Toppliðin skildu jöfn í æsispennandi leikjum Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. nóvember 2023 21:29 Sigvaldi Björn hefur notið góðs gengis með Kolstad á tímabilinu Kolstad Kolstad og PSG gerðu æsispennandi 28-28 jafntefli sín á milli í 8. umferð Meistaradeildar karla í handbolta. Sigvaldi Björn Guðjónsson fór að venju mikinn í liði Kolstad og skoraði sjö mörk. Liðin sitja jöfn í 3. og 4. sæti A riðils. Ekkert skildi liðin að fyrstu mínúturnar en þegar líða tók á fyrri hálfleikinn fór Kolstad fram úr heimamönnum í PSG. Þeir komust mest fjórum mörkum yfir og héldu forystunni fram í seinni hálfleik. Þá lifnaði PSG aftur við og jafnaði leikinn, tóku svo sjálfir fram úr og leiddu með þremur mörkum þegar aðeins tíu mínútur voru eftir. Kolstad hristi það þó fljótt af sér og baráttan um sigurinn var blóðug fram á síðustu stundu en hvorugu liði tókst að hneppa hnossið. #MOTW 𝐑𝐄𝐒𝐔𝐋𝐓PSG and Kolstad split the points after a thrilling 28:28 in the 🇫🇷 capital 🤝 𝐄𝐥𝐨𝐡𝐢𝐦 𝐏𝐫𝐚𝐧𝐝𝐢 and 𝐒𝐚𝐧𝐝𝐞𝐫 𝐒𝐚𝐠𝐨𝐬𝐞𝐧 score 10 goals each tonight! 🎯#ehfcl #clm #daretorise #MOTW pic.twitter.com/b4XGzQvYHf— EHF Champions League (@ehfcl) November 22, 2023 Tveir aðrir leikir fóru fram í A riðli Meistaradeildarinnar fyrr í dag. Aalborg og Kiel, efstu tvö lið riðilsins gerðu einnig jafntefli sín á milli, 27-27. Allt leit út fyrir að Kiel bæri sigurorð af en ótrúlegur endasprettur Aalborg tryggði þeim stigið. Kiel komst sex mörkum yfir þegar átta mínútur voru eftir en Aalborg greip þá til sinna ráða, lokaði markinu og skoruðu sjálfir sex í röð. Kiel er þó áfram í efsta sæti riðilsins með 11 stig, Aalborg fylgir fast á eftir með 10 stig og PSG og Kolstad eru jöfn þar á eftir með 9 stig. RK Eurofarm Pelister komst svo hársbreidd frá sínum fyrsta sigri í Meistaradeildinni þegar þeir tóku á móti Pick Szeged. Jafnræði ríkti milli liðanna allan leikinn þó Pick Szeged hafi oftar komist yfir, Zoltan Szita skoraði svo sigurmarkið þegar átta sekúndur voru eftir. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sjá meira
Ekkert skildi liðin að fyrstu mínúturnar en þegar líða tók á fyrri hálfleikinn fór Kolstad fram úr heimamönnum í PSG. Þeir komust mest fjórum mörkum yfir og héldu forystunni fram í seinni hálfleik. Þá lifnaði PSG aftur við og jafnaði leikinn, tóku svo sjálfir fram úr og leiddu með þremur mörkum þegar aðeins tíu mínútur voru eftir. Kolstad hristi það þó fljótt af sér og baráttan um sigurinn var blóðug fram á síðustu stundu en hvorugu liði tókst að hneppa hnossið. #MOTW 𝐑𝐄𝐒𝐔𝐋𝐓PSG and Kolstad split the points after a thrilling 28:28 in the 🇫🇷 capital 🤝 𝐄𝐥𝐨𝐡𝐢𝐦 𝐏𝐫𝐚𝐧𝐝𝐢 and 𝐒𝐚𝐧𝐝𝐞𝐫 𝐒𝐚𝐠𝐨𝐬𝐞𝐧 score 10 goals each tonight! 🎯#ehfcl #clm #daretorise #MOTW pic.twitter.com/b4XGzQvYHf— EHF Champions League (@ehfcl) November 22, 2023 Tveir aðrir leikir fóru fram í A riðli Meistaradeildarinnar fyrr í dag. Aalborg og Kiel, efstu tvö lið riðilsins gerðu einnig jafntefli sín á milli, 27-27. Allt leit út fyrir að Kiel bæri sigurorð af en ótrúlegur endasprettur Aalborg tryggði þeim stigið. Kiel komst sex mörkum yfir þegar átta mínútur voru eftir en Aalborg greip þá til sinna ráða, lokaði markinu og skoruðu sjálfir sex í röð. Kiel er þó áfram í efsta sæti riðilsins með 11 stig, Aalborg fylgir fast á eftir með 10 stig og PSG og Kolstad eru jöfn þar á eftir með 9 stig. RK Eurofarm Pelister komst svo hársbreidd frá sínum fyrsta sigri í Meistaradeildinni þegar þeir tóku á móti Pick Szeged. Jafnræði ríkti milli liðanna allan leikinn þó Pick Szeged hafi oftar komist yfir, Zoltan Szita skoraði svo sigurmarkið þegar átta sekúndur voru eftir.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sjá meira