Tilkynnt var í dag að Kimmel hefði nú undirritað samning sem sneri að verkefni hans sem kynni á hátíðinni, sem verður haldin í 96. skiptið sunnudaginn 10. mars næstkomandi.
Hann kynnti verðlaunin árin 2017, 2018 og í ár. Eiginkona hans, Molly McNearney, mun aftur sjá um að framleiða útsendinguna. Hún framleiðir einnig þættina Jimmy Kimmel Live! og kemur að því að skrifa þættina.