„Þurfum að stefna að því að ná betri frammistöðum oftar“ Árni Gísli Magnússon skrifar 29. nóvember 2023 21:19 Halldór Stefán tók við liði KA fyrir tímabilið. FH vann öruggan sjö marka sigur á KA fyrir norðan fyrr í kvöld. Gestirnir höfðu undirtökin allan leikinn ef undanskilinn er lokakafli fyrri hálfleiks þar sem KA skoraði fimm mörk í röð. Halldór Stefán Haraldsson, þjálfari KA, segir liðið ekki hafa fylgt sigrinum gegn Val í síðustu umferð nægilega vel eftir en tekur fram að liðið sé í þroskaferli. „Mér fannst þetta köflótt. Við náttúrulega byrjum ekki nógu vel, mér finnst við samt alveg vera skapa helling, en finnst okkur vanta pínu frammistöður hjá liðinu. Við náum kannski ekki alveg að fylgja eftir frammistöðunum í síðasta leik en við getum ekki endilega sett kröfu á 17 til 18 ára stráka að þeir séu svona í hverri einustu viku en það er þangað sem við eigum að komast og þetta er einn liður í þessu þroskaferli að ná því viku eftir viku og því miður gekk það ekki í dag. Mér finnst við samt í leiknum vera gera fullt flott en klikka á færum og tapaðir boltar og smá svona.“ Einar Rafn Eiðsson var markahæstur hjá KA með 11 mörk en aðrir leikmenn voru einungis með tvö til þrjú mörk hver. Sóknarleikur KA einkenndist því mikið af einstaklingsframtökum þar sem menn voru að láta vaða á markið þegar sóknin var að renna út í sandinn. Skarphéðinn Ívar Einarsson var duglegur að reyna þegar á þurfti og skoraði 3 mörk úr alls 10 skotum. „Þessi skot eiga bara að vera inni hjá Skarpa og línumennirnir þurfa að skora meira og við þurfum að fá meira úr hornunum og svona heildar frammistaðan þarf að vera betri til að vinna þessi bestu lið og því miður var hún það ekki í dag.“ KA byrjaði leikinn illa og FH var komið í 5 marka forystu snemma leiks og keyrði látlaust hraða miðju og refsuðu töpuðum boltum heimamanna. Hvers vegna byrjar KA leikinn svona illa? „Pínu tvíþætt, auðvitað skaparðu þína eigin heppni, mér finnst við pínu óheppnir líka, við erum að fá færi og klikka, þeir taka eitthvað frákast og óheppnir með tapaða bolta og allskonar svona. Tapaðir boltar þar sem við erum klaufar og veljum vitlaust. Stærsti munurinn á leiknum í dag og síðasta leik að tæknifeilarnir okkar eru tvöfalt ef ekki þrefalt fleiri í dag og þá er auðvitað erfitt að vinna svona leik.“ KA á aftur heimaleik í næstu umferð þegar botnlið Selfoss kemur í heimsókn. Hvað getur Halldór tekið úr leiknum í dag inn í næsta leik? „Ekkert eitthvað sérstakt, bara áfram í framþróuninni. FH er að spila ákveðna hluti á okkur sem Valur gerir ekki og við þurfum bara að halda áfram að byggja ofan á það sem við erum að gera og stefna að því að ná betri frammistöðum oftar, það er það sem við þurfum svolítið að einblína á“, sagði Halldór að lokum. Olís-deild karla KA FH Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum Sjá meira
Halldór Stefán Haraldsson, þjálfari KA, segir liðið ekki hafa fylgt sigrinum gegn Val í síðustu umferð nægilega vel eftir en tekur fram að liðið sé í þroskaferli. „Mér fannst þetta köflótt. Við náttúrulega byrjum ekki nógu vel, mér finnst við samt alveg vera skapa helling, en finnst okkur vanta pínu frammistöður hjá liðinu. Við náum kannski ekki alveg að fylgja eftir frammistöðunum í síðasta leik en við getum ekki endilega sett kröfu á 17 til 18 ára stráka að þeir séu svona í hverri einustu viku en það er þangað sem við eigum að komast og þetta er einn liður í þessu þroskaferli að ná því viku eftir viku og því miður gekk það ekki í dag. Mér finnst við samt í leiknum vera gera fullt flott en klikka á færum og tapaðir boltar og smá svona.“ Einar Rafn Eiðsson var markahæstur hjá KA með 11 mörk en aðrir leikmenn voru einungis með tvö til þrjú mörk hver. Sóknarleikur KA einkenndist því mikið af einstaklingsframtökum þar sem menn voru að láta vaða á markið þegar sóknin var að renna út í sandinn. Skarphéðinn Ívar Einarsson var duglegur að reyna þegar á þurfti og skoraði 3 mörk úr alls 10 skotum. „Þessi skot eiga bara að vera inni hjá Skarpa og línumennirnir þurfa að skora meira og við þurfum að fá meira úr hornunum og svona heildar frammistaðan þarf að vera betri til að vinna þessi bestu lið og því miður var hún það ekki í dag.“ KA byrjaði leikinn illa og FH var komið í 5 marka forystu snemma leiks og keyrði látlaust hraða miðju og refsuðu töpuðum boltum heimamanna. Hvers vegna byrjar KA leikinn svona illa? „Pínu tvíþætt, auðvitað skaparðu þína eigin heppni, mér finnst við pínu óheppnir líka, við erum að fá færi og klikka, þeir taka eitthvað frákast og óheppnir með tapaða bolta og allskonar svona. Tapaðir boltar þar sem við erum klaufar og veljum vitlaust. Stærsti munurinn á leiknum í dag og síðasta leik að tæknifeilarnir okkar eru tvöfalt ef ekki þrefalt fleiri í dag og þá er auðvitað erfitt að vinna svona leik.“ KA á aftur heimaleik í næstu umferð þegar botnlið Selfoss kemur í heimsókn. Hvað getur Halldór tekið úr leiknum í dag inn í næsta leik? „Ekkert eitthvað sérstakt, bara áfram í framþróuninni. FH er að spila ákveðna hluti á okkur sem Valur gerir ekki og við þurfum bara að halda áfram að byggja ofan á það sem við erum að gera og stefna að því að ná betri frammistöðum oftar, það er það sem við þurfum svolítið að einblína á“, sagði Halldór að lokum.
Olís-deild karla KA FH Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti