Platinum-tryggingin dekkaði ekki hurð sem fauk upp undir Hafnarfjalli Bjarki Sigurðsson skrifar 27. nóvember 2023 15:15 Konan var stödd undir Hafnarfjalli þegar hurðin á bílnum fauk upp. Vísir/Vilhelm Kona fær ekki endurgreitt frá bílaleigu þrátt fyrir að hafa verið með „Platinum-tryggingu“ sem hún taldi dekka tjón sem hún lenti í. Fær hún því ekki endurgreiddar 230 þúsund krónurnar sem hún óskaði eftir. Konan sem leigði bifreiðina hafði leigt hana dagana 20. til 26. febrúar á síðasta ári. Valdi hún „platinum“ trygginguna og segir fyrirtækið hafa hvatt hana til þess að gera það þar sem hún myndi þá ekki þurfa að greiða neinn kostnað ef bifreiðin yrði fyrir tjóni á leigutímanum. Vill 230 þúsund krónur Þegar konan lenti síðan í óveðri undir Hafnarfjalli fauk framhurð bifreiðarinnar upp og skemmdist. Þegar bílnum var skilað skuldfærði bílaleigan kreditkort konunnar um 2.400 dollara, 330 þúsund íslenskar krónur. Vildi hún hins vegar meina að hún þyrfti einungis að greiða 770 dollara, rétt rúmar hundrað þúsund krónur. Krafðist hún þess að fá hinar 230 þúsund krónurnar endurgreiddar. „Að sögn sóknaraðila hafi starfsmaður varnaraðila sagt henni að hún ætti að kaupa tryggingu sem myndi tryggja hana fyrir tjóni vegna sand- og malarfoks enda væri veðurfar á Íslandi að vetrarlagi oft slæmt. Hins vegar hafi viðkomandi starfsmaður ekki upplýst hana um að tjón sem hljótist af því að vindhviða feyki upp bílhurð falli ekki undir neinar af tryggingum varnaraðila,“ segir í úrskurði nefndarinnar. Ekki hluti af tryggingunni Bílaleigan fékk tækifæri til þess að skila inn andsvörum og gögnum máli sínu til stuðnings. Það var ekki gert og byggist niðurstaða málsins því eingöngu á gögnum frá konunni sem kærði. Nefndin bendir á að í leigusamningi konunnar og bílaleigunnar sé tekið fram dæmi um atvik sem eru undanskilin tryggingunni. Er þar sérstaklega tekið fram að tjón vegna þess að vindur feykir up hurð sé ekki hluti af tryggingunni. Einnig mátti finna þessar upplýsingar á vef bílaleigunnar. Var kröfu konunnar því hafnað og þarf bílaleigan ekki að endurgreiða krónurnar 230 þúsund. Úrskurðinn má finna í heild sinni hér en hann er númer 31 á þessu ári. Neytendur Bílaleigur Hvalfjarðarsveit Mest lesið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Viðskipti erlent „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Atvinnulíf Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Sjá meira
Konan sem leigði bifreiðina hafði leigt hana dagana 20. til 26. febrúar á síðasta ári. Valdi hún „platinum“ trygginguna og segir fyrirtækið hafa hvatt hana til þess að gera það þar sem hún myndi þá ekki þurfa að greiða neinn kostnað ef bifreiðin yrði fyrir tjóni á leigutímanum. Vill 230 þúsund krónur Þegar konan lenti síðan í óveðri undir Hafnarfjalli fauk framhurð bifreiðarinnar upp og skemmdist. Þegar bílnum var skilað skuldfærði bílaleigan kreditkort konunnar um 2.400 dollara, 330 þúsund íslenskar krónur. Vildi hún hins vegar meina að hún þyrfti einungis að greiða 770 dollara, rétt rúmar hundrað þúsund krónur. Krafðist hún þess að fá hinar 230 þúsund krónurnar endurgreiddar. „Að sögn sóknaraðila hafi starfsmaður varnaraðila sagt henni að hún ætti að kaupa tryggingu sem myndi tryggja hana fyrir tjóni vegna sand- og malarfoks enda væri veðurfar á Íslandi að vetrarlagi oft slæmt. Hins vegar hafi viðkomandi starfsmaður ekki upplýst hana um að tjón sem hljótist af því að vindhviða feyki upp bílhurð falli ekki undir neinar af tryggingum varnaraðila,“ segir í úrskurði nefndarinnar. Ekki hluti af tryggingunni Bílaleigan fékk tækifæri til þess að skila inn andsvörum og gögnum máli sínu til stuðnings. Það var ekki gert og byggist niðurstaða málsins því eingöngu á gögnum frá konunni sem kærði. Nefndin bendir á að í leigusamningi konunnar og bílaleigunnar sé tekið fram dæmi um atvik sem eru undanskilin tryggingunni. Er þar sérstaklega tekið fram að tjón vegna þess að vindur feykir up hurð sé ekki hluti af tryggingunni. Einnig mátti finna þessar upplýsingar á vef bílaleigunnar. Var kröfu konunnar því hafnað og þarf bílaleigan ekki að endurgreiða krónurnar 230 þúsund. Úrskurðinn má finna í heild sinni hér en hann er númer 31 á þessu ári.
Neytendur Bílaleigur Hvalfjarðarsveit Mest lesið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Viðskipti erlent „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Atvinnulíf Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Sjá meira