Högg Rory McIlroy endaði í kjöltu konu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2023 11:30 Rory McIlroy þarf að passa upp á það að setja á sig nóg af sólarvörn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Getty/Andrew Redington Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy átti skrautlegt högg á fyrsta hring á úrslitamóti evrópsku mótaraðarinnar, DP World Tour Championship. McIlroy endaði fyrsta daginn fjórum höggum á eftir efstu mönnum sem eru Julien Guerrier, Matthieu Pavon og Nicolai Hojgaard. Það var þó eitt af upphafshöggum hans sem stal fyrirsögnunum en mótið fer fram í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Högg McIlroy á þrettándu holu endaði nefnilega á mjög óvenjulegum stað eða í kjöltu eins áhorfenda. Konan, sem heitir Lois Miberon Obajul, var mætt til að fylgjast með keppninni með systur sinni sem er mikill aðdáandi McIlroy og ferðaðist alla leið frá Nígeríu til að sjá hann spila. Rory McIlroy's tee shot lands on spectator 's lap! #DPWTC | #RolexSeries pic.twitter.com/Yklsw5Nqhq— DP World Tour (@DPWorldTour) November 16, 2023 Systir hennar heitir Yemi og er mikil golfáhugamaður. Þær sátu saman og Yemi sá kúluna koma og snéri sér undan. Það þýddi að kúlan endaði í kjöltu systur hennar. Yemi sagði henni að hreyfa sig ekki fyrr en Rory kom og sá hvar kúlan lá. McIlroy hafði gaman af öllu saman og þóttist ætla að slá kúluna þar sem hún lá eða í kjöltu Obajul. Hann beið síðan eftir úrskurði dómarans. „Við vorum búnar að bíða eftir að sjá hann og svo lenti höggið hans bara á henni. Ég sagði bara: Vá,“ sagði Yemi. „Það er ekki hægt að komast mikið nær honum. Hann er einn af mínum uppáhaldskylfingum og ástæðan fyrir að við erum hér. Við vorum hér bara vegna hans,“ sagði Yemi. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Golf Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
McIlroy endaði fyrsta daginn fjórum höggum á eftir efstu mönnum sem eru Julien Guerrier, Matthieu Pavon og Nicolai Hojgaard. Það var þó eitt af upphafshöggum hans sem stal fyrirsögnunum en mótið fer fram í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Högg McIlroy á þrettándu holu endaði nefnilega á mjög óvenjulegum stað eða í kjöltu eins áhorfenda. Konan, sem heitir Lois Miberon Obajul, var mætt til að fylgjast með keppninni með systur sinni sem er mikill aðdáandi McIlroy og ferðaðist alla leið frá Nígeríu til að sjá hann spila. Rory McIlroy's tee shot lands on spectator 's lap! #DPWTC | #RolexSeries pic.twitter.com/Yklsw5Nqhq— DP World Tour (@DPWorldTour) November 16, 2023 Systir hennar heitir Yemi og er mikil golfáhugamaður. Þær sátu saman og Yemi sá kúluna koma og snéri sér undan. Það þýddi að kúlan endaði í kjöltu systur hennar. Yemi sagði henni að hreyfa sig ekki fyrr en Rory kom og sá hvar kúlan lá. McIlroy hafði gaman af öllu saman og þóttist ætla að slá kúluna þar sem hún lá eða í kjöltu Obajul. Hann beið síðan eftir úrskurði dómarans. „Við vorum búnar að bíða eftir að sjá hann og svo lenti höggið hans bara á henni. Ég sagði bara: Vá,“ sagði Yemi. „Það er ekki hægt að komast mikið nær honum. Hann er einn af mínum uppáhaldskylfingum og ástæðan fyrir að við erum hér. Við vorum hér bara vegna hans,“ sagði Yemi. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
Golf Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira