Ekki láta ræna þig heima í stofu Heiðrún Jónsdóttir skrifar 23. nóvember 2023 10:01 Nú í nóvember og í aðdraganda jólanna þá eykst umfang netverslana verulega. Fyrir utan hefðbundna verslun og jólaverslun þá eru nú svokallaðir nettilboðsdagar á borð við dag einhleypra, svartan föstudag og stafrænan mánudag. Á þessum dögum koma fyrirtæki oft með freistandi tilboð og fara vinsældir þeirra sívaxandi, því hver vill ekki gera góð kaup fyrir jólin. Veltan í netverslun eykst en svo virðist sem tilraunum til netglæpa fjölgi að sama skapi. Því er sérstakt tilefni er til að fara varlega þegar kemur að netverslun á næstunni og samþykkja ekkert nema þú sért þess fullviss um að það eigi við þín eigin kaup og viðskiptin séu við rétta aðila. Þannig eru nýleg dæmi um að svikahópar hafi birt auglýsingar á Facebook þar sem boðin eru kostakjör á þekktum vörumerkjum, bæði innlendum og erlendum. Þegar smellt er á hlekkinn er vísað á eftirlíkingu af sölusíðu viðkomandi fyrirtækis sem svikahóparnir hafa búið til með það að markmiði að fá fólk, sem taldi sig eiga í viðskiptum í góðri trú, til að gefa upp kortaupplýsingar. Þá hafa svikahópar einnig ítrekað sent út SMS skilaboð sem sagt er koma frá flutningafyrirtækjum með það að markmiði að fá einstaklinga, sem jafnvel eiga von á sendingum, til að gefa upp kortaupplýsingar eða opna fyrir rafræn skilríki. Hér eru nokkar vel þekktar vísur sem virðast aldrei vera of oft kveðnar þegar kemur að verslun á netinu: Verður þú var við eitthvað óvenjulegt? Allt slíkt gæti verið hættumerki. Þannig er gott að skoða vefslóðina í hlekk eða þegar á vefsíðuna er komið. Er slóðin traust? Eru nöfn eða fyrirmæli rétt skrifuð? Kannaðu einnig greiðsluupplýsingarnar vel. Er greiðslan að fara á réttan aðila? Er upphæðin rétt? Er hún í réttum gjaldmiðli? Ef minnsti vafi kviknar getur eitt símtal til viðkomandi fyrirtæki eða stofnanir sparað háar fjárhæðir. Gefðu aldrei upp lykilorð að rafrænum skilríkjum. Samþykktu aldrei innskráningu á rafrænu skilríkin nema vera fullviss um hvað er verið að samþykkja. Allir hlekkir í samskiptum geta verið varasamir, sérstaklega þegar þú færð skilaboð sem þú áttir ekki von á, hvort sem það er í gegnum samfélagsmiðla, SMS eða í tölvupósti. Aldrei gefa upp banka- eða kortaupplýsingar nema vera viss um að vera á öruggri síðu. Ein leið er að fara sjálf beint inn á forsíðu viðkomandi heimasíðu í stað þess að fara í gegnum hlekki sem koma upp á leitarvélum eða samfélagsmiðlum. Hljómar eitthvað tilboð of gott til að vera satt? Þá getur borgað sig að kanna málið betur og ganga úr skugga um að um allt sé með feldu. Hafir þú lent í svikahröppum, hafðu þá þegar samband við bankann þinn, kortafyrirtæki og lögreglu og farðu strax í að loka greiðslukortum og skrá þig út úr öllum tækjum í gegnum heimabanka. Á vefnum Taktu tvær má finna fleiri góð ráð til að verjast netsvikum. Brýnt er nú sem endranær að fara öllu með gát í netheimum svo jólaverslunin gangi eins og best verður á kosið. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Neytendur Netöryggi Netglæpir Verslun Heiðrún Jónsdóttir Mest lesið Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Menntastofnun eða spilavíti? Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson skrifar Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Nú í nóvember og í aðdraganda jólanna þá eykst umfang netverslana verulega. Fyrir utan hefðbundna verslun og jólaverslun þá eru nú svokallaðir nettilboðsdagar á borð við dag einhleypra, svartan föstudag og stafrænan mánudag. Á þessum dögum koma fyrirtæki oft með freistandi tilboð og fara vinsældir þeirra sívaxandi, því hver vill ekki gera góð kaup fyrir jólin. Veltan í netverslun eykst en svo virðist sem tilraunum til netglæpa fjölgi að sama skapi. Því er sérstakt tilefni er til að fara varlega þegar kemur að netverslun á næstunni og samþykkja ekkert nema þú sért þess fullviss um að það eigi við þín eigin kaup og viðskiptin séu við rétta aðila. Þannig eru nýleg dæmi um að svikahópar hafi birt auglýsingar á Facebook þar sem boðin eru kostakjör á þekktum vörumerkjum, bæði innlendum og erlendum. Þegar smellt er á hlekkinn er vísað á eftirlíkingu af sölusíðu viðkomandi fyrirtækis sem svikahóparnir hafa búið til með það að markmiði að fá fólk, sem taldi sig eiga í viðskiptum í góðri trú, til að gefa upp kortaupplýsingar. Þá hafa svikahópar einnig ítrekað sent út SMS skilaboð sem sagt er koma frá flutningafyrirtækjum með það að markmiði að fá einstaklinga, sem jafnvel eiga von á sendingum, til að gefa upp kortaupplýsingar eða opna fyrir rafræn skilríki. Hér eru nokkar vel þekktar vísur sem virðast aldrei vera of oft kveðnar þegar kemur að verslun á netinu: Verður þú var við eitthvað óvenjulegt? Allt slíkt gæti verið hættumerki. Þannig er gott að skoða vefslóðina í hlekk eða þegar á vefsíðuna er komið. Er slóðin traust? Eru nöfn eða fyrirmæli rétt skrifuð? Kannaðu einnig greiðsluupplýsingarnar vel. Er greiðslan að fara á réttan aðila? Er upphæðin rétt? Er hún í réttum gjaldmiðli? Ef minnsti vafi kviknar getur eitt símtal til viðkomandi fyrirtæki eða stofnanir sparað háar fjárhæðir. Gefðu aldrei upp lykilorð að rafrænum skilríkjum. Samþykktu aldrei innskráningu á rafrænu skilríkin nema vera fullviss um hvað er verið að samþykkja. Allir hlekkir í samskiptum geta verið varasamir, sérstaklega þegar þú færð skilaboð sem þú áttir ekki von á, hvort sem það er í gegnum samfélagsmiðla, SMS eða í tölvupósti. Aldrei gefa upp banka- eða kortaupplýsingar nema vera viss um að vera á öruggri síðu. Ein leið er að fara sjálf beint inn á forsíðu viðkomandi heimasíðu í stað þess að fara í gegnum hlekki sem koma upp á leitarvélum eða samfélagsmiðlum. Hljómar eitthvað tilboð of gott til að vera satt? Þá getur borgað sig að kanna málið betur og ganga úr skugga um að um allt sé með feldu. Hafir þú lent í svikahröppum, hafðu þá þegar samband við bankann þinn, kortafyrirtæki og lögreglu og farðu strax í að loka greiðslukortum og skrá þig út úr öllum tækjum í gegnum heimabanka. Á vefnum Taktu tvær má finna fleiri góð ráð til að verjast netsvikum. Brýnt er nú sem endranær að fara öllu með gát í netheimum svo jólaverslunin gangi eins og best verður á kosið. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun