Lazio og Roma gerðu markalaust jafntefli í borgarslagnum um Róm í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu.
Það verður seint sagt að leikurinn hafi verið opinn og skemmtilegur en samtals voru félögin með undir einn í xG (vænt mörk). Alls voru þó 15 skot en aðeins þrjú á markið.
Roma er í 7. sæti með 18 stig að loknum 12 leikjum. Lazio er með 17 stig í 10. sæti.
Úrslit dagsins
- Napoli 0-1 Empoli
- Fiorentina 2-1 Bologna
- Udinese 1-1 Atalanta