Verstappen vann síðasta kappakstur ársins Dagur Lárusson skrifar 26. nóvember 2023 15:01 Max Verstappen fagnar eftir kappaksturinn Vísir/getty Síðasti kappaksturinn á F1 tímabilinu fór fram í Abú Dabí í dag þar sem Max Verstappen fór sem fyrr með sigur af hólmi. Charles Leclerc endaði í öðru sæti á meðan George Russel tók þriðja sætið. Max Verstappen, sem var þegar búinn að tryggja sér sinn þriðja heimsmeistaratitil, var enn og aftur á ráspól en aðal spennan varðandi þennan síðasta kappakstur ársins var þó ekki í kringum hann heldur hvaða ökumenn og lið myndu taka annað og þriðja sætið í heimsmeistarakeppninni. Mercedes tókst að tryggja sér annað sætið í heimsmeistarakeppninni sem þýðir að Ferrari tók þriðja sætið. Efstu sætin hjá ökumönnum voru síðan þannig að Max Verstappen var í fyrsta sæti, Sergio Perez í öðru sæti og Lewis Hamilton endaði í þriðja sætinu. Þess má geta að fyrrum heimsmeistarinn, Fernando Alonso, endaði í fjórða sætinu í heimsmeistarakeppninni sem er hans besti árangur síðan 2013. Tímabilinu er því lokið í F1 kappakstrinum í ár en Max Verstappen vann hvorki meira né minna en 19 keppnir af 22 en hann endaði 21 einu sinni á verðlaunapalli. Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Max Verstappen, sem var þegar búinn að tryggja sér sinn þriðja heimsmeistaratitil, var enn og aftur á ráspól en aðal spennan varðandi þennan síðasta kappakstur ársins var þó ekki í kringum hann heldur hvaða ökumenn og lið myndu taka annað og þriðja sætið í heimsmeistarakeppninni. Mercedes tókst að tryggja sér annað sætið í heimsmeistarakeppninni sem þýðir að Ferrari tók þriðja sætið. Efstu sætin hjá ökumönnum voru síðan þannig að Max Verstappen var í fyrsta sæti, Sergio Perez í öðru sæti og Lewis Hamilton endaði í þriðja sætinu. Þess má geta að fyrrum heimsmeistarinn, Fernando Alonso, endaði í fjórða sætinu í heimsmeistarakeppninni sem er hans besti árangur síðan 2013. Tímabilinu er því lokið í F1 kappakstrinum í ár en Max Verstappen vann hvorki meira né minna en 19 keppnir af 22 en hann endaði 21 einu sinni á verðlaunapalli.
Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira