telst ekki vera hluti af hagkerfinu. Þurfum við hvort tveggja? Útreikningar á losun gróðurhúsalofttegunda með aðferðunum tveimur sýna ólíkar niðurstöður sem eru þó báðar réttar. Að skoða eingöngu annað bókhaldið segir bara hálfa söguna. Hvar eru tölurnar birtar? Niðurstöður losunarbókhalds Umhverfisstofnunar eru settar fram árlega í Landsskýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda (e. National Inventory Report (NIR)). Losunarbókhald Umhverfisstofnunar fellur undir rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (UNFCCC). Öll aðildarríki þessa samnings skila inn slíku bókhaldi. Bókhaldið er forsenda uppgjörs skuldbindinganna sem Ísland hefur gagnvart Evrópusambandinu og Sameinuðu þjóðunum vegna Parísarsamningsins. Ríki sem tilheyra Evrópska efnahagssvæðinu skila bókhaldi um losun frá hagkerfi (e. Air Emission Accounts (AEA)) til Hagstofu Evrópusambandsins (e. Eurostat). Þessu bókhaldi fylgja engar beinar alþjóðlegar skuldbindingar en Evrópuþingið hefur nýtt þessa reikninga til grundvallar lagasetningar þar sem reikningarnir tengjast öðrum efnahagsreikningum, svo sem landsframleiðslu og atvinnutölfræði. Höfundar þessarar greinar eru Rafn Helgason, Þorsteinn Aðalsteinsson og Fífa Jónsdóttir, sérfræðingar Umhverfisstofnunar, Hagstofunnar og Landgræðslunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Skoðun Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Sjá meira
Umhverfisstofnun og Hagstofa Íslands halda hvor um sig bókhald um losun gróðurhúsalofttegunda. Umhverfisstofnun tekur saman losun innan landamæra Íslands en Hagstofan frá hagkerfi Íslands. Hver er munurinn? Bókhald Umhverfisstofnunar um losun frá landsvæði er skrásett út frá landfræðilegu tilliti og einskorðast ekki við Íslendinga. Bókhald Hagstofunnar um losun frá hagkerfi Íslands snýr að losun frá íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum, hvar sem þeir eru í heiminum. Tilgangur þess er því að meta losun út frá atvinnugreinum í hlutfalli við fjölda starfsfólks, veltu og skattagreiðslur atvinnugreinana. Hvernig flokkast losunin? Losunarbókhald Hagstofu Íslands tekur inn alla flutninga milli landa (sem eru reknir af íslenskum flugfélögum og skipafélögum). Alþjóðasamgöngur, óháð því hvar fyrirtæki eru skráð, eru eingöngu teknar inn í losunarbókhald Umhverfisstofnunar þegar umrædd félög kaupa eldsneyti á Íslandi. Losun sem á sér stað þegar erlendir ferðamenn aka um landið, eða þegar togarar sem eru í rekstri erlendra félaga veiða í íslenskri lögsögu er ekki inni í bókhaldi Hagstofu Íslands. Hins vegar er þessi losun inni í losunarbókhaldi Umhverfisstofnunar, í þeim tilfellum þar sem umræddir aðilar kaupa eldsneyti á Íslandi. Bókhald Umhverfisstofnunar innifelur losun og bindingu sem á sér stað vegna landnotkunar og skógræktar. Þessi losun er ekki tekin inn í losunarbókhald Hagstofu Íslands þar sem landsvæði telst ekki vera hluti af hagkerfinu. Þurfum við hvort tveggja? Útreikningar á losun gróðurhúsalofttegunda með aðferðunum tveimur sýna ólíkar niðurstöður sem eru þó báðar réttar. Að skoða eingöngu annað bókhaldið segir bara hálfa söguna. Hvar eru tölurnar birtar? Niðurstöður losunarbókhalds Umhverfisstofnunar eru settar fram árlega í Landsskýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda (e. National Inventory Report (NIR)). Losunarbókhald Umhverfisstofnunar fellur undir rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (UNFCCC). Öll aðildarríki þessa samnings skila inn slíku bókhaldi. Bókhaldið er forsenda uppgjörs skuldbindinganna sem Ísland hefur gagnvart Evrópusambandinu og Sameinuðu þjóðunum vegna Parísarsamningsins. Ríki sem tilheyra Evrópska efnahagssvæðinu skila bókhaldi um losun frá hagkerfi (e. Air Emission Accounts (AEA)) til Hagstofu Evrópusambandsins (e. Eurostat). Þessu bókhaldi fylgja engar beinar alþjóðlegar skuldbindingar en Evrópuþingið hefur nýtt þessa reikninga til grundvallar lagasetningar þar sem reikningarnir tengjast öðrum efnahagsreikningum, svo sem landsframleiðslu og atvinnutölfræði. Höfundar þessarar greinar eru Rafn Helgason, Þorsteinn Aðalsteinsson og Fífa Jónsdóttir, sérfræðingar Umhverfisstofnunar, Hagstofunnar og Landgræðslunnar.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun