„Mystísk en um leið svo mannleg“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 20. nóvember 2023 17:00 Inga Björk var að senda frá sér plötu og tónlistarmyndband ásamt Alexander Bornstein. Trausti Dagsson „Tónlistin er bara einhvern veginn þarna alls staðar, út og inn um allt,“ segir tónlistarkonan Inga Björk. Hún og verðlaunatónskáldið Alexander Bornstein voru að gefa út sína fyrstu þriggja laga EP plötu ásamt nýju tónlistarmyndbandi eftir Margréti Seemu Takyar. Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Stórmyndir og dáleiðandi lagaskúlptúrar Í fréttatilkynningu kemur fram að Alexander Bornstein sé meðal annars þekktur fyrir tónlist í kvikmyndum á borð við Transformers, The Twilight Zone, Agent Carter og The Tutor. Samstarf hans og Ingu Bjarkar hófst við undirbúning hans á tónlistinni fyrir síðastnefndu myndina The Tutor, en Inga Björk söng inn á sountrackið. Aðalleikarar myndarinnar eru Garrett Hedlund úr Óskarstilnefndu kvikmyndinni Mudbound og Noah Schapp sem flestir þekkja úr Stranger Things. „Tónlist LAYERS er alternatív elektróník, þar sem söngur íslensku Ingu Bjarkar og ríkur hljóðheimur Alexanders mætast í dáleiðandi lagaskúlptúrum. Eftirvinnsla plötunnar var í höndum Emmy hafans Tyson Lozensky og Grammy hafans Jett Galindo. Margrét Seema Takyar leikstýrði og skaut myndbandið við titillag plötunnar, LAYERS,“ segir í fréttatilkynningunni. Skjáskot úr tónlistarmyndbandinu.Skjáskot Lög af öllu mögulegu og ómögulegu Aðspurð um innblásturinn á bak við tónlistarmyndbandið segir Inga Björk: „Lagið okkar LAYERS hreinlega hrópaði eftir myndrænni nálgun. Öll þessi lög af öllu mögulegu og ómögulegu, sem við berum utan á okkur og inn í okkur. Úr hverju eru þau og hvað er þar fyrir innan. Margrét Seema Takyar greip svo strax þennan kjarna lagsins og skapaði þetta magnaða myndband sem gæti ekki passað betur við lagið.“ Tónlist er órjúfanlegur hluti af tilveru Ingu Bjarkar. „Tónlistin er bara einhvern veginn þarna alls staðar, út og inn um allt. Þetta milli línanna. Allar ósýnilegu en gjörsamlega ómissandi agnirnar. Mystísk en um leið svo mannleg.“ Tónlist Menning Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Menning Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Fleiri fréttir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Stórmyndir og dáleiðandi lagaskúlptúrar Í fréttatilkynningu kemur fram að Alexander Bornstein sé meðal annars þekktur fyrir tónlist í kvikmyndum á borð við Transformers, The Twilight Zone, Agent Carter og The Tutor. Samstarf hans og Ingu Bjarkar hófst við undirbúning hans á tónlistinni fyrir síðastnefndu myndina The Tutor, en Inga Björk söng inn á sountrackið. Aðalleikarar myndarinnar eru Garrett Hedlund úr Óskarstilnefndu kvikmyndinni Mudbound og Noah Schapp sem flestir þekkja úr Stranger Things. „Tónlist LAYERS er alternatív elektróník, þar sem söngur íslensku Ingu Bjarkar og ríkur hljóðheimur Alexanders mætast í dáleiðandi lagaskúlptúrum. Eftirvinnsla plötunnar var í höndum Emmy hafans Tyson Lozensky og Grammy hafans Jett Galindo. Margrét Seema Takyar leikstýrði og skaut myndbandið við titillag plötunnar, LAYERS,“ segir í fréttatilkynningunni. Skjáskot úr tónlistarmyndbandinu.Skjáskot Lög af öllu mögulegu og ómögulegu Aðspurð um innblásturinn á bak við tónlistarmyndbandið segir Inga Björk: „Lagið okkar LAYERS hreinlega hrópaði eftir myndrænni nálgun. Öll þessi lög af öllu mögulegu og ómögulegu, sem við berum utan á okkur og inn í okkur. Úr hverju eru þau og hvað er þar fyrir innan. Margrét Seema Takyar greip svo strax þennan kjarna lagsins og skapaði þetta magnaða myndband sem gæti ekki passað betur við lagið.“ Tónlist er órjúfanlegur hluti af tilveru Ingu Bjarkar. „Tónlistin er bara einhvern veginn þarna alls staðar, út og inn um allt. Þetta milli línanna. Allar ósýnilegu en gjörsamlega ómissandi agnirnar. Mystísk en um leið svo mannleg.“
Tónlist Menning Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Menning Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Fleiri fréttir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira