Ungmennaþing á Hvolsvelli – hlustað á börn og unglinga Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. nóvember 2023 14:31 Oddur Helgi Ólafsson, formaður ungmennaráðs Rangárþings eystram sem er allt í öllu í sambandi við ungmennaþingið á Hvolsvelli í dag. Aðsend Það var mikið um að vera á Hvolsvelli í dag því þá fór fram ungmennaþing þar sem unga fólkið ræddi skólamál, félagslíf, menningu og fræðslumál. Tillögum þingsins verður síðan komið til sveitarstjórnar með von um úrbætur um það sem betur mætti fara. Ungmennaþing Rangárþings eystra hófst klukkan hálf ellefu í morgun í Hvolsskóla þar sem nemendur í 1. til 6. bekk sátu þingið fram til hádegis og eftir hádegi voru það nemendur í 7. bekk og eldri sem sátu þingið. Oddur Helgi Ólafsson er formaður ungmennaráðs og veit allt um ungmennaþing dagsins. „Þetta er þriðja árið í röð, sem við gerum þetta og við höldum þing, sem þetta bara til að heyra raddir unga fólksins. Við erum orðið barnvænt samfélag og okkur finnst mjög mikilvægt og stjórnsýslunni þykir það líka mjög mikilvægt að heyra hvað börn og unglingar hafa að segja um málefni sveitarfélagsins,“ segir Oddur Helgi. Ungmennaþingið fer fram í dag í Hvolsskóla á Hvolsvelli.Aðsend Þetta er mjög vel gert hjá ykkur og flott framtak. „Já þakka þér fyrir það, við erum mjög ánægð með þetta og það eru allir mjög stoltir af þessu. Ég vil bara segja að sveitarstjórnin hefur verið mjög samvinnuþýð í þessu og það eru allir bara mjög jákvæðir fyrir ungmennaráðinu.“ Oddur Helgi segir mörg mál vera á dagskrá í dag, meðal annars um félagslíf unga fólksins og menningarmál. „Og svo eru sumir göngustígar illa upplýstir og þetta eru auðvitað það sem börnin taka eftir því þau eru ekki að keyra, þau eru að ganga göngustígana, sem þarf greinilega að lýsa upp betur,“ segir Oddur Helgi og bætir við. „Við tökum svo saman niðurstöðurnar og sendum á sveitarstjórn og þau vinna úr þessum málum, skoða hvað börnin og unglingarnir hafa að segja og vinna úr þessum og framkvæma sem þau geta framkvæmt". Mikil ánægja er hjá íbúum Rangárþings eystra með ungmennaþingið og að börn og unglingar fá að hafa áhrif í sveitarfélaginu með þingi sem þessu.Aðsend Rangárþing eystra Börn og uppeldi Krakkar Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Sjá meira
Ungmennaþing Rangárþings eystra hófst klukkan hálf ellefu í morgun í Hvolsskóla þar sem nemendur í 1. til 6. bekk sátu þingið fram til hádegis og eftir hádegi voru það nemendur í 7. bekk og eldri sem sátu þingið. Oddur Helgi Ólafsson er formaður ungmennaráðs og veit allt um ungmennaþing dagsins. „Þetta er þriðja árið í röð, sem við gerum þetta og við höldum þing, sem þetta bara til að heyra raddir unga fólksins. Við erum orðið barnvænt samfélag og okkur finnst mjög mikilvægt og stjórnsýslunni þykir það líka mjög mikilvægt að heyra hvað börn og unglingar hafa að segja um málefni sveitarfélagsins,“ segir Oddur Helgi. Ungmennaþingið fer fram í dag í Hvolsskóla á Hvolsvelli.Aðsend Þetta er mjög vel gert hjá ykkur og flott framtak. „Já þakka þér fyrir það, við erum mjög ánægð með þetta og það eru allir mjög stoltir af þessu. Ég vil bara segja að sveitarstjórnin hefur verið mjög samvinnuþýð í þessu og það eru allir bara mjög jákvæðir fyrir ungmennaráðinu.“ Oddur Helgi segir mörg mál vera á dagskrá í dag, meðal annars um félagslíf unga fólksins og menningarmál. „Og svo eru sumir göngustígar illa upplýstir og þetta eru auðvitað það sem börnin taka eftir því þau eru ekki að keyra, þau eru að ganga göngustígana, sem þarf greinilega að lýsa upp betur,“ segir Oddur Helgi og bætir við. „Við tökum svo saman niðurstöðurnar og sendum á sveitarstjórn og þau vinna úr þessum málum, skoða hvað börnin og unglingarnir hafa að segja og vinna úr þessum og framkvæma sem þau geta framkvæmt". Mikil ánægja er hjá íbúum Rangárþings eystra með ungmennaþingið og að börn og unglingar fá að hafa áhrif í sveitarfélaginu með þingi sem þessu.Aðsend
Rangárþing eystra Börn og uppeldi Krakkar Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Sjá meira